Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ekki staðið við loforð um frístundastyrki til barna tekjulágra foreldra

Rík­is­stjórn­in lof­aði að veita 600 millj­ón­um króna í sér­stak­an stuðn­ing til íþrótta- og tóm­stund­a­starfs barna frá efnam­inni fjöl­skyld­um svo þau gætu tek­ið þátt í frí­stund­a­starfi í sum­ar. Eng­ir slík­ir styrk­ir hafa ver­ið veitt­ir og út­færsla á fram­kvæmd er sögð í vinnslu.

Ekki staðið við loforð um frístundastyrki til barna tekjulágra foreldra
Engir sérstakir frístundastyrkir verið greiddir Styrkjunum var lofað í sumar. Mynd: Ben Wicks / Unsplash

Loforð ríkisstjórnarinnar um 600 milljóna króna sérstaka frístundastyrki til barna tekjulágra foreldra, sem boðaðir voru í aðgerðapakka 2 vegna Covid-19, eru enn óuppfyllt. Umræddur stuðningur var kynntur á kynningarfundi ríkisstjórnarinnar 21. apríl síðastliðinn. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2020 var sérstaklega tiltekið að styrkina ætti að veita til að „öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir í sumar.“ Engir slíkir styrkir voru greiddir út í sumar og hafa enn ekki verið greiddir.

Í kynningu á aðgerðunum, sem kynnt voru sem framhald efnahagsaðgerða stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, kom fram að ráðast ætti í fjölþættar aðgerðir til að vernda hag barna og fjölskyldna þeirra. Þar undir voru umræddir styrkir sem voru sagðir vera stuðningur við börn á tekjulægri heimilum til að stunda íþrótta- og frístundastarf.

Tilgreint var að veittur yrði 50 þúsund króna frístundastyrkur á barn til fjölskyldna þar sem samanlagðar tekjur væru lægri en 740 þúsund krónur á mánuði. Framkvæmd styrkveitinganna ætti að vera á höndum sveitarfélaganna og áætlað heildarframlag næmi 600 milljónum króna.

Hefði komið efnaminni foreldrum vel

Í umsögnum um fjáraukalög má sjá að umsagnaraðilar fögnuðu boðuðum stuðningi. Þannig sagði í umsögn Alþýðusambands Íslands að sambandið styddi ráðstöfunina og benti á mikilvægi þess að grípa fljótt til aðgerða til að koma í veg fyrir að áföll og efnahagslegar afleiðingar þeirra bitni á þeim hópum sem síst gætu varið sig. BSRB fagnaði tillögunni, sem og Öryrkjabandalag Íslands. Samband íslenskra sveitarfélag sagði aðgerðina „mjög jákvæða“ og vísaði til þess að gera ætti öllum börnum, óháð efnaheg, kleift að stunda íþróttir og aðrar tómstundir „í sumar.“

Í umsögn Reykjavíkurborgar um frumvarpið segir: „Fjármunir í frístundastarf barna og ungmenna er aðgerð sem mun koma börnum efnalítilla foreldra í Reykjavík til góða,“  en skýra þyfti hvort nota megi frístundastyrkinn í sumarnámskeið sveitarfélaga. Í umsögninni er jafnframt bent á að nú þegar sé til staðar fyrirkomulag til að framkvæma aðgerðina hjá sveitarfélögunum, í tilfelli Reykjavíkurborgar Frístundakortið, og því ætti tæknileg útfærsla að vera einföld. Í umsögn Ungmennafélags Íslands var „skjótum viðbrögðum“ fagnað enda sýndu rannsóknir gífurlegt forvarnargildi sem fælist í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Hins vegar þyrfti að tryggja auðvelda úrvinnslu til að aðgerðin næði til allra hópa, jafnt þeirra sem stæðu á jaðrinum og fjölskyldna af erlendu bergi brotnu.

Veita átti styrkina til að börn gætu stundað frístundastarf í sumar

Meirihluti fjárlaganefndar tiltók í nefndaráliti sínu um fjáraukalög, þar sem lögð var til fjárheimild að sérækum stuðningi til sveitarfélaga upp á 600 milljónir í þessu skyni, að það væri gert til að gera sveitarfélögunum kleift að veita „styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir í sumar.“ Fjáraukalög, með umræddri heimild, voru afgreidd sem lög frá Alþingi 11. maí síðastliðinn.

„Útfærsla á framkvæmd úrræðisins er í vinnslu og verður kynnt á næstu dögum“

Sem fyrr segir hafa engir sérstakir frístundastykir verið veittir í suma og ekki enn nú 2. september. Á vefsíðu stjórnarráðsins er að finna undirsíðu sem ber yfirskriftina Spurt og svarað um efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19. Þar er hægt að finna spurninguna: Hvernig sæki ég um stuðning fyrir tómstundastarf barnanna minna? Svarið við þeirri spurningu er: Útfærsla á framkvæmd úrræðisins er í vinnslu og verður kynnt á næstu dögum. Óljóst er hvenær umrætt svar var uppfært. Á vefsíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga má einnig finna upplýsingasíðu þar sem staða aðgerða í aðgerðapökkum ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19 sem snúa að sveitarfélögunum er tíunduð. Þar segir að unnið sé að „tæknilegri útfærslu en stefnt er að því að hægt verði að sækja um rafrænt á haustmánuðum.“

Stundin óskaði svara hjá félagsmálaráðuneytinu hvað liði stuðningnum, og hvenær mætti ætla að hann kæmi til framkvæmda. Enn fremur óskaði Stundin upplýsinga um vinnslu verkefnisins. Svör höfðu ekki borist þegar fréttin var birt.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár