149. spurningaþraut: Hér er meðal annars spurt um jafnöldrur tvær frá Frakklandi

149. spurningaþraut: Hér er meðal annars spurt um jafnöldrur tvær frá Frakklandi

Góðan dag! Hér er þraut gærdagsins.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Á myndinni hér að ofan má sjá stærsta orrustuskip sem smíðað hefur verið, 70.000 tonna tröll, sem var á ferðinni í síðari heimsstyrjöld. Það bar níu 46 sentimetra hlaupvíðar byssur að aðalvopnum. Hvaða ríki lét smíða þetta skrímsli?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir Seðlabankastjóri?

2.   Um mánaðamótin maí/júní september 1916 var háð ein mesta sjóorrusta sögunnar, þegar tveir risastórir orrustuflotar tókust á. Úrslit voru ekki afgerandi þar sem annar flotinn sneri undan, þegar útlitin var fyrir hrakfarir hans. En hvað kallast þessi orrusta? Við hvaða stað er hún sem sé kennd?

3.   Í hvaða landi er Athos-fjall, þar sem munkar hafa lengi haldið til?

4.   Hvers konar fyrirbæri er banani í skilningi grasafræðinnar, nokkuð nákvæmlega tilgreint?

5.   Mikhaíl Tal hét Letti einn, sem nú er látinn fyrir tæpum 30 árum. Tal þótti mikill afreksmaður á tilteknu sviði og var meira að segja heimsmeistari í þeirri grein um tíma. Hvaða grein var það?

6.   Hvaða fjall gaus árið 79 eftir Krist og færði nokkrar borgir á kaf í ösku?

7.   Frakkar eru aftarlega á merinni þegar að því kemur að treysta konum fyrir háum embættum. Engin kona hefur orðið forseti þar í landi og aðeins einu sinni hefur kona verið forsætisráðherra. Sú gegndi embættinu í aðeins um eitt ár 1991-1992. Hvað heitir kona sú?

8.   Önnur kona, einnig frönsk, var fræg kvikmyndastjarna og kynbomba en lagði leiklistina á hilluna og helgaði sig dýravernd. Þessar tvær konur eru reyndar jafngamlar, báðar 86 ára í ár. Hvað heitir kvikmyndastjarnan fyrrverandi?

9.   „Sárt ert þú leikinn, Sámur fóstri,“ sagði Gunnar á Hlíðarenda. Hver var Sámur fóstri hans?

10.   Hvað heitir vinsæl sjálfsævisaga Michelle Obama, sem hún skrifaði reyndar með dyggri aðstoð svokallaðs „draugahöfundar“? Nefna má hvort heldur íslenskt eða enskt heiti bókarinnar?

***

Síðari aukaspurning:

Ef þessi kona væri enn á lífi héldi hún í dag upp á 505 ára afmælið sitt, því hún fæddist 22. september 1515. Hún hét Anna og er ein þeirra kvenna sem eru þekktastar fyrir eiginmann sinn. Hver var sá?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Ásgeir Jónsson.

2.   Jótland (Skagerak telst einnig rétt).

3.   Grikkland.

4.   Ber. „Ávöxtur“ er ekki fullnægjandi svar.

Cresson

5.   Skák.

6.   Vesúvíus.

7.   Edith Cresson.

8.   Brigitte Bardot.

9.   Hundurinn hans.

Bardot

10.   Becoming heitir bókin á ensku, Verðandi í íslenskri þýðingu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er orrustuskipið Yamato á fullri ferð. Það var smíðað í Japan.

Og Anna hertogadóttir frá Klifum (Kleve) í Þýskalandi var fjórða eiginkona Hinriks 8. Englandskonungs.

***

Og aftur er hér hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár