Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

264 milljarða króna halli á rekstri ríkissjóðs

Gert er ráð fyr­ir að 900 millj­arða halli verði á rekstri rík­is­sjóðs næstu fimm ár­in. Yf­ir 100 millj­arð­ar króna fara til greiðslu at­vinnu­leys­is­bóta, bæði í ár og á næsta ári. Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra kynnti fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar í dag.

264 milljarða króna halli á rekstri ríkissjóðs
Rekstur ríkisins fjármagnaður með lántöku Fjármálaráðherra segir að halda eigi úti opinberri þjónustu með lántöku á meðan að efnahagskreppan í kjölfar Covid-19 faraldursins gengur yfir. Mynd: Pressphotos

Ríkissjóður verður rekinn með 264 milljarða króna halla á næsta ári. Gert er ráð fyrir að hallinn verði 900 milljarðar króna á næstu fimm árum, á tímabili fjármálaáætlunar 2021-2025. Yfir 100 milljarðar króna munu fara til greiðslu atvinnuleysisbóta í ár og á næsta ári.

Þetta eru meðal lykiltalna í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er að kynnti í dag.

Skatttekjur ríkissjóðs verða 52 milljörðum lægri í ár en hefði verið, með aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Ekki á að bregðast við efnahagskreppunni með niðurskurði eða aukinn tekjuöflun með skattkerfinu heldur með því að ríkissjóður taki lán til að fjármagna rekstur hins opinbera.

Bjarni sagði að hverjum manni væri augljóst að hrun hefði orðið í afkomu ríkissjóðs. „Við höfum ekki til lengri tíma efni á því að halda úti þeirri opinberu þjónustu sem við gerum í dag. Við gerum það engu að síður vegna þess að við trúum því að þetta sé tímabundið ástand og við ætlum að vinna okkur út úr því.“

„Við höfum ekki til lengri tíma efni á því að halda úti þeirri opinberu þjónustu sem við gerum í dag“

Tekjum ríkissjóðs verður því leyft að falla en styrk staða ríkissjóð nýtt til að takast á við kreppuna, sagði Bjarni. Undanfarin ár hafi skuldir ríkissjóðs lækkað verulega og því sé ríkissjóður vel í stakk búinn til að takast á við verkefnið. Erlend staða ríkissjóðs sé sterk, verðbólga sé og hafi verið lág og stöðug og hagstjórn hafi verið agaðri en áður var.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verða settir 430 milljarðar króna í aðgerðir til að styðja við hagkerfið. Stóra markmiðið sé að verja störf og skapa störf. Á þessu ári og því næsta muni þurfa að greiða yfir 100 milljarða króna í atvinnuleysisbætur. Gert er ráð fyrir að árin þar á á eftir verði enn greiddir yfir og um 40 milljarðar króna í atvinnuleysisbætur, nema því aðeins að hagkerfið taki við sér af krafti. 

Samkvæmt fjármálaáætlun áranna 2021-2025 stefnir á að halli ríkissjóðs verði á tímabilinu 900 milljarðar króna. Stefnt er að því að stöðva hallareksturinn þá. 

Samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands fyrir árin 2020-2026, sem birt var í morgun, dregst landsframleiðsla saman um 7,6 prósent í ár. Bjarni sagði það mesta samdrátt síðustu 100 ára. Samkvæmt spánni er útlit fyrir að hagvöxtur verði 3,9 prósent á næsta ári. Bjarni benti enn fremur á að síðastliðinn áratug hefðu Íslendingar upplifað samfellda aukningu í kaupmætti launa. Samkvæmt spám væri gert ráð fyrir að sú þróun gæti haldið áfram, héldist friður á vinnumarkaði og verðbólga héldist áfram lág. Lítið þyrfti þó útaf að bera til að þær spár myndu ekki rætast. 

90 milljarða króna samdráttur verður á tekjuhlið ríkisins samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður tekjuskattur lækkaður um næstu áramót. Lækkunin verður í lægsta tekjuþrepinu og nýtis upp allan tekjustigann en gagnist þó best þeim sem lægstar tekjurnar hafi. Lækkun á tekjum ríkissjóðs vegna þessara skattkerfisbreytinga, sem þegar höfðu verið kynntar, nemur 14,5 milljörðum króna.  90 milljarða króna samdráttur verður á tekjuhlið ríkisins. 

Ríkisstjórnin kynnti í vikunni aðgerðaáætlun í átta liðum til að auka stöðugleika. Meðal breytinga þar eru tímabundin lækkun tryggingagjalds út næsta ár. Tekjur ríkissjóðs vegna þess munu lækka um 4 milljarða króna. Þá verður átakið Allir vinna sömuleiðis framlengt út næsta ár, en með því verður full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna framkvæmda tryggð. Áætlað er að kostnaður vegna endurgreiðslna nemi um 8 milljörðum króna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jón Kristinn Einarsson
6
PistillUppgjör ársins 2024

Jón Kristinn Einarsson

Hjóm og há­vaði árs­ins 2024

Jón Krist­inn Ein­ars­son, doktorsnemi í sagn­fræði við Há­skól­ann í Chicago, ger­ir upp ár­ið sem fer senn að líða. Eft­ir því sem hann dvel­ur meir í for­tíð­inni hafi mörg af þeim stóru frétta­mál­um sem heltek­ið hafa op­in­bera um­ræðu á Ís­landi tek­ið á sig mynd dægra­stytt­ing­ar fyr­ir fréttafíkla. Á með­an sitji stóru mál­in sem mestu máli skipta gjarn­an eft­ir á hak­an­um. Til að mynda um­hverf­is- og lofts­lags­mál­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
5
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár