Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja sem í gegnum árin hefur verið stærsti hluthafi útgerðarinnar ásamt Kristjáni Vilhelmssyni, er tekinn við prókúru og framkvæmdastjórn þeirra tveggja félaga sem mynda Samherjasamstæðuna.
Breytingin, sem kemur fram í upplýsingum frá Ríkisskattastjóra 19. og 22. september síðastliðinn, á sér stað í kjölfar þess að þeir framseldu Samherja yfir til afkomenda sinna.
Orðinn prókúruhafi allrar samstæðunnar aftur
Þorsteinn er því aftur orðinn framkvæmdastjóri og prókúruhafi fyrir Samherja hf. og Samherja Holding ehf.
Munurinn á þessum tveimur félögum er sá að Samherji hf. heldur utan um eignarhaldið á starfseminni á Íslandi og í Færeyjum á meðan Samherji Holding heldur utan um hlutabréf í Eimskipafélagi Íslands og eignum Samherja erlendis, meðal annars á Kypur og í Namibíu.
Þorsteinn Már lét af störfum tímabundið sem forstjóri og prókúruhafi Samherja og Samherja Holding í kjölfar þess að Kveikur, Stundin og Al Jazeera sögðu frá mútugreiðslum Samherja í Namibíu, til …
Athugasemdir