Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

130. spurningaþraut: Hvaða fugla þekkirðu á frábærum myndum Þorfinns?

130. spurningaþraut: Hvaða fugla þekkirðu á frábærum myndum Þorfinns?
Þorfinnur Sigurgeirsson

Þar sem þessi þraut fyllir tuginn, þá eru allar spurningarnar að venju um hið sama.

Að þessu sinni kynnum við stolt í bragði tólf af hinum frábæru fuglamyndum Þorfinns Sigurgeirssonar myndlistarmanns.

Fuglamyndir hans hafa vakið athygli síðustu misserin fyrir skýrleika, fegurð og gott auga fyrir jafnt viðfangsefnunum og dramatíkinni í lífi þeirra.

Fyrst skal þess þó getið að hér er linkur á þrautina frá í gær, en því næst þess að aukaspurningarnar tvær snúast um útlenska fugla en hinar tíu aðalspurningar eru allar um íslenska.

***

Fyrri aukaspurning: Hvaða fugl er á aðalmyndinni hér efst?

***

Aðalspurningarnar eru einfaldar, einfaldlega er spurt hvaða fugl er á hverri mynd.

1.   Hvaða fugl er þetta sem fluguna étur?

***

2.   Hver er hér að gæða sér á beri?

***

3.   Og hvaða fugl er hér að sjá sem stingur sér svo markvisst?

***

4.   Hvaða fuglar eru hérna á ferð?

***

5.   Hvaða litli fugl er hér að busla?

***

6.   Hver hefur þetta hvassa augnaráð?

***

7.   Og hér er hver á ferð?

***

8.   Hver er svo þessi rauðfætti fugl?

***

9.   Og hver tiplar hér í sandi?

***

10.  Og loks, hver glímir hér við storminn?

***

Og seinni aukaspurningin er, eins og sú fyrri, mynd af útlenskum fugli, sem ekki hefur sést á Íslandi, svo vitað sé. Hver er þetta hér?

***

Þá koma hér svörin.

Fyrst eru það svörin við aðalspurningunum um íslensku fuglana tíu.

Þau eru:

1.   Maríuerla.

2.   Skógarþröstur.

3.   Súla.

4.   Tjaldur.

5.   Óðinshani.

6.   Smyrill.

7.   Straumönd.

8.   Teista.

9.   Sanderla.

10.   Stormsvala. 

***

Á aukaspurningunum eru aftur á móti storkur (efri myndin) og skjór (sú neðri).

***

Hér er aftur linkurinn á þrautina frá í gær.

En í tilefni dagsins, þá verða hér hefðir brotnar og birt ein aukaaukaspurning. Hún er eins og hinar fyrri, hverjir eru þessir fuglar?

En svarið verður ekki birt fyrr en á morgun!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu