Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

264 milljarða króna halli á rekstri ríkissjóðs

Gert er ráð fyr­ir að 900 millj­arða halli verði á rekstri rík­is­sjóðs næstu fimm ár­in. Yf­ir 100 millj­arð­ar króna fara til greiðslu at­vinnu­leys­is­bóta, bæði í ár og á næsta ári. Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra kynnti fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar í dag.

264 milljarða króna halli á rekstri ríkissjóðs
Rekstur ríkisins fjármagnaður með lántöku Fjármálaráðherra segir að halda eigi úti opinberri þjónustu með lántöku á meðan að efnahagskreppan í kjölfar Covid-19 faraldursins gengur yfir. Mynd: Pressphotos

Ríkissjóður verður rekinn með 264 milljarða króna halla á næsta ári. Gert er ráð fyrir að hallinn verði 900 milljarðar króna á næstu fimm árum, á tímabili fjármálaáætlunar 2021-2025. Yfir 100 milljarðar króna munu fara til greiðslu atvinnuleysisbóta í ár og á næsta ári.

Þetta eru meðal lykiltalna í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er að kynnti í dag.

Skatttekjur ríkissjóðs verða 52 milljörðum lægri í ár en hefði verið, með aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Ekki á að bregðast við efnahagskreppunni með niðurskurði eða aukinn tekjuöflun með skattkerfinu heldur með því að ríkissjóður taki lán til að fjármagna rekstur hins opinbera.

Bjarni sagði að hverjum manni væri augljóst að hrun hefði orðið í afkomu ríkissjóðs. „Við höfum ekki til lengri tíma efni á því að halda úti þeirri opinberu þjónustu sem við gerum í dag. Við gerum það engu að síður vegna þess að við trúum því að þetta sé tímabundið ástand og við ætlum að vinna okkur út úr því.“

„Við höfum ekki til lengri tíma efni á því að halda úti þeirri opinberu þjónustu sem við gerum í dag“

Tekjum ríkissjóðs verður því leyft að falla en styrk staða ríkissjóð nýtt til að takast á við kreppuna, sagði Bjarni. Undanfarin ár hafi skuldir ríkissjóðs lækkað verulega og því sé ríkissjóður vel í stakk búinn til að takast á við verkefnið. Erlend staða ríkissjóðs sé sterk, verðbólga sé og hafi verið lág og stöðug og hagstjórn hafi verið agaðri en áður var.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verða settir 430 milljarðar króna í aðgerðir til að styðja við hagkerfið. Stóra markmiðið sé að verja störf og skapa störf. Á þessu ári og því næsta muni þurfa að greiða yfir 100 milljarða króna í atvinnuleysisbætur. Gert er ráð fyrir að árin þar á á eftir verði enn greiddir yfir og um 40 milljarðar króna í atvinnuleysisbætur, nema því aðeins að hagkerfið taki við sér af krafti. 

Samkvæmt fjármálaáætlun áranna 2021-2025 stefnir á að halli ríkissjóðs verði á tímabilinu 900 milljarðar króna. Stefnt er að því að stöðva hallareksturinn þá. 

Samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands fyrir árin 2020-2026, sem birt var í morgun, dregst landsframleiðsla saman um 7,6 prósent í ár. Bjarni sagði það mesta samdrátt síðustu 100 ára. Samkvæmt spánni er útlit fyrir að hagvöxtur verði 3,9 prósent á næsta ári. Bjarni benti enn fremur á að síðastliðinn áratug hefðu Íslendingar upplifað samfellda aukningu í kaupmætti launa. Samkvæmt spám væri gert ráð fyrir að sú þróun gæti haldið áfram, héldist friður á vinnumarkaði og verðbólga héldist áfram lág. Lítið þyrfti þó útaf að bera til að þær spár myndu ekki rætast. 

90 milljarða króna samdráttur verður á tekjuhlið ríkisins samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður tekjuskattur lækkaður um næstu áramót. Lækkunin verður í lægsta tekjuþrepinu og nýtis upp allan tekjustigann en gagnist þó best þeim sem lægstar tekjurnar hafi. Lækkun á tekjum ríkissjóðs vegna þessara skattkerfisbreytinga, sem þegar höfðu verið kynntar, nemur 14,5 milljörðum króna.  90 milljarða króna samdráttur verður á tekjuhlið ríkisins. 

Ríkisstjórnin kynnti í vikunni aðgerðaáætlun í átta liðum til að auka stöðugleika. Meðal breytinga þar eru tímabundin lækkun tryggingagjalds út næsta ár. Tekjur ríkissjóðs vegna þess munu lækka um 4 milljarða króna. Þá verður átakið Allir vinna sömuleiðis framlengt út næsta ár, en með því verður full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna framkvæmda tryggð. Áætlað er að kostnaður vegna endurgreiðslna nemi um 8 milljörðum króna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár