Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

132. spurningaþraut: Hvað hét Gyðingur frá Bæjaralandi sem stofnaði fyrirtæki í San Francisco 1853?

132. spurningaþraut: Hvað hét Gyðingur frá Bæjaralandi sem stofnaði fyrirtæki í San Francisco 1853?

Jæja þá! Hér er þraut gærdagsins.

Og fyrri aukaspurningin hljóðar svo:

Af hvaða fræga málverki sést hér svolítill hluti?

***

Aðalspurningarnar tíu:

1.   Bandaríska þingið skiptist í tvær deildir, öldungadeild og ...?

2.   Í Laugardal var steypt fyrsta sundlaug í Reykjavík 1908. En hvaða almenningssundlaug í borginni kom næst?

3.   Allir vita að Hvannadalshnjúkur í Öræfajökli er hæsti staður á Íslandi. En hvar er sá næsthæsti?

4.   Og ætli sé þorandi að spyrja um þann þriðja hæsta líka?

5.   Ein vinsælasta og litríkasta söngstjarna nútímans gaf út plötu í miðju kófinu í vor, Chromatica heitir platan. Hún hefur þegar gefið af sér tvö gífurlega vinsæl og hress lög, Stupid Love og Rain on Me, þar sem söngstjarnan þenur sig alla. Í síðara laginu hefur hún Ariönu Grande sér til fulltingis. Hvað heitir þessi söngstjarna, eða hvað kallar hún sig réttara sagt?

6.  Hver urðu örlög Heinrich Himmlers yfirmanns hinna mjög svo illræmdu SS-sveita í síðari heimsstyrjöldinni?

7.   Fyrir hvaða flokk hefur Angela Merkel setið á þýska þinginu síðan 1990?

8.   Hver er stærsta og frægasta áin sem fellur í Svartahaf?

9.   Hvað heitir bankastjóri Íslandsbanka?

10.   Árið 1853 eða 1854 stofnaði þýskur innflytjandi í Bandaríkjunum krambúð í San Francisco. Þar voru seldar nýlenduvörur, fatnaður, verkfæri, greiður, töskur, beddar og ótal margt fleira smálegt. Smátt og smátt fór Þjóðverjinn (nánar tiltekið Bæjari af Gyðingaættum) að feta sig áfram við framleiðslu á tiltekinni vörutegund. Segja má að frá og með árinu 1873 hafi sú framleiðsla tekið yfir aðra starfsemi fyrirtækisins. Hún gekk mjög vel og Þjóðverjinn var orðinn forríkur þegar hann andaðist árið 1902. Ekki sljákkaði þó í fyrirtækinu, þvert á móti. Framleiðsluvaran varð æ vinsælli og margir aðrir fóru að framleiða sams konar vöru. Enn í dag þykir þó allra fínasta varan af þessu tagi vera sú sem fyrirtæki Þjóðverjans sáluga framleiðir, og ber reyndar nafn hans. Hvað hét hann?

***

Síðari aukaspurning.

Hvaða dýr er þetta?

Svörin við aðalspurningum:

1.   Fulltrúadeild.

2.   Sundhöllin.

3.   Á Bárðarbungu.

4.   Í Kverkfjöllum, þar sem hæsti hnjúkurinn heitir Jörfi.

5.   Lady Gaga.

6.   Hann svipti sig lífi.

7.   Hún er í flokki kristilegra demókrata.

8.   Dóná.

9.   Birna Einarsdóttir.

10.   Levi Strauss. Framleiðsluvaran er að sjálfsögðu gallabuxur.

***

Aukaspurningar:

Málverkið, sem svolítill hluti sést af á efri myndinni, heitir Fæðing Venusar og er eftir Sandro Botticelli.

Hér má sjá það í heild, eða svo gott sem.

Það er nóg að þið vitið að þetta er mynd af Venusi, það er ekki endilega nauðsynlegt að vita að málverkið heiti Fæðing Venusar.

Svarið við hinni aukaspurningunni er hins vegar skúnkur.

Dýr sem þú skal fyrir alla muni koma í veg fyrir að nái að sprauta sínum illavefjandi vökva á þig.

***

Og hér er aftur linkurinn á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár