Stundin sendir út menningarviðburði í samstarfi við Menningarhúsin í Kópavogi. Þann 16. september ár hvert er Dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur. Í tilefni dagsins fjallar Sævar Helgi Bragason, vísindamiðlari og jarðfræðingur, um þau undur og einkenni náttúrunnar sem mótað hafa og reynt íslenska þjóð frá örófi alda. Íslendingar hafa aðlagað líf sitt kröftugum náttúruöflum en njóta um leið ríkulegrar fegurðar og gjafa náttúrunnar, sem mikilvægt er standa vörð um fyrir komandi kynslóðir.
Streymið hefst kl. 17:30 og verður aðgengilegt í þessari frétt og á Facebook-síðum Stundarinnar og Menningarhúsanna í Kópavogi. Upptaka verður tiltæk á sömu stöðum í kjölfarið.
Athugasemdir