156. spurningaþraut: Hvað heitir kvæðið um Trójustríðið? og fleira

156. spurningaþraut: Hvað heitir kvæðið um Trójustríðið? og fleira

Hér hafiði þrautina frá í gær.

***

Hér kemur svo fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá þrjá íslenska leikara (Sigurð Skúlason, Hilmi Snæ Guðnason og Guðrúnu S. Gísladóttur) í hlutverkum sínum í vinsælli íslenskri bíómynd sem Baltasar Kormákur gerði árið 2002. Hvaða mynd er það?

***

Hér koma aðalspurningar:

1.   Forn-Grikkir vissu ekki betur en forfeður þeirra hefðu eitt sinn háð mikið og langt stríð við borgina Tróju. Hvað heitir söguljóðið langa, sem er helsta heimild okkar um þetta stríð?

2.   Hvað heitir sú heimavist Hogwartskólans þar sem Harry Potter var holað niður þegar hann hóf nám við skólann?

3.   Hvaða skyndibitakeðja hefur flesta sölustaði í veröld víðri?

4.   Hvað heitir eldri dóttir Beyoncé?

5.   Hver er fjölmennasta borg í Afríku?

6.   Hvað hét aðalleikkonan í kvikmyndinni Titanic sem James Cameron leikstýrði?

7.   Hvað hét sú plata Bubba Morthens sem út kom í fyrra?

8.  Matteus, Markús og Jóhannes. Hvaða guðspjallamann vantar hér í hópinn? 

9.   Hvaða söngkona hefur látið mest að sér kveða með hljómsveitinni Hjaltalín?

10.   Hvar voru Jón Arason biskup og synir hans hálshöggnir?

***

Hér er síðari aukaspurning:

Hver er þessi karl?

***

Hér eru svör við aðalspurningum:

1.   Ílíonskviða.

2.   Gryffindor.

3.   Subway.

Blue Ivymeð móður sinni.

4.   Blue Ivy.

5.   Lagos í Nígeríu.

6.   Kate Winslet.

7.   Regnbogastræti.

8.   Lúkas.

9.   Sigríður Thorlacius.

10.   Skálholti.

***

Hér eru svör við aukaspurningum:

Kvikmynd Baltasars heitir Hafið.

Á neðri myndinni er Kavanaugh nokkur, hæstadómari í Bandaríkjunum og varð mjög umdeildur í fyrra þegar hann var skipaður dómari.

***

Hér er svo aftur þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár