Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

130. spurningaþraut: Hvaða fugla þekkirðu á frábærum myndum Þorfinns?

130. spurningaþraut: Hvaða fugla þekkirðu á frábærum myndum Þorfinns?
Þorfinnur Sigurgeirsson

Þar sem þessi þraut fyllir tuginn, þá eru allar spurningarnar að venju um hið sama.

Að þessu sinni kynnum við stolt í bragði tólf af hinum frábæru fuglamyndum Þorfinns Sigurgeirssonar myndlistarmanns.

Fuglamyndir hans hafa vakið athygli síðustu misserin fyrir skýrleika, fegurð og gott auga fyrir jafnt viðfangsefnunum og dramatíkinni í lífi þeirra.

Fyrst skal þess þó getið að hér er linkur á þrautina frá í gær, en því næst þess að aukaspurningarnar tvær snúast um útlenska fugla en hinar tíu aðalspurningar eru allar um íslenska.

***

Fyrri aukaspurning: Hvaða fugl er á aðalmyndinni hér efst?

***

Aðalspurningarnar eru einfaldar, einfaldlega er spurt hvaða fugl er á hverri mynd.

1.   Hvaða fugl er þetta sem fluguna étur?

***

2.   Hver er hér að gæða sér á beri?

***

3.   Og hvaða fugl er hér að sjá sem stingur sér svo markvisst?

***

4.   Hvaða fuglar eru hérna á ferð?

***

5.   Hvaða litli fugl er hér að busla?

***

6.   Hver hefur þetta hvassa augnaráð?

***

7.   Og hér er hver á ferð?

***

8.   Hver er svo þessi rauðfætti fugl?

***

9.   Og hver tiplar hér í sandi?

***

10.  Og loks, hver glímir hér við storminn?

***

Og seinni aukaspurningin er, eins og sú fyrri, mynd af útlenskum fugli, sem ekki hefur sést á Íslandi, svo vitað sé. Hver er þetta hér?

***

Þá koma hér svörin.

Fyrst eru það svörin við aðalspurningunum um íslensku fuglana tíu.

Þau eru:

1.   Maríuerla.

2.   Skógarþröstur.

3.   Súla.

4.   Tjaldur.

5.   Óðinshani.

6.   Smyrill.

7.   Straumönd.

8.   Teista.

9.   Sanderla.

10.   Stormsvala. 

***

Á aukaspurningunum eru aftur á móti storkur (efri myndin) og skjór (sú neðri).

***

Hér er aftur linkurinn á þrautina frá í gær.

En í tilefni dagsins, þá verða hér hefðir brotnar og birt ein aukaaukaspurning. Hún er eins og hinar fyrri, hverjir eru þessir fuglar?

En svarið verður ekki birt fyrr en á morgun!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár