Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Raunveruleikinn er svo áhugaverður“

Skjald­borg - há­tíð ís­lenskra heim­ilda mynda verð­ur hald­in í sam­starfi við Bíó Para­dís helg­ina 18.-20 sept­em­ber. Met­fjöldi um­sókna var á há­tíð­ina en Karna Sig­urð­ar­dótt­ir, heim­ilda­mynda­höf­und­ur og ein af að­stand­end­um há­tíð­ar­inn­ar, seg­ir það sýna hversu mik­il gróska er í grein­inni hér á landi.

„Raunveruleikinn er svo áhugaverður“
Karna Sigurðardóttir Skipuleggjandi segir mikla grósku í íslenskri heimildarmyndagerð.

Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda verður haldin í samstarfi við Bíó Paradís helgina 18.-20. september 2020 en hátíðinni á Patreksfirði í sumar var frestað á síðustu stundu í ljósi nýrra samkomuhafta vegna COVID-19. Skjaldborg er jafnframt fyrsta kvikmyndahátíð sem fer fram í Bíó Paradís sem hafði verið lokað frá því í mars.

Skjaldborg er nú haldin í fjórtanda sinn en hátíðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi meðal kvikmyndaáhugafólks og sýnir íslenskar heimildarmyndir. Undir venjulegum kringumstæðum er hátíðin  haldin á Patreksfirði  um hvítasunnuhelgi en var svo frestað fram að verslunarmannahelgi. „Það var ljóst strax í vor að Skjaldborg yrði ekki haldin um hvítasunnuhelgi eins og hefð hefur skapast fyrir,“ segir Karna Sigurðardóttir heimildamyndahöfundur og verkefnastýra hátíðarinnar. „Að vel athuguðu máli var ákveðið að færa hátíðina yfir á verslunarmannahelgi. Við vönduðum allt verklag eftir fremsta megni og vorum í viðbragðsstöðu allt undirbúningsferlið að þessi staða gæti komið upp að það yrði að aflýsa hátíðinni. Það var alls ekki óskastaða að aflýsa hátíðinni daginn áður en dagskrá átti að hefjast, en það er ekki hægt að segja að það hafi komið okkur að óvörum.“ 

 Töluverð vinna fólst í því að hætta við

Spurð um hvernig henni hafi liðið þegar niðurstaðan var ljós, daginn áður en hátíðin átti að byrja á Patreksfirði segir hún að það sé sérgrein Íslendinga að bregðast við óvæntum aðstæðum.

„Ég hreiðraði um mig á Patreksfirði á mánudegi fyrir verslunarmannahelgi. Á þriðjudag var ég á fullu að skipuleggja hefðbundna Skjaldborg, á miðvikudag tókst okkur á mettíma að framleiða aukabíó í félagsheimilinu á Patreksfirði með stuðningi frá Bíó Paradís og nokkrum klappstýrum til að geta haldið sóttvarnarfjarlægðum, og svo á fimmtudag var allt sett á fullt við að aflýsa. Þetta var rússíbanareið en það kom enn og aftur í ljós hvað bakland Skjaldborgar er sterkt. Skjaldborg á greinilega mjög sérstakan stað í hjörtum fólksins sem hana sækir.  Þetta var nú svolítið magnþrungið þennan afdrifaríka fimmtudag sem fjölmiðlafundurinn var haldinn. Við biðum með eftirvæntingu eftir tilmælum frá stjórnvöldum og eftir fund með bæjaryfirvöldum og almannavörnum á Patreksfirði var sameiginleg ákvörðun að aflýsa hátíðahöldunum. Það var töluverð vinna sem fólst í að hætta við. Ég held að fólk geri sér ekki almennt grein fyrir því hvað þetta ástand þýðir fyrir þá sem eru á gólfinu í menningarstjórnun. Það þarf að hlúa að þessu fólki.“ 

Karna segir að það þurfi ansi mikið til að henda þeim af baki og að aðstandendur hátíðarinnar hafi verið byrjaðar að teikna upp möguleika til að halda Skjaldborg síðar á árinu daginn eftir að hátíðinni var aflýst. „Í fyrstu var erfitt að ímynda sér Skjaldborg utan Patreksfjarðar, en það kom enginn annar staður til greina en Bíó Paradís, heimili kvikmyndanna. Bíó Paradís hefur verið mikilvægur vettvangur fyrir íslenskar heimildamyndir og eina bíóið sem hefur lagt upp úr því að gera þær aðgengilegar almenningi á hvíta tjaldinu. Það má segja að Skjaldborg og Bíó Paradís séu í sameiginlegu verkefni hvað það varðar, og því tilvalið að Skjaldborg sé haldin í Bíó Paradís. Það felast örugglega tækifæri í því að prófa að halda Skjaldborg í Paradís, og við hlökkum til að kynnast þessari nýju hlið á hátíðinni. Ætli fólk sé ekki orðið svolítið bíóþyrst eftir langa lokun svo við vonumst til að sjá sem flesta og njóta saman Skjaldborgarandans í nýju umhverfi.“

Við tökurÁ Skjaldborg verður sýnd heimildarmynd um gerð kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur.

Ást á Skjaldborg

Karna segist sjálf hafa fyrst mætt á Skjaldborg árið 2014 þegar hún sýndi þar stutta heimildarmynd. „Það var einstök upplifun og þá var ekki aftur snúið. Það var heldur afdrifarík ferð því í hinu goðsagnakennda strandpartýi sem haldið var við sjóræningjahúsið sem var og hét hitti ég barnsföður minn, og börnin mín tvö eru stundum kölluð Skjaldborgarbörnin. Þá var ég stödd á Vopnafirði við gerð heimildamyndar um samfélagið þar og flaug frekar sérstaka flugleið, Vopnafjörður - Þórshöfn - Akureyri - Reykjavík - Bíldudalur, í einstaklega fallegu veðri. Þetta var því ógleymanleg ferð á margan hátt,“ segir hún og hlær.

 „Börnin mín tvö eru stundum kölluð Skjaldborgarbörnin“

„Næsta Skjaldborgarferðin mín var 2017 ásamt fjölskyldunni þar sem ég sýndi myndina mína, 690 Vopnafjörður. Skjaldborg er svo sérstök hátíð, þar eru töfrar í loftinu sem orð fá ekki lýst. Skjaldborg er hátíð sem hefur byggst á gleði og léttleika, húmor og samstöðu, þó að viðfangsefnin í bíóinu séu alls ekkert léttmeti. Þegar saman kemur hópur sem hefur svo einlægan áhuga á heimildamyndum, sögum af okkur sjálfum, þá gerist eitthvað sem enginn skilur nema sá sem sækir Skjaldborg. Ég gekk svo til liðs við stjórn Skjaldborgar síðastliðið haust og það hefur verið mjög gefandi verkefni í alla staði.“

Drögum hring um veröldina

Karna segir það skemmtilega við Skjaldborg vera að hátíðin sé alltaf bræðingur af allskyns viðfangsefnum. „Í ár opnum við hátíðina með mynd um fæðinguna, nánar tiltekið heimafæðingar á Ísland eftir Dögg Mósesdóttur, og lokum svo hátíðinni með mynd Jóhanns Jóhannssonar heitins sem heitir Endalok upphafsins. Þannig að við förum alveg heilan hring frá upphafi til upphafs.“

Heiðursgestur hátíðarinnar er Hrafnhildur Gunnarsdóttir, og á dagskránni er meðal annars vinnustofa  með Hrafnhildi og á dagskrá hátíðarinnar eru  þrjár eldri myndir eftir hana. „Í vetur sýndi RÚV heimildaþáttaröð Hrafnhildar, Svona fólk, sem vakti verðskuldaða athygli. Þættina vann hún frá árinu 1984 og eru þeir ómetanleg heimild um málefni samkynhneigðra á Íslandi. Hins vegar vita færri að árið 2003 gaf Hrafnhildur út myndina Hrein og bein; Sögur úr Íslensku samfélagi þar sem ungt fólk segir sögu sína af því að koma út úr skápnum í smærri og stærri samfélögum á Íslandi. Hrafnhildur er mikilvæg rödd og frumkvöðull í íslenskri heimildarmyndagerð sem er er annt um að hafa áhrif með sögum sínum og hátíðargestum gefst frábært tækifæri til þess að fá dýpri innsýn inn í hugarheim hennar,“ segir Karna.

Mikilvægt að næra þessa sagnahefð

Fleiri íslenskar heimildarmyndir en nokkru sinni fyrr voru sendar inn á hátíðina. „Það barst metfjöldi umsókna og það er virkilega ánægjulegt að finna fyrir þessari grósku í heimildamyndagerð. Skjaldborg verður 15 ára á næsta ári og það er nokkuð ljóst að hátíðin  hefur haft áhrif á þróun fagsins hér á landi. Skjaldborg er hálfgerð árshátíð fyrir heimildamyndafólk á Íslandi, og  er vettvangur frumsýninga á heimildamyndum sem hafa oftar en ekki verið mörg ár í vinnslu. Það er stór stund að senda verkin út til áhorfenda í fyrsta skipti. Heimildamyndaformið hefur verið vinsælt síðustu ár enda er það sérstaklega spennandi og sjarmerandi miðill Raunveruleikinn okkar er svo áhugaverður og oft öðlast maður nýja sýn á einföldu hlutina í lífinu þegar sviðsljósinu er varpað á þá af þolinmæði og næmni.“

Spurð um hver  henni finnist vera sérstaða íslenskra heimildarmynda vera í samanburði við erlendar svarar Karna að henni finnist þær oft bera fingrafar skandínavískrar sagnahefðar. „Þetta eru oft hægar, þöglar sögur með dökkum húmor sem fókusera á hið hversdagslega. Það er mér mikið hjartans mál að við nærum þessa sagnahefð og leyfum henni að lifa og þróast á sínum forsendum. Treystum henni. En íslenskar heimildamyndir eru auðvitað mjög fjölbreyttar  og viðfangsefnin sömuleiðis.“

Karna er sjálf heimildarmyndahöfundur með ástríðu fyrir faginu. „Ég er að vinna núna að heimildamynd um frómakæra frú, sóknarprest og sauðfjárbónda. Þar fléttast saman minningar, heimssýn, skáldskapur og daglegt amstur konu sem lætur verkin tala. Ég er að blása lífi í þetta verkefni aftur núna eftir þó nokkuð langt hlé, en ég var menningarfulltrúi fyrir austan í tvö ár og á meðan fór þetta verkefni í salt. Verkið stendur mjög nærri hjarta mínu og ég er afar spennt fyrir því að setjast aftur í leikstjórastólinn.“

Að endingu segir Karna að Skjaldborg snúist sjaldnast um stakar myndir heldur að það sem sé einstakt við Skjaldborg sé að sjá þann kokkteil af heimildarmyndum sem þar eru sýndar. „Að horfa á allar þessar myndir,  taka þær inn í kerfið hverja á fætur annarri og spjalla svo á milli sýninga. Það er stemningin sem Skjaldborg snýst um og það er upplifunin sem engin áhugamanneskja um heimildamyndir ætti að missa af.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár