Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lokun Laugavegar fyrir bílaumferð hefur ekki haft neikvæð áhrif

Hlut­falls­lega fleiri at­vinnu­rými standa auð á þeim hluta Lauga­veg­ar sem op­in er fyr­ir bílaum­ferð en þeim hluta sem er göngu­gata. Pawel Bartoszek, borg­ar­full­trúi Við­reisn­ar, vill gera Lauga­veg­inn all­an að var­an­legri göngu­götu.

Lokun Laugavegar fyrir bílaumferð hefur ekki haft neikvæð áhrif
Göngugötur og sumargötur Þrátt fyrir áhyggjur rekstraraðila virðist ekkert benda til að lokun Laugavegar fyrir bílaumferð hafi haft í för með sér neikvæð áhrif á rekstur á Laugavegi. Mynd: Davíð Þór

Engar vísbendingar eru um að rekstur verslana, veitingastaða eða annarrar þjónustu sé erfiðari á þeim hluta Laugavegar sem hefur verið lokaður fyrir bílaumferð í sumar heldur en á þeim hluta þar sem bílaumferð hefur verið heimil. Þvert á móti bendir óformleg könnun Pawels Bartoszeks, borgarfulltrúa Viðreisnar, til þess að nýting atvinnurýma sé betri á þeim hluta götunnar sem er göngugata heldur en þeim hluta sem hægt er að keyra. Pawel segist þeirrar skoðunar að breyta ætti Laugaveginum öllum í göngugötu til framtíðar.

Pawel greindi frá því í pistli á vefritinu Deiglunni að hann hefði síðastliðinn mánudag gengið upp Bankastræti og Laugaveg og talið atvinnurými á milli Lækjargötu og Snorrabrautar. Niðurstaða þeirrar talningar hefði verið að langflest rýmin væru í notkun. Í þeim væru reknar verslanir, veitingastaðir og barir, hótel eða önnur þjónusta á borð við rakarastofur.

Starfsemi í 85 prósent atvinnurýma

Alls taldi Pawel 188 atvinnurými á Laugavegi og í Bankastræti. Af þeim var starfsemi í 159 rýmum en 29 stóðu auð, og mörg með auglýsingum um að þau væru laus til leigu. Samtals var því starfsemi í 85 prósentum rýmanna sem Pawel taldi.

Þegar horft er til staðsetningar atvinnurýma á þeim kafla Laugavegar sem opinn er fyrir bílaumferð, það er að segja ofan Frakkastígs, taldi Pawel 83 rými. Af þeim var rekstur í 65 en 18 stóðu auð. 78 prósent alls atvinnurýmis á þeim kafla var því í notum. Neðan Frakkastígs, þar sem göngugatan er, taldi Pawel 105 atvinnurými. Af þeim voru 94 í notkun en 11 stóðu auð. Það jafngildir því að 90 prósent rýmana séu í notkun undir rekstur af ýmsu tagi.

Reykvíkingar jákvæðir í garð göngugatna

Hluti Laugavegar, frá Klapparstíg að Þingholtsstræti, er varanleg göngugata eftir að breytt deiliskipulag borgarinnar var staðfest. Hið sama á við um skólavörðustíg milli Bergstaðastrætis og Laugavegar og Vegamótastíg frá Laugavegi að Grettisgötu. Í byrjun júní var Laugavegur milli Frakkastígs og Klapparstígs einnig gerður að göngugötu og gildir það til 1. október næstkomandi, sem og Bankastræti frá Ingólfsstræti að Lækjargötu.

Í september á síðasta ári gerði rannsóknarfyrirtækið Maskína könnun fyrir Reykjavíkurborg þar sem fram kom að tæplega 65 prósent Reykvíkinga væru jákvæðir gagnvart göngugötum í miðborginni en aðeins 20 prósent væru neikvæðir.

Verulegar deilur hafa engu að síður staðið um lokun Laugavegar fyrir akandi umferð en hluti rekstraraðila þar hafa barist gegn áformum um lokunina. „Ég tel að þetta verði banabiti svæðisins sem verslunargötu,“ segir Gunnar Guðjónsson, eigandi Gleraugnamiðstöðvarinnar á Laugavegi 24, í fréttum Stöðvar 2 í apríl á síðasta ári.

Myrk framtíðarsýn ekki orðið að veruleika

Pawel Bartoszek

Miðað við óformlega könnun Pawels hefur þessi myrka framtíðarsýn síður en svo orðið að veruleika. Pawel segir í samtali við Stundina að hann hafi ekki áður talið atvinnurými með sama hætti og eigi því ekki gögn til samanburðar. Þá bendir hann á að ekki sé óalgegnr eða óeðlilegt að einhver endurnýjun eigi sér stað á hverjum tíma. Þannig sé ekki óalgengt að verslunarrými standi autt í verslunarmiðstöðvum um tíma, svo sem í Kringlunni eða Smáralind. „Nú hefur þessi hluti Laugavegar verið göngugata í heilt sumar, við höfum búið við verra atvinnuástand en oft áður, og niðurstaðan er sú að ég held að margar verslunarmiðstöðvar úti í heimi myndu taka 90 prósent nýtingu á húsnæði og hlaupa burt með hana, himinlifandi.“

„Það er mín skoðun að það sé farsælast til lengdar að gera Laugaveginn allan að göngugötu allt árið“

Pawel undirstrikar að talning hans sé ekki vísindaleg aðferð og hann ætli ekki að halda því fram að ein gönguferð og talning á meðan að á henni standi sé óyggjandi sönnun. Hann segist hins vegar ekki í vafa um að ef talningin hefði verið á hinn veginn, að verulegur hluti rýma við göngugötuna hefði staðið auður, hefðu þeir sem eru andvígir göngugötum litið á það sem sönnun fyrir sínum málstað. „Ég trúi því að markaðurinn sé skilvirkur og hann leyfir ekki húsnæði sem er vinsælt og eftirsótt standi autt. Við sjáum að það er blómstrandi starfsemi í 90 prósentum þess húsnæðis sem stendur við göngugötuna. Ég tel ennfremur líklegt að það muni koma starfsemi í eitthvað af þeim rýmum sem standa auð, inni í þessari tölu eru stór rými eins og skrifstofurými Biskupsstofu sem kannski tekur svolítinn tíma fyrir aðra aðila að máta sig inn í.“

Sem fyrr segir mun bílaumferð aftur verða hleypt á hluta Laugavegar sem nú er lokaður 1. október næstkomandi. „Það er mín afstaða að það sé heppilegt að gera Laugaveginn að varanlegri göngugötu lengra heldur en bara upp að Frakkastíg, og það hefur verið stefna meirihlutans í borginni að vinna í þá veru. Við munum bakka aðeins til baka núna 1. október, þá verður opið fyrir bílaumferð niður að Frakkastíg, en ég hef þá stefnu að við eigum að endurtaka þetta aftur að ári og með tímanum að lengja þann kafla sem er göngugata. Ef ég horfi á þetta tíu ár fram í tímann myndi ég vilja sjá það upp að Barónstíg eða allt upp að Hlemmi. Það er mín skoðun að það sé farsælast til lengdar að gera Laugaveginn allan að göngugötu allt árið,“ segir Pawel.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár