Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

151. spurningaþraut: Hver býr við Webfoot Street 1313?

151. spurningaþraut: Hver býr við Webfoot Street 1313?

Þrautin frá í gær hér leynist.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir maðurinn með hjálminn til hægri á myndinni hér að ofan?

***

1.    Hvað heitir næstlengsta fljót Afríku, sem jafnfram er næstvatnsmesta fljót í heiminum á eftir Amazon?

2.   Persóna nokkur býr við Webfoot Street númer 1313 í borg einni í ameríska fylkinu Calisota. Eins og flestir vita sjálfsagt er fylkið Calisota ekki til í alvörunni, og húsið við Webfoot Street er heldur ekki til. Persónan er raunar ekki til heldur, heldur er bara skáldskapur. Á íslensku býr persónan raunar ekki við Webfoot Street 1313 heldur við Paradísareplaveg 111. Hver er þessi persóna?

3.   Þær Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir þóttu sýna afburða leik í erfiðum aðalhlutverkum í íslenskri kvikmynd sem frumsýnd var fyrir tveim árum. Hvaða bíómynd er það?

4.   Við hvaða eyju í námunda við Reykjavík er stór og mikil ætt kennd?

5.   Hvað er stærsta úthaf Jarðar?

6.   Hver var fyrsta konan sem settist á Alþingi Íslendinga?

7.   En hver var númer tvö?

8.   En úr því allt er þegar þrennt er, þá spyr ég enn: Hver var sú þriðja?

9.   Hvaða tónlistarmaður sendi frá sér geysivinsæla hljómplötu árið 1986 og kallaði plötuna True Blue?

10.  Hvað er gorgonzola?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heita ávextirnir sem eru í óða önn að spretta á klifurrunnanum á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kongó.

2.   Andrés Önd.

3.   Lof mér að falla.

4.   Engey.

5.   Kyrrahafið.

6.   Ingibjörg H. Bjarnason.

7.   Guðrún Lárusdóttir.

8.   Katrín Thoroddsen.

9.   Madonna.

10.   Ostur.

***

Svör við aukaspurningum:

Einn örlagaríkasti atburður 20. aldaren enginn veit hvað dátinn í miðjunni heitir.

Hjálmprýddi maðurinn til hægri á efri myndinni hét Paul Hindenburg og var forseti Þýskalands. Myndin er tekin því sem næst þegar hann skipaði Adolf Hitler kanslara Þýskalands í lok janúar 1933, sem aldrei skyldi gjört hafa.

Á neðri myndinni má aftur á móti sjá piparkorn.

***

Og hér er aftur hlekkur á gærdagsþrautina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár