Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lokun Laugavegar fyrir bílaumferð hefur ekki haft neikvæð áhrif

Hlut­falls­lega fleiri at­vinnu­rými standa auð á þeim hluta Lauga­veg­ar sem op­in er fyr­ir bílaum­ferð en þeim hluta sem er göngu­gata. Pawel Bartoszek, borg­ar­full­trúi Við­reisn­ar, vill gera Lauga­veg­inn all­an að var­an­legri göngu­götu.

Lokun Laugavegar fyrir bílaumferð hefur ekki haft neikvæð áhrif
Göngugötur og sumargötur Þrátt fyrir áhyggjur rekstraraðila virðist ekkert benda til að lokun Laugavegar fyrir bílaumferð hafi haft í för með sér neikvæð áhrif á rekstur á Laugavegi. Mynd: Davíð Þór

Engar vísbendingar eru um að rekstur verslana, veitingastaða eða annarrar þjónustu sé erfiðari á þeim hluta Laugavegar sem hefur verið lokaður fyrir bílaumferð í sumar heldur en á þeim hluta þar sem bílaumferð hefur verið heimil. Þvert á móti bendir óformleg könnun Pawels Bartoszeks, borgarfulltrúa Viðreisnar, til þess að nýting atvinnurýma sé betri á þeim hluta götunnar sem er göngugata heldur en þeim hluta sem hægt er að keyra. Pawel segist þeirrar skoðunar að breyta ætti Laugaveginum öllum í göngugötu til framtíðar.

Pawel greindi frá því í pistli á vefritinu Deiglunni að hann hefði síðastliðinn mánudag gengið upp Bankastræti og Laugaveg og talið atvinnurými á milli Lækjargötu og Snorrabrautar. Niðurstaða þeirrar talningar hefði verið að langflest rýmin væru í notkun. Í þeim væru reknar verslanir, veitingastaðir og barir, hótel eða önnur þjónusta á borð við rakarastofur.

Starfsemi í 85 prósent atvinnurýma

Alls taldi Pawel 188 atvinnurými á Laugavegi og í Bankastræti. Af þeim var starfsemi í 159 rýmum en 29 stóðu auð, og mörg með auglýsingum um að þau væru laus til leigu. Samtals var því starfsemi í 85 prósentum rýmanna sem Pawel taldi.

Þegar horft er til staðsetningar atvinnurýma á þeim kafla Laugavegar sem opinn er fyrir bílaumferð, það er að segja ofan Frakkastígs, taldi Pawel 83 rými. Af þeim var rekstur í 65 en 18 stóðu auð. 78 prósent alls atvinnurýmis á þeim kafla var því í notum. Neðan Frakkastígs, þar sem göngugatan er, taldi Pawel 105 atvinnurými. Af þeim voru 94 í notkun en 11 stóðu auð. Það jafngildir því að 90 prósent rýmana séu í notkun undir rekstur af ýmsu tagi.

Reykvíkingar jákvæðir í garð göngugatna

Hluti Laugavegar, frá Klapparstíg að Þingholtsstræti, er varanleg göngugata eftir að breytt deiliskipulag borgarinnar var staðfest. Hið sama á við um skólavörðustíg milli Bergstaðastrætis og Laugavegar og Vegamótastíg frá Laugavegi að Grettisgötu. Í byrjun júní var Laugavegur milli Frakkastígs og Klapparstígs einnig gerður að göngugötu og gildir það til 1. október næstkomandi, sem og Bankastræti frá Ingólfsstræti að Lækjargötu.

Í september á síðasta ári gerði rannsóknarfyrirtækið Maskína könnun fyrir Reykjavíkurborg þar sem fram kom að tæplega 65 prósent Reykvíkinga væru jákvæðir gagnvart göngugötum í miðborginni en aðeins 20 prósent væru neikvæðir.

Verulegar deilur hafa engu að síður staðið um lokun Laugavegar fyrir akandi umferð en hluti rekstraraðila þar hafa barist gegn áformum um lokunina. „Ég tel að þetta verði banabiti svæðisins sem verslunargötu,“ segir Gunnar Guðjónsson, eigandi Gleraugnamiðstöðvarinnar á Laugavegi 24, í fréttum Stöðvar 2 í apríl á síðasta ári.

Myrk framtíðarsýn ekki orðið að veruleika

Pawel Bartoszek

Miðað við óformlega könnun Pawels hefur þessi myrka framtíðarsýn síður en svo orðið að veruleika. Pawel segir í samtali við Stundina að hann hafi ekki áður talið atvinnurými með sama hætti og eigi því ekki gögn til samanburðar. Þá bendir hann á að ekki sé óalgegnr eða óeðlilegt að einhver endurnýjun eigi sér stað á hverjum tíma. Þannig sé ekki óalgengt að verslunarrými standi autt í verslunarmiðstöðvum um tíma, svo sem í Kringlunni eða Smáralind. „Nú hefur þessi hluti Laugavegar verið göngugata í heilt sumar, við höfum búið við verra atvinnuástand en oft áður, og niðurstaðan er sú að ég held að margar verslunarmiðstöðvar úti í heimi myndu taka 90 prósent nýtingu á húsnæði og hlaupa burt með hana, himinlifandi.“

„Það er mín skoðun að það sé farsælast til lengdar að gera Laugaveginn allan að göngugötu allt árið“

Pawel undirstrikar að talning hans sé ekki vísindaleg aðferð og hann ætli ekki að halda því fram að ein gönguferð og talning á meðan að á henni standi sé óyggjandi sönnun. Hann segist hins vegar ekki í vafa um að ef talningin hefði verið á hinn veginn, að verulegur hluti rýma við göngugötuna hefði staðið auður, hefðu þeir sem eru andvígir göngugötum litið á það sem sönnun fyrir sínum málstað. „Ég trúi því að markaðurinn sé skilvirkur og hann leyfir ekki húsnæði sem er vinsælt og eftirsótt standi autt. Við sjáum að það er blómstrandi starfsemi í 90 prósentum þess húsnæðis sem stendur við göngugötuna. Ég tel ennfremur líklegt að það muni koma starfsemi í eitthvað af þeim rýmum sem standa auð, inni í þessari tölu eru stór rými eins og skrifstofurými Biskupsstofu sem kannski tekur svolítinn tíma fyrir aðra aðila að máta sig inn í.“

Sem fyrr segir mun bílaumferð aftur verða hleypt á hluta Laugavegar sem nú er lokaður 1. október næstkomandi. „Það er mín afstaða að það sé heppilegt að gera Laugaveginn að varanlegri göngugötu lengra heldur en bara upp að Frakkastíg, og það hefur verið stefna meirihlutans í borginni að vinna í þá veru. Við munum bakka aðeins til baka núna 1. október, þá verður opið fyrir bílaumferð niður að Frakkastíg, en ég hef þá stefnu að við eigum að endurtaka þetta aftur að ári og með tímanum að lengja þann kafla sem er göngugata. Ef ég horfi á þetta tíu ár fram í tímann myndi ég vilja sjá það upp að Barónstíg eða allt upp að Hlemmi. Það er mín skoðun að það sé farsælast til lengdar að gera Laugaveginn allan að göngugötu allt árið,“ segir Pawel.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár