Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

149. spurningaþraut: Hér er meðal annars spurt um jafnöldrur tvær frá Frakklandi

149. spurningaþraut: Hér er meðal annars spurt um jafnöldrur tvær frá Frakklandi

Góðan dag! Hér er þraut gærdagsins.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Á myndinni hér að ofan má sjá stærsta orrustuskip sem smíðað hefur verið, 70.000 tonna tröll, sem var á ferðinni í síðari heimsstyrjöld. Það bar níu 46 sentimetra hlaupvíðar byssur að aðalvopnum. Hvaða ríki lét smíða þetta skrímsli?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir Seðlabankastjóri?

2.   Um mánaðamótin maí/júní september 1916 var háð ein mesta sjóorrusta sögunnar, þegar tveir risastórir orrustuflotar tókust á. Úrslit voru ekki afgerandi þar sem annar flotinn sneri undan, þegar útlitin var fyrir hrakfarir hans. En hvað kallast þessi orrusta? Við hvaða stað er hún sem sé kennd?

3.   Í hvaða landi er Athos-fjall, þar sem munkar hafa lengi haldið til?

4.   Hvers konar fyrirbæri er banani í skilningi grasafræðinnar, nokkuð nákvæmlega tilgreint?

5.   Mikhaíl Tal hét Letti einn, sem nú er látinn fyrir tæpum 30 árum. Tal þótti mikill afreksmaður á tilteknu sviði og var meira að segja heimsmeistari í þeirri grein um tíma. Hvaða grein var það?

6.   Hvaða fjall gaus árið 79 eftir Krist og færði nokkrar borgir á kaf í ösku?

7.   Frakkar eru aftarlega á merinni þegar að því kemur að treysta konum fyrir háum embættum. Engin kona hefur orðið forseti þar í landi og aðeins einu sinni hefur kona verið forsætisráðherra. Sú gegndi embættinu í aðeins um eitt ár 1991-1992. Hvað heitir kona sú?

8.   Önnur kona, einnig frönsk, var fræg kvikmyndastjarna og kynbomba en lagði leiklistina á hilluna og helgaði sig dýravernd. Þessar tvær konur eru reyndar jafngamlar, báðar 86 ára í ár. Hvað heitir kvikmyndastjarnan fyrrverandi?

9.   „Sárt ert þú leikinn, Sámur fóstri,“ sagði Gunnar á Hlíðarenda. Hver var Sámur fóstri hans?

10.   Hvað heitir vinsæl sjálfsævisaga Michelle Obama, sem hún skrifaði reyndar með dyggri aðstoð svokallaðs „draugahöfundar“? Nefna má hvort heldur íslenskt eða enskt heiti bókarinnar?

***

Síðari aukaspurning:

Ef þessi kona væri enn á lífi héldi hún í dag upp á 505 ára afmælið sitt, því hún fæddist 22. september 1515. Hún hét Anna og er ein þeirra kvenna sem eru þekktastar fyrir eiginmann sinn. Hver var sá?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Ásgeir Jónsson.

2.   Jótland (Skagerak telst einnig rétt).

3.   Grikkland.

4.   Ber. „Ávöxtur“ er ekki fullnægjandi svar.

Cresson

5.   Skák.

6.   Vesúvíus.

7.   Edith Cresson.

8.   Brigitte Bardot.

9.   Hundurinn hans.

Bardot

10.   Becoming heitir bókin á ensku, Verðandi í íslenskri þýðingu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er orrustuskipið Yamato á fullri ferð. Það var smíðað í Japan.

Og Anna hertogadóttir frá Klifum (Kleve) í Þýskalandi var fjórða eiginkona Hinriks 8. Englandskonungs.

***

Og aftur er hér hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
6
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár