Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

156. spurningaþraut: Hvað heitir kvæðið um Trójustríðið? og fleira

156. spurningaþraut: Hvað heitir kvæðið um Trójustríðið? og fleira

Hér hafiði þrautina frá í gær.

***

Hér kemur svo fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá þrjá íslenska leikara (Sigurð Skúlason, Hilmi Snæ Guðnason og Guðrúnu S. Gísladóttur) í hlutverkum sínum í vinsælli íslenskri bíómynd sem Baltasar Kormákur gerði árið 2002. Hvaða mynd er það?

***

Hér koma aðalspurningar:

1.   Forn-Grikkir vissu ekki betur en forfeður þeirra hefðu eitt sinn háð mikið og langt stríð við borgina Tróju. Hvað heitir söguljóðið langa, sem er helsta heimild okkar um þetta stríð?

2.   Hvað heitir sú heimavist Hogwartskólans þar sem Harry Potter var holað niður þegar hann hóf nám við skólann?

3.   Hvaða skyndibitakeðja hefur flesta sölustaði í veröld víðri?

4.   Hvað heitir eldri dóttir Beyoncé?

5.   Hver er fjölmennasta borg í Afríku?

6.   Hvað hét aðalleikkonan í kvikmyndinni Titanic sem James Cameron leikstýrði?

7.   Hvað hét sú plata Bubba Morthens sem út kom í fyrra?

8.  Matteus, Markús og Jóhannes. Hvaða guðspjallamann vantar hér í hópinn? 

9.   Hvaða söngkona hefur látið mest að sér kveða með hljómsveitinni Hjaltalín?

10.   Hvar voru Jón Arason biskup og synir hans hálshöggnir?

***

Hér er síðari aukaspurning:

Hver er þessi karl?

***

Hér eru svör við aðalspurningum:

1.   Ílíonskviða.

2.   Gryffindor.

3.   Subway.

Blue Ivymeð móður sinni.

4.   Blue Ivy.

5.   Lagos í Nígeríu.

6.   Kate Winslet.

7.   Regnbogastræti.

8.   Lúkas.

9.   Sigríður Thorlacius.

10.   Skálholti.

***

Hér eru svör við aukaspurningum:

Kvikmynd Baltasars heitir Hafið.

Á neðri myndinni er Kavanaugh nokkur, hæstadómari í Bandaríkjunum og varð mjög umdeildur í fyrra þegar hann var skipaður dómari.

***

Hér er svo aftur þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár