Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Verðbólgan eykst - húsnæðislán hækka

40 millj­óna króna verð­tryggt hús­næð­is­lán hækk­aði um 156 þús­und krón­ur í sept­em­ber og 1,4 millj­ón­ir króna á einu ári. Verð­lag hef­ur hækk­að um 3,9 pró­sent á einu ári.

Verðbólgan eykst - húsnæðislán hækka
Miðborg Reykjavíkur Fasteignaverð hefur haldið áfram að hækka, en óvíst er hvort þróunin haldi í við vaxandi verðbólgu. Mynd: Shutterstock

Á síðustu tveimur mánuðum hefur verðtryggt, 40 milljóna króna fasteignalán hækkað um 340 þúsund krónur vegna vaxandi verðbólgu. Það getur haft veruleg áhrif á eignastöðu fólks næstu misserin hvort það hafi verðtryggð eða óverðtryggð húsnæðislán, en flest eru með verðtryggð lán. 

Nýjar tölur Hagstofunnar sýna að vísitala neysluverðs, sem mælir verðbólgu, hækkaði um 0,39% í septembermánuði einum og sér, en 3,5 prósent síðustu 12 mánuði. Verðbólgan er meiri en Seðlabankinn hefur spáð.

Ársverðbólga, mælikvarðinn sem oftast er horft til, hefur farið úr 1,7% í janúar í 3,5% nú og munar miklu fyrir fasteignaeigendur fyrir verðtryggð lán. Hækkun 40 milljóna króna láns er 1,4 milljón króna síðasta árið. Á móti greiðir lántaki án verðtryggingar hærri vexti. Óverðtryggt lán upp á 40 milljónir króna hefur um 20 þúsund krónum hærri greiðslubyrði á mánuði í núverandi vaxtaumhverfi, eða um 240 þúsund krónum á ári.

Verðbólgan yfir spá

Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% og því er verðbólgan 1 prósentustigi þar yfir. Ástæðan er gengisfall krónunnar. Hún hefur fallið um rúmlega 13 prósent gagnvart helstu gjaldmiðlum mælt í gengisvísitölu frá ársbyrjun. Þessu hefur fylgt að verðlag hækkar. Í september hækkuðu húsgögn, heimilisbúnaður og fleira um 4%. Hluti hækkunar verðbólgunnar í september getur talist árstíðarbundin, undir lok útsölu. En verðbólgan í september nú er ferfalt meiri en í sama mánuði í fyrra og tvöfalt meiri en árið þar áður.

Verðbólgan er nú meiri en Seðlabankinn spáði í vor. Í Peningamálum Seðlabankans í ágúst sagði að verðbólga þá væri þegar orðin meiri en spáð hefði verið. „Spáð er að verðbólga verði um 3% að meðaltali út þetta ár en mikill slaki í þjóðarbúinu og lítil alþjóðleg verðbólga gera það að verkum að hún hjaðnar snemma á næsta ári þegar áhrif gengislækkunarinnar hafa fjarað út.“ Var verðbólguspáin fyrir síðari hluta árs því hækkuð í 3% úr 2,3%. Hækkunin á spánni jafngildir hækkun á verðtryggðu láni um 280 þúsund krónur. Hækkunin ein og sér jafngildir meira en hálfum útborguðum miðgildismánaðarlaunum.

Í spá Seðlabankans eru líkindamörk. Þannig er gert ráð fyrir því að næstu þrjú árin geti verðbólgan verið allt frá neikvæðri upp í 5%, en slík verðbólga myndi hafa í för með sér töluverða eignatilfærslu frá húsnæðiseigendum ef fasteignaverð hækkar ekki sem henni nemur. Enn sem komið er hefur fasteignaverð hins vegar haldið áfram að hækka í Covid-kreppunni. Raunverð fasteigna, það er að segja verðhækkun umfram verðbólgu, hækkaði um 1,9% á einu ári frá ágúst í fyrra fram á sama mánuð í ár.

Að sama skapi hafa laun hækkað um 6,4% á milli ára að meðaltali að nafnvirði, sem vegur almennt upp á móti verðhækkunum.

Flótti yfir í óverðtryggð lán

Þrátt fyrir að „yfirgnæfandi meirihluti nýrra íbúðalána“ sé nú óverðtryggður, eins og segir í síðustu skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika, eru húsnæðislán landsmanna enn að stærstum hluta verðtryggð og hækka því í réttu hlutfalli við vaxandi verðbólgu. Um mitt þetta ár voru 67% húsnæðislána almennings verðtryggð. Óverðtryggðum lánum fylgir sú áhætta að greiðslubyrði hækkar strax með vaxtahækkunum, en meginvextir Seðlabankans eru nú í sögulegri lægð, aðeins 1%.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri nefndi þau sjónarmið á fundi um fjármálastöðugleika í síðustu viku að yngra fólk ætti að taka verðtryggð lán, en eldra fólk, yfir fertugu, óverðtryggð.

„Verðtrygging og breytilegir vextir eru í raun spegilmynd af hvoru öðru að einhverju leyti. Og það má alveg halda því fram að hvernig lánaform fólk er með ætti að ráðast af aldri og stöðu á vinnumarkaði. Það má alveg færa rök fyrir því að ungt fólk ætti frekar að taka verðtryggð lán, sem er að byrja að kaupa sér heimili. Það er í rauninni inntak lagasetningar, sem var lögð til, varðandi það að enginn yfir fertugu ætti að taka verðtryggð lán, sem dæmi. Af því að verðtryggð lán eru þannig að höfuðstóllinn er ekki greiddur niður mjög hratt.“

Hétu því að halda verðbólgu niðri

Þetta er endurómað í fjármálastöðugleikaskýrslunni, þar sem bent er á að það geti aukið stöðugleika að dreifa áhættunni. „Betri dreifing skulda heimila milli ólíkra vaxtaviðmiða, verðtryggðra og óverðtryggðra, fastra og fljótandi, dregur úr áhættu vegna skuldsetningar heimilanna í heild sinni.“

„Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verðbólga fari hér úr böndunum“

Þrátt fyrir að gengisfall krónunnar, sem fylgir óvissuástandi líkt og nú stendur yfir, auki vanalega verðbólgu, hefur Seðlabankinn heitið því að halda böndum á verðbólgunni. Þannig sagði Þórarinn G. Pétursson, framkvæmdastjóri hagfræði- og peningastefnusviðs Seðlabankans, í mars síðastliðnum að hugsanlega færi verðbólga aðeins yfir verðbólgumarkmið Seðlabankans, en það yrði ekki mikið. „Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verðbólga fari hér úr böndunum eins og gerst hefur í fortíðinni. Við munum passa upp á það.“

Bein áhrifin verðbólgu á almenning eru tvöföld, því um leið og verðlag hækkar fara verðtryggð fasteignalán einnig hækkandi. Hækkun launa og fasteignaverðs hafa hins vegar mótáhrif.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-kreppan

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
6
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár