Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

HAM bjargaði Flosa

Eft­ir ára­tuga bar­áttu Flosa Þor­geirs­son­ar við þyng­lyndi og kvíða urðu al­var­leg kvíða­köst og al­gjört nið­ur­brot hans mesta bless­un. Í dag líð­ur hon­um vel og hef­ur fund­ið leið­ir sem virka í hans bar­áttu. Með hug­rænni at­ferl­is­með­ferð hef­ur Flosi skap­að hlið­ar­sjálf í höfð­inu á sér, skít­ug­an og ill­kvitt­inn Flosa í gervi kvíð­ans. Sá lýt­ur hins veg­ar í í lægra haldi fyr­ir rök­um Frök­en­ar Skyn­semi, í gervi greinds og sexí bóka­safnsvarð­ar.

HAM bjargaði Flosa
Ekki átakalaus ferð Þó glíman við geðræna sjúkdóma hafi sett sitt mark á líf Flosa er hann í dag hamingjusamur, ánægður og sáttur. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég hef glímt við geðræna erfiðleika eiginlega alla tíð, bara frá því ég man fyrst eftir mér. Ég missti föður minn í sviplegu slysi þegar ég var átta ára gamall og ég hugsa að það hafi haft rosaleg áhrif. Við vorum mjög nánir. Pabbi var að vinna í Vegagerðinni, á hjólaskóflu, og það hrundi úr veginum og skóflan valt út af. Hann fékk vonda höfuðáverka og lifði það ekki af. Þetta var árið 1976 og það var engin áfallahjálp, engin sálfræðiteymi eða neitt. Það var ekkert.

Fyrir átta ára strák hrynur veröldin algjörlega, maður hefur enga andlega burði til að takast á við svona. Það var engin hjálp í mömmu, því hún fékk áfall líka. Ég rek þetta mikið til þess. Síðan ég man eftir mér hef ég því glímt við þunglyndi.“

Þetta er frásögn Flosa Þorgeirssonar, sem best er þekktur sem gítarleikarinn í hljómsveitinni HAM. Flosi hefur sem fyrr …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
6
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár