Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

HAM bjargaði Flosa

Eft­ir ára­tuga bar­áttu Flosa Þor­geirs­son­ar við þyng­lyndi og kvíða urðu al­var­leg kvíða­köst og al­gjört nið­ur­brot hans mesta bless­un. Í dag líð­ur hon­um vel og hef­ur fund­ið leið­ir sem virka í hans bar­áttu. Með hug­rænni at­ferl­is­með­ferð hef­ur Flosi skap­að hlið­ar­sjálf í höfð­inu á sér, skít­ug­an og ill­kvitt­inn Flosa í gervi kvíð­ans. Sá lýt­ur hins veg­ar í í lægra haldi fyr­ir rök­um Frök­en­ar Skyn­semi, í gervi greinds og sexí bóka­safnsvarð­ar.

HAM bjargaði Flosa
Ekki átakalaus ferð Þó glíman við geðræna sjúkdóma hafi sett sitt mark á líf Flosa er hann í dag hamingjusamur, ánægður og sáttur. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég hef glímt við geðræna erfiðleika eiginlega alla tíð, bara frá því ég man fyrst eftir mér. Ég missti föður minn í sviplegu slysi þegar ég var átta ára gamall og ég hugsa að það hafi haft rosaleg áhrif. Við vorum mjög nánir. Pabbi var að vinna í Vegagerðinni, á hjólaskóflu, og það hrundi úr veginum og skóflan valt út af. Hann fékk vonda höfuðáverka og lifði það ekki af. Þetta var árið 1976 og það var engin áfallahjálp, engin sálfræðiteymi eða neitt. Það var ekkert.

Fyrir átta ára strák hrynur veröldin algjörlega, maður hefur enga andlega burði til að takast á við svona. Það var engin hjálp í mömmu, því hún fékk áfall líka. Ég rek þetta mikið til þess. Síðan ég man eftir mér hef ég því glímt við þunglyndi.“

Þetta er frásögn Flosa Þorgeirssonar, sem best er þekktur sem gítarleikarinn í hljómsveitinni HAM. Flosi hefur sem fyrr …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár