Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

151. spurningaþraut: Hver býr við Webfoot Street 1313?

151. spurningaþraut: Hver býr við Webfoot Street 1313?

Þrautin frá í gær hér leynist.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir maðurinn með hjálminn til hægri á myndinni hér að ofan?

***

1.    Hvað heitir næstlengsta fljót Afríku, sem jafnfram er næstvatnsmesta fljót í heiminum á eftir Amazon?

2.   Persóna nokkur býr við Webfoot Street númer 1313 í borg einni í ameríska fylkinu Calisota. Eins og flestir vita sjálfsagt er fylkið Calisota ekki til í alvörunni, og húsið við Webfoot Street er heldur ekki til. Persónan er raunar ekki til heldur, heldur er bara skáldskapur. Á íslensku býr persónan raunar ekki við Webfoot Street 1313 heldur við Paradísareplaveg 111. Hver er þessi persóna?

3.   Þær Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir þóttu sýna afburða leik í erfiðum aðalhlutverkum í íslenskri kvikmynd sem frumsýnd var fyrir tveim árum. Hvaða bíómynd er það?

4.   Við hvaða eyju í námunda við Reykjavík er stór og mikil ætt kennd?

5.   Hvað er stærsta úthaf Jarðar?

6.   Hver var fyrsta konan sem settist á Alþingi Íslendinga?

7.   En hver var númer tvö?

8.   En úr því allt er þegar þrennt er, þá spyr ég enn: Hver var sú þriðja?

9.   Hvaða tónlistarmaður sendi frá sér geysivinsæla hljómplötu árið 1986 og kallaði plötuna True Blue?

10.  Hvað er gorgonzola?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heita ávextirnir sem eru í óða önn að spretta á klifurrunnanum á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kongó.

2.   Andrés Önd.

3.   Lof mér að falla.

4.   Engey.

5.   Kyrrahafið.

6.   Ingibjörg H. Bjarnason.

7.   Guðrún Lárusdóttir.

8.   Katrín Thoroddsen.

9.   Madonna.

10.   Ostur.

***

Svör við aukaspurningum:

Einn örlagaríkasti atburður 20. aldaren enginn veit hvað dátinn í miðjunni heitir.

Hjálmprýddi maðurinn til hægri á efri myndinni hét Paul Hindenburg og var forseti Þýskalands. Myndin er tekin því sem næst þegar hann skipaði Adolf Hitler kanslara Þýskalands í lok janúar 1933, sem aldrei skyldi gjört hafa.

Á neðri myndinni má aftur á móti sjá piparkorn.

***

Og hér er aftur hlekkur á gærdagsþrautina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár