Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

144. spurningaþraut: Hundategund, víkingur, ofviti og er þá fátt eitt talið

144. spurningaþraut: Hundategund, víkingur, ofviti og er þá fátt eitt talið

Þrautin frá í gær!

***

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sá Egil Ólafsson í hlutverki sínu í 30 ára gamalli bíómynd sem Þráinn Bertelsson gerði.

Hvað heitir þessi bíómynd?

***

Aðalspurningar:

1.   Fimm sérstök svæði tilheyra Bandaríkjunum, en eru þó ekki eiginlegir hlutar þeirra. Þetta eru allt heldur fámennar eyjar eða eyjaklasar, en á einu þessara svæða búa þó rúmar þrjár milljónir manna. Hvað heitir það?

2.   Hver skrifaði æviminningabókina Ofvitann?

3.   Hver var fyrsti sjónvarpsstjóri Stöðvar 2?

4.   Hvað heitir minnsta hundategund í heimi?

5.   Ef þið vitið nafnið á hundategundinni, þá vitiði kannski líka að nafnið er komið af héraði og borg í ríki einu hér í veröld. Hvaða ríki er það?

6.   Hvaða tónlistarmaður sendi frá sér hljómplötuna Back to Black árið 2006?

7.    En hvaða söngkona var í hljómsveitinni Spoon þegar sú hljómsveit gaf út sína einu hljómplötu árið 1994, þar sem meðal annars mátti finna lög eins og Taboo, sem naut mikilla vinsælda það ár?

8.   Hver er uppistaðan í „steak tartare“?

9.   Samkvæmt Landnámabók varð norskur víkingur, sem var á leið milli Noregs og Færeyja, fyrstur allra norrænna manna til að líta Ísland augum. Hvað hét hann?

10.   Hversu margir eru gasrisarnir í sólkerfinu okkar?

***

Og síðari aukaspurningin:

Hvaða dýr er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Púertó Ríkó í Karíbahafi.

2.   Þórbergur Þórðarson.

3.   Jón Óttar Ragnarsson.

4.   Chihuahua.

5.   Mexíkó.

6.   Amy Winehouse.

7.   Emilíana Torrini.

8.   Hrátt nautahakk. Nautahakk eitt og sér dugar ekki.

9.   Naddoður eða Naddoddur.

10.   Fjórir.

***

Fyrri aukaspurning:

Myndin heitir Magnús eftir persónunni sem Egill lék.

***

Síðari aukaspurning:

Já, þetta er kameljón.

***

Og loks aftur hlekkur á þrautina frá því í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
5
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár