Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Svandís Svavarsdóttir stígur til hliðar

Veik­indi í fjöl­skyldu heil­brigð­is­ráð­herra valda því að hún stíg­ur tíma­bund­ið til hlið­ar úr ráð­herra­stóli.

Svandís Svavarsdóttir stígur til hliðar
Víkur til hliðar Svandís mun stíga tímabundið til hliðar úr stóli heilbrigðisráðherra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherrra mun stíga tímabundið til hliðar úr stóli heilbrigðisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar í dag. Ástæðurnar eru veikindi í fjölskyldu Svandísar.

Mikið hefur mætt á Svandísi undanfarna mánuði í stóli heilbrigðisráðherra sem er í forsvari fyrir aðgerðir til að mæta kórónaveirufaraldrinum. Í júlí síðastliðnum greindist svo dóttir hennar, Una Torfadóttir, með heilaæxli sem reyndist vera krabbamein. Svandís greindi sjálf frá því á Facebook-síðu sinni og að framundan væri löng og ströng krabbameinsmeðferð hjá Unu.  „Mitt verk­efni verður að styðja hana í því ferli ásamt fjöl­skyldu og vin­um. Þetta er stærsta verk­efni lífs míns,“ skrifaði Svandís þá.

Svandís vék ekki til hliðar í sumar heldur sinnti áfram verkefnum sínum sem heilbrigðisráðherra.

Stundin hefur ekki upplýsingar um líðan Unu en samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa frekari veikindi komið upp í fjölskyldu Svandísar og að það hvoru tveggja valdi því að hún stígur nú tímabundið til hliðar, til 15. október. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun gegna störfum heilbrigðisráðherra í fjarveru Svandísar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár