Jón Óttar Ólafsson, ráðgjafi Samherja og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, hljóðritaði samtal við fyrrverandi starfsmann gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands gegn vitund hans og skrifaði skýrslu upp úr samtalinu fyrir útgerðarfélagið. Samtalið átti sér stað í nóvember árið 2012 eftir að Seðlabanki Íslands hafði hafið rannsókn á útgerðarfélaginu Samherja.
Þessi fyrrverandi starfsmaður Seðlabankans heitir Jónas Helgason og var hann helsti rannsakandi Seðlabankans í Samherjamálinu á vormánuðum 2012. Jónas tók meðal annars þátt í húsleitum Seðlabankans í Samherjamálinu í mars árið 2012, en hann hafði þar á undan unnið í lögreglunni í 22 ár, meðal annars með Jóni Óttari. Jónas lét af störfum í Seðlabankanum sex mánuðum áður en hann átti umrætt samtal við Jón Óttar.
„Ég er bara dálítið sleginn yfir þessu“
Jónas segir í samtali við Stundina að hann hafi ekki vitað að Jón Óttar, og samstarfsmaður hans og meðeigandi að ráðgjafarfyrirtækinu PPP sf., Guðmundur Haukur Gunnarsson, væru að vinna fyrir Samherja þegar …
Athugasemdir