Í réttarhöldum yfir hinum 22 ára Kára Orrasyni var tekist á um réttmæti friðsælla mótmæla og valdbeitingu lögreglu. Þann 5. apríl 2019 voru fimm aðgerðarsinnar úr röðum No Borders-samtakanna handteknir í anddyri dómsmálaráðuneytisins og var Kári þeirra á meðal. Ástæða handtökunnar var til að koma í veg fyrir meint lögbrot, og vísað í húsbrot. Í ákærunni er hópurinn hins vegar sakaður um að hafa ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu, en ekki er ljóst hvaða glæp þær áttu að koma í veg fyrir.
Málið hverfist um tvær grundvallarspurningar í lýðræðisríki: þarf lögregla ástæðu til valdbeitingar og er það glæpur að hlýða ekki skipunum lögreglu ef borgarar eru ekki að fremja glæpi eða stofna öðrum í hættu? Sakfelling myndi skapa dómafordæmi og hafa varanleg áhrif á löggæslu í landinu.
Handtekin fyrir að sitja á gólfi og mótmæla
Samtökin No Borders berjast …
Athugasemdir