Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

132. spurningaþraut: Hvað hét Gyðingur frá Bæjaralandi sem stofnaði fyrirtæki í San Francisco 1853?

132. spurningaþraut: Hvað hét Gyðingur frá Bæjaralandi sem stofnaði fyrirtæki í San Francisco 1853?

Jæja þá! Hér er þraut gærdagsins.

Og fyrri aukaspurningin hljóðar svo:

Af hvaða fræga málverki sést hér svolítill hluti?

***

Aðalspurningarnar tíu:

1.   Bandaríska þingið skiptist í tvær deildir, öldungadeild og ...?

2.   Í Laugardal var steypt fyrsta sundlaug í Reykjavík 1908. En hvaða almenningssundlaug í borginni kom næst?

3.   Allir vita að Hvannadalshnjúkur í Öræfajökli er hæsti staður á Íslandi. En hvar er sá næsthæsti?

4.   Og ætli sé þorandi að spyrja um þann þriðja hæsta líka?

5.   Ein vinsælasta og litríkasta söngstjarna nútímans gaf út plötu í miðju kófinu í vor, Chromatica heitir platan. Hún hefur þegar gefið af sér tvö gífurlega vinsæl og hress lög, Stupid Love og Rain on Me, þar sem söngstjarnan þenur sig alla. Í síðara laginu hefur hún Ariönu Grande sér til fulltingis. Hvað heitir þessi söngstjarna, eða hvað kallar hún sig réttara sagt?

6.  Hver urðu örlög Heinrich Himmlers yfirmanns hinna mjög svo illræmdu SS-sveita í síðari heimsstyrjöldinni?

7.   Fyrir hvaða flokk hefur Angela Merkel setið á þýska þinginu síðan 1990?

8.   Hver er stærsta og frægasta áin sem fellur í Svartahaf?

9.   Hvað heitir bankastjóri Íslandsbanka?

10.   Árið 1853 eða 1854 stofnaði þýskur innflytjandi í Bandaríkjunum krambúð í San Francisco. Þar voru seldar nýlenduvörur, fatnaður, verkfæri, greiður, töskur, beddar og ótal margt fleira smálegt. Smátt og smátt fór Þjóðverjinn (nánar tiltekið Bæjari af Gyðingaættum) að feta sig áfram við framleiðslu á tiltekinni vörutegund. Segja má að frá og með árinu 1873 hafi sú framleiðsla tekið yfir aðra starfsemi fyrirtækisins. Hún gekk mjög vel og Þjóðverjinn var orðinn forríkur þegar hann andaðist árið 1902. Ekki sljákkaði þó í fyrirtækinu, þvert á móti. Framleiðsluvaran varð æ vinsælli og margir aðrir fóru að framleiða sams konar vöru. Enn í dag þykir þó allra fínasta varan af þessu tagi vera sú sem fyrirtæki Þjóðverjans sáluga framleiðir, og ber reyndar nafn hans. Hvað hét hann?

***

Síðari aukaspurning.

Hvaða dýr er þetta?

Svörin við aðalspurningum:

1.   Fulltrúadeild.

2.   Sundhöllin.

3.   Á Bárðarbungu.

4.   Í Kverkfjöllum, þar sem hæsti hnjúkurinn heitir Jörfi.

5.   Lady Gaga.

6.   Hann svipti sig lífi.

7.   Hún er í flokki kristilegra demókrata.

8.   Dóná.

9.   Birna Einarsdóttir.

10.   Levi Strauss. Framleiðsluvaran er að sjálfsögðu gallabuxur.

***

Aukaspurningar:

Málverkið, sem svolítill hluti sést af á efri myndinni, heitir Fæðing Venusar og er eftir Sandro Botticelli.

Hér má sjá það í heild, eða svo gott sem.

Það er nóg að þið vitið að þetta er mynd af Venusi, það er ekki endilega nauðsynlegt að vita að málverkið heiti Fæðing Venusar.

Svarið við hinni aukaspurningunni er hins vegar skúnkur.

Dýr sem þú skal fyrir alla muni koma í veg fyrir að nái að sprauta sínum illavefjandi vökva á þig.

***

Og hér er aftur linkurinn á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár