Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ekki staðið við loforð um frístundastyrki til barna tekjulágra foreldra

Rík­is­stjórn­in lof­aði að veita 600 millj­ón­um króna í sér­stak­an stuðn­ing til íþrótta- og tóm­stund­a­starfs barna frá efnam­inni fjöl­skyld­um svo þau gætu tek­ið þátt í frí­stund­a­starfi í sum­ar. Eng­ir slík­ir styrk­ir hafa ver­ið veitt­ir og út­færsla á fram­kvæmd er sögð í vinnslu.

Ekki staðið við loforð um frístundastyrki til barna tekjulágra foreldra
Engir sérstakir frístundastyrkir verið greiddir Styrkjunum var lofað í sumar. Mynd: Ben Wicks / Unsplash

Loforð ríkisstjórnarinnar um 600 milljóna króna sérstaka frístundastyrki til barna tekjulágra foreldra, sem boðaðir voru í aðgerðapakka 2 vegna Covid-19, eru enn óuppfyllt. Umræddur stuðningur var kynntur á kynningarfundi ríkisstjórnarinnar 21. apríl síðastliðinn. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2020 var sérstaklega tiltekið að styrkina ætti að veita til að „öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir í sumar.“ Engir slíkir styrkir voru greiddir út í sumar og hafa enn ekki verið greiddir.

Í kynningu á aðgerðunum, sem kynnt voru sem framhald efnahagsaðgerða stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, kom fram að ráðast ætti í fjölþættar aðgerðir til að vernda hag barna og fjölskyldna þeirra. Þar undir voru umræddir styrkir sem voru sagðir vera stuðningur við börn á tekjulægri heimilum til að stunda íþrótta- og frístundastarf.

Tilgreint var að veittur yrði 50 þúsund króna frístundastyrkur á barn til fjölskyldna þar sem samanlagðar tekjur væru lægri en 740 þúsund krónur á mánuði. Framkvæmd styrkveitinganna ætti að vera á höndum sveitarfélaganna og áætlað heildarframlag næmi 600 milljónum króna.

Hefði komið efnaminni foreldrum vel

Í umsögnum um fjáraukalög má sjá að umsagnaraðilar fögnuðu boðuðum stuðningi. Þannig sagði í umsögn Alþýðusambands Íslands að sambandið styddi ráðstöfunina og benti á mikilvægi þess að grípa fljótt til aðgerða til að koma í veg fyrir að áföll og efnahagslegar afleiðingar þeirra bitni á þeim hópum sem síst gætu varið sig. BSRB fagnaði tillögunni, sem og Öryrkjabandalag Íslands. Samband íslenskra sveitarfélag sagði aðgerðina „mjög jákvæða“ og vísaði til þess að gera ætti öllum börnum, óháð efnaheg, kleift að stunda íþróttir og aðrar tómstundir „í sumar.“

Í umsögn Reykjavíkurborgar um frumvarpið segir: „Fjármunir í frístundastarf barna og ungmenna er aðgerð sem mun koma börnum efnalítilla foreldra í Reykjavík til góða,“  en skýra þyfti hvort nota megi frístundastyrkinn í sumarnámskeið sveitarfélaga. Í umsögninni er jafnframt bent á að nú þegar sé til staðar fyrirkomulag til að framkvæma aðgerðina hjá sveitarfélögunum, í tilfelli Reykjavíkurborgar Frístundakortið, og því ætti tæknileg útfærsla að vera einföld. Í umsögn Ungmennafélags Íslands var „skjótum viðbrögðum“ fagnað enda sýndu rannsóknir gífurlegt forvarnargildi sem fælist í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Hins vegar þyrfti að tryggja auðvelda úrvinnslu til að aðgerðin næði til allra hópa, jafnt þeirra sem stæðu á jaðrinum og fjölskyldna af erlendu bergi brotnu.

Veita átti styrkina til að börn gætu stundað frístundastarf í sumar

Meirihluti fjárlaganefndar tiltók í nefndaráliti sínu um fjáraukalög, þar sem lögð var til fjárheimild að sérækum stuðningi til sveitarfélaga upp á 600 milljónir í þessu skyni, að það væri gert til að gera sveitarfélögunum kleift að veita „styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir í sumar.“ Fjáraukalög, með umræddri heimild, voru afgreidd sem lög frá Alþingi 11. maí síðastliðinn.

„Útfærsla á framkvæmd úrræðisins er í vinnslu og verður kynnt á næstu dögum“

Sem fyrr segir hafa engir sérstakir frístundastykir verið veittir í suma og ekki enn nú 2. september. Á vefsíðu stjórnarráðsins er að finna undirsíðu sem ber yfirskriftina Spurt og svarað um efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19. Þar er hægt að finna spurninguna: Hvernig sæki ég um stuðning fyrir tómstundastarf barnanna minna? Svarið við þeirri spurningu er: Útfærsla á framkvæmd úrræðisins er í vinnslu og verður kynnt á næstu dögum. Óljóst er hvenær umrætt svar var uppfært. Á vefsíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga má einnig finna upplýsingasíðu þar sem staða aðgerða í aðgerðapökkum ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19 sem snúa að sveitarfélögunum er tíunduð. Þar segir að unnið sé að „tæknilegri útfærslu en stefnt er að því að hægt verði að sækja um rafrænt á haustmánuðum.“

Stundin óskaði svara hjá félagsmálaráðuneytinu hvað liði stuðningnum, og hvenær mætti ætla að hann kæmi til framkvæmda. Enn fremur óskaði Stundin upplýsinga um vinnslu verkefnisins. Svör höfðu ekki borist þegar fréttin var birt.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár