Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Norskur eldisrisi getur hagnast um fimm milljarða á hlutabréfum í Arnarlaxi en íslenska ríkið fær ekkert

Nýj­ustu frétt­ir um við­skipti með hluta­bréf í stærsta lax­eld­is­fyr­ir­tæki Ís­lands, Arn­ar­laxi, sýna hversu mik­ið fyr­ir­tæki eru til­bú­in að greiða til að fá að­gang að því að fram­leiða eld­islax í ís­lensk­um fjörð­um. Ein­staka fjár­fest­ar geta hagn­ast um millj­arða króna á hverju ári með því að kaupa og selja bréf í fé­lag­inu. Ís­lenska rík­ið fær hins veg­ar enga hlut­deild í þess­um hagn­aði.

Norskur eldisrisi getur hagnast um fimm  milljarða á hlutabréfum í Arnarlaxi en íslenska ríkið fær ekkert
Einn stærsti eigandi Salmar Fjölskylda Gustav Witzoe hefur í gegnum árin verið leiðandi fjárfestir í Salmar AS, stærsta hagsmunaðilanum í íslensku laxeldi.

Norski eldisrisinn Salmar AS getur hagnast um tæplega fimm milljarða króna á hlutabréfaviðskiptum félagsins í Arnarlaxi á Bíldudal í fyrra ef félagið myndi taka þá ákvörðun að selja bréfin á því verði sem hlutir í fyrirtækinu fara á um þessar mundir.

Hlutabréfaverðið í Arnarlaxi hefur ríflega tvöfaldast frá því að Salmar AS, sem er stærsti einstaki fjárfestirinn í Arnarlaxi, keypti tæplega 20 prósenta hlut í fyrirtækinu í febrúar og apríl árið 2019  á rúmlega 4,6 milljarða íslenskra króna, á genginu 55,78 norskar krónur á hlut. Nú er hluturinn  verðmetinn á 115 norskar krónur. 

Þetta þýðir að Salmar gæti mögulega selt sömu hlutabréf og félagið keypti fyrir einu og hálfu ári á 4,6 milljarða fyrir rúmlega 9,5 milljarða í dag. 

Verðmætin felast í aðgöngumiða að auðlindum á Íslandi

Verðmætið í Arnarlaxi felst í þeim laxeldisleyfum upp á rúmlega 25 þúsund tonn sem fyrirtækið á hér á landi auk þess sem fyrirtækið hefur sent inn umsóknir til að fá að framleiða um 15 þúsund tonn af eldislaxi til viðbótar.

Þetta eru þau undirliggjandi verðmæti sem gera það að verkum að áætlað markaðsvirði laxeldisfyrirtækisins hefur rúmlega tvöfaldast á síðastliðnu einu og hálfu ári. Farið úr um 21 milljarði króna í ársbyrjun 2019 og upp í nærri 50 milljarða króna nú.

Íslenska ríkið hefur veitt Arnarlaxi, sem og öðrum íslenskum laxeldisfyrirtækjum, þessi laxeldisleyfi án endurgjalds en þau ganga kaupum og sölum í Noregi fyrir háar fjárhæðir þar sem litið er á leyfin sem takmörkuð gæði vegna þess magns eldislaxs sem þar er framleiddur.

Á Íslandi hafa þessi leyfi hins vegar gefin til áhugasamra laxeldisfyrirtækja eins og Arnarlax og Laxeldi Austfjarða sem eru í eigu sömu aðila og þurfa að greiða hátt verð fyrir þessi leyfi í Noregi. 

Á bak við verðmætin í laxeldisleyfunum felst aðgöngumiðinn að þeirri auðlind sem það er að fá að rækta eldislax í sjókvíum í íslenskum fjörðum án þess að eldisfyrirtækin greiði fyrir þessa notkun á náttúrunni til íslenska ríkisins. 

Umframeftirspurn frá fjárfestum

Eins og Stundin greindi frá í gær eru nýir fjárfestar að koma að móðurfélagi Arnarlax, meðal annars Lífeyrissjóðurinn Gildi og sjóðsstýringarfyrirtækið Stefnir sem er í eigu Arion banka. Gildi hyggst setja rúmlega 3 milljarða í félagið og Stefnir rúman milljarð.

Samhliða selja stórir fjárfestar í Arnarlaxi eins og norska félagið Pactum AS og stjórnarformaðurinn, Kjartan Ólafsson, hluta af bréfum sínum í félaginu. Kjartan keypti helming af sínum bréfum í fyrra á genginu 55,78 með kúluláni frá Arnarlaxi. Kjartan er því að tvöfalda ávöxtun sína á þeim bréfum sem hann selur núna. 

Salmar AS sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem greint var frá því að „margföld umframeftirspurn“ væri frá fjárfestum að taka þátt í hlutafjáraukningu Arnarlax. Salmar sagði að í stað þess að auka hlutafé félagsins um 432 milljónir norskra króna, 6,7 milljarðar íslenskra króna, myndi það verða aukið um 500 milljónir króna, eða 7,7 milljarða. 

Í lok mánaðarins stendur til að skrá móðurfélag Arnarlax á Íslandi, Icelandic Salmon AS, á norska hlutabréfamarkaðinn Merkur Market. Þetta er ekki aðalhlutabréfamarkaðurinn í Osló en er væntanlega skref í áttina að því að skrá félagið á aðalmarkaðinn þar sem Salmar AS er skráð.  

Af þeirri staðreynd, að það er umframeftirspurn eftir hlutabréfunum í Icelandic Salmon AS, sést að það yrði ekki mikið mál fyrir Salmar að selja hlutabréfin sem félagið keypti í fyrra á ríflega tvöföldu verði. Ekkert bendir hins vegar til að Salmar hafi hug á þessu. 

Munurinn á Noregi og Íslandi

Verðmatið á hlutabréfunum sýnir hins vegar þann mikla mun sem er á því hvernig markaðurinn í Noregi verðmetur aðganginn að framleiðslu á eldislaxi i sjókvíum í samanburði við verðmætamat íslenskra stjórnvalda á þessum sömu gæðum. Ísland gefur þessi gæði en norska ríkisvaldið selur laxeldisleyfin á uppboðum fyrir háar fjárhæðir.

Þannig verður hagnaðurinn af viðskiptunum með auðlindir Íslands eftir í vasa fjárfestanna sem eru nógu klókir til að átta sig á því hversu undirverðlögð þessi gæði eru á Íslandi á meðan norska ríkið tryggir sér hagnaðinn af viðskiptunum með sína norsku laxeldisauðlind, það er að segja þeim hluta hans sem snýst um laxleldisleyfin sjálf. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár