„Ég hef glímt við geðræna erfiðleika eiginlega alla tíð, bara frá því ég man fyrst eftir mér. Ég missti föður minn í sviplegu slysi þegar ég var átta ára gamall og ég hugsa að það hafi haft rosaleg áhrif. Við vorum mjög nánir. Pabbi var að vinna í Vegagerðinni, á hjólaskóflu, og það hrundi úr veginum og skóflan valt út af. Hann fékk vonda höfuðáverka og lifði það ekki af. Þetta var árið 1976 og það var engin áfallahjálp, engin sálfræðiteymi eða neitt. Það var ekkert.
Fyrir átta ára strák hrynur veröldin algjörlega, maður hefur enga andlega burði til að takast á við svona. Það var engin hjálp í mömmu, því hún fékk áfall líka. Ég rek þetta mikið til þess. Síðan ég man eftir mér hef ég því glímt við þunglyndi.“
Þetta er frásögn Flosa Þorgeirssonar, sem best er þekktur sem gítarleikarinn í hljómsveitinni HAM. Flosi hefur sem fyrr …
Athugasemdir