Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

149. spurningaþraut: Hér er meðal annars spurt um jafnöldrur tvær frá Frakklandi

149. spurningaþraut: Hér er meðal annars spurt um jafnöldrur tvær frá Frakklandi

Góðan dag! Hér er þraut gærdagsins.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Á myndinni hér að ofan má sjá stærsta orrustuskip sem smíðað hefur verið, 70.000 tonna tröll, sem var á ferðinni í síðari heimsstyrjöld. Það bar níu 46 sentimetra hlaupvíðar byssur að aðalvopnum. Hvaða ríki lét smíða þetta skrímsli?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir Seðlabankastjóri?

2.   Um mánaðamótin maí/júní september 1916 var háð ein mesta sjóorrusta sögunnar, þegar tveir risastórir orrustuflotar tókust á. Úrslit voru ekki afgerandi þar sem annar flotinn sneri undan, þegar útlitin var fyrir hrakfarir hans. En hvað kallast þessi orrusta? Við hvaða stað er hún sem sé kennd?

3.   Í hvaða landi er Athos-fjall, þar sem munkar hafa lengi haldið til?

4.   Hvers konar fyrirbæri er banani í skilningi grasafræðinnar, nokkuð nákvæmlega tilgreint?

5.   Mikhaíl Tal hét Letti einn, sem nú er látinn fyrir tæpum 30 árum. Tal þótti mikill afreksmaður á tilteknu sviði og var meira að segja heimsmeistari í þeirri grein um tíma. Hvaða grein var það?

6.   Hvaða fjall gaus árið 79 eftir Krist og færði nokkrar borgir á kaf í ösku?

7.   Frakkar eru aftarlega á merinni þegar að því kemur að treysta konum fyrir háum embættum. Engin kona hefur orðið forseti þar í landi og aðeins einu sinni hefur kona verið forsætisráðherra. Sú gegndi embættinu í aðeins um eitt ár 1991-1992. Hvað heitir kona sú?

8.   Önnur kona, einnig frönsk, var fræg kvikmyndastjarna og kynbomba en lagði leiklistina á hilluna og helgaði sig dýravernd. Þessar tvær konur eru reyndar jafngamlar, báðar 86 ára í ár. Hvað heitir kvikmyndastjarnan fyrrverandi?

9.   „Sárt ert þú leikinn, Sámur fóstri,“ sagði Gunnar á Hlíðarenda. Hver var Sámur fóstri hans?

10.   Hvað heitir vinsæl sjálfsævisaga Michelle Obama, sem hún skrifaði reyndar með dyggri aðstoð svokallaðs „draugahöfundar“? Nefna má hvort heldur íslenskt eða enskt heiti bókarinnar?

***

Síðari aukaspurning:

Ef þessi kona væri enn á lífi héldi hún í dag upp á 505 ára afmælið sitt, því hún fæddist 22. september 1515. Hún hét Anna og er ein þeirra kvenna sem eru þekktastar fyrir eiginmann sinn. Hver var sá?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Ásgeir Jónsson.

2.   Jótland (Skagerak telst einnig rétt).

3.   Grikkland.

4.   Ber. „Ávöxtur“ er ekki fullnægjandi svar.

Cresson

5.   Skák.

6.   Vesúvíus.

7.   Edith Cresson.

8.   Brigitte Bardot.

9.   Hundurinn hans.

Bardot

10.   Becoming heitir bókin á ensku, Verðandi í íslenskri þýðingu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er orrustuskipið Yamato á fullri ferð. Það var smíðað í Japan.

Og Anna hertogadóttir frá Klifum (Kleve) í Þýskalandi var fjórða eiginkona Hinriks 8. Englandskonungs.

***

Og aftur er hér hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Að starfa með eldra fólki stækkar hjartað
5
VettvangurInnflytjendurnir í framlínunni

Að starfa með eldra fólki stækk­ar hjart­að

Starfs­fólki hjúkr­un­ar­heim­ila af er­lend­um upp­runa hef­ur fjölg­að veru­lega. Yf­ir helm­ing­ur starfs­fólk á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli er af er­lend­um upp­runa. Kant­hi hef­ur starf­að við umönn­un í 37 ár og seg­ir tím­ana erf­ið­ari en „í gamla daga“. Zlata Cogic kom til Ís­lands frá Bosn­íu fyr­ir sjö ár­um og upp­lifði í fyrsta sinn ham­ingju í starfi. Heim­ild­in kíkti á dagvakt á Skjóli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
6
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár