Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lokun Laugavegar fyrir bílaumferð hefur ekki haft neikvæð áhrif

Hlut­falls­lega fleiri at­vinnu­rými standa auð á þeim hluta Lauga­veg­ar sem op­in er fyr­ir bílaum­ferð en þeim hluta sem er göngu­gata. Pawel Bartoszek, borg­ar­full­trúi Við­reisn­ar, vill gera Lauga­veg­inn all­an að var­an­legri göngu­götu.

Lokun Laugavegar fyrir bílaumferð hefur ekki haft neikvæð áhrif
Göngugötur og sumargötur Þrátt fyrir áhyggjur rekstraraðila virðist ekkert benda til að lokun Laugavegar fyrir bílaumferð hafi haft í för með sér neikvæð áhrif á rekstur á Laugavegi. Mynd: Davíð Þór

Engar vísbendingar eru um að rekstur verslana, veitingastaða eða annarrar þjónustu sé erfiðari á þeim hluta Laugavegar sem hefur verið lokaður fyrir bílaumferð í sumar heldur en á þeim hluta þar sem bílaumferð hefur verið heimil. Þvert á móti bendir óformleg könnun Pawels Bartoszeks, borgarfulltrúa Viðreisnar, til þess að nýting atvinnurýma sé betri á þeim hluta götunnar sem er göngugata heldur en þeim hluta sem hægt er að keyra. Pawel segist þeirrar skoðunar að breyta ætti Laugaveginum öllum í göngugötu til framtíðar.

Pawel greindi frá því í pistli á vefritinu Deiglunni að hann hefði síðastliðinn mánudag gengið upp Bankastræti og Laugaveg og talið atvinnurými á milli Lækjargötu og Snorrabrautar. Niðurstaða þeirrar talningar hefði verið að langflest rýmin væru í notkun. Í þeim væru reknar verslanir, veitingastaðir og barir, hótel eða önnur þjónusta á borð við rakarastofur.

Starfsemi í 85 prósent atvinnurýma

Alls taldi Pawel 188 atvinnurými á Laugavegi og í Bankastræti. Af þeim var starfsemi í 159 rýmum en 29 stóðu auð, og mörg með auglýsingum um að þau væru laus til leigu. Samtals var því starfsemi í 85 prósentum rýmanna sem Pawel taldi.

Þegar horft er til staðsetningar atvinnurýma á þeim kafla Laugavegar sem opinn er fyrir bílaumferð, það er að segja ofan Frakkastígs, taldi Pawel 83 rými. Af þeim var rekstur í 65 en 18 stóðu auð. 78 prósent alls atvinnurýmis á þeim kafla var því í notum. Neðan Frakkastígs, þar sem göngugatan er, taldi Pawel 105 atvinnurými. Af þeim voru 94 í notkun en 11 stóðu auð. Það jafngildir því að 90 prósent rýmana séu í notkun undir rekstur af ýmsu tagi.

Reykvíkingar jákvæðir í garð göngugatna

Hluti Laugavegar, frá Klapparstíg að Þingholtsstræti, er varanleg göngugata eftir að breytt deiliskipulag borgarinnar var staðfest. Hið sama á við um skólavörðustíg milli Bergstaðastrætis og Laugavegar og Vegamótastíg frá Laugavegi að Grettisgötu. Í byrjun júní var Laugavegur milli Frakkastígs og Klapparstígs einnig gerður að göngugötu og gildir það til 1. október næstkomandi, sem og Bankastræti frá Ingólfsstræti að Lækjargötu.

Í september á síðasta ári gerði rannsóknarfyrirtækið Maskína könnun fyrir Reykjavíkurborg þar sem fram kom að tæplega 65 prósent Reykvíkinga væru jákvæðir gagnvart göngugötum í miðborginni en aðeins 20 prósent væru neikvæðir.

Verulegar deilur hafa engu að síður staðið um lokun Laugavegar fyrir akandi umferð en hluti rekstraraðila þar hafa barist gegn áformum um lokunina. „Ég tel að þetta verði banabiti svæðisins sem verslunargötu,“ segir Gunnar Guðjónsson, eigandi Gleraugnamiðstöðvarinnar á Laugavegi 24, í fréttum Stöðvar 2 í apríl á síðasta ári.

Myrk framtíðarsýn ekki orðið að veruleika

Pawel Bartoszek

Miðað við óformlega könnun Pawels hefur þessi myrka framtíðarsýn síður en svo orðið að veruleika. Pawel segir í samtali við Stundina að hann hafi ekki áður talið atvinnurými með sama hætti og eigi því ekki gögn til samanburðar. Þá bendir hann á að ekki sé óalgegnr eða óeðlilegt að einhver endurnýjun eigi sér stað á hverjum tíma. Þannig sé ekki óalgengt að verslunarrými standi autt í verslunarmiðstöðvum um tíma, svo sem í Kringlunni eða Smáralind. „Nú hefur þessi hluti Laugavegar verið göngugata í heilt sumar, við höfum búið við verra atvinnuástand en oft áður, og niðurstaðan er sú að ég held að margar verslunarmiðstöðvar úti í heimi myndu taka 90 prósent nýtingu á húsnæði og hlaupa burt með hana, himinlifandi.“

„Það er mín skoðun að það sé farsælast til lengdar að gera Laugaveginn allan að göngugötu allt árið“

Pawel undirstrikar að talning hans sé ekki vísindaleg aðferð og hann ætli ekki að halda því fram að ein gönguferð og talning á meðan að á henni standi sé óyggjandi sönnun. Hann segist hins vegar ekki í vafa um að ef talningin hefði verið á hinn veginn, að verulegur hluti rýma við göngugötuna hefði staðið auður, hefðu þeir sem eru andvígir göngugötum litið á það sem sönnun fyrir sínum málstað. „Ég trúi því að markaðurinn sé skilvirkur og hann leyfir ekki húsnæði sem er vinsælt og eftirsótt standi autt. Við sjáum að það er blómstrandi starfsemi í 90 prósentum þess húsnæðis sem stendur við göngugötuna. Ég tel ennfremur líklegt að það muni koma starfsemi í eitthvað af þeim rýmum sem standa auð, inni í þessari tölu eru stór rými eins og skrifstofurými Biskupsstofu sem kannski tekur svolítinn tíma fyrir aðra aðila að máta sig inn í.“

Sem fyrr segir mun bílaumferð aftur verða hleypt á hluta Laugavegar sem nú er lokaður 1. október næstkomandi. „Það er mín afstaða að það sé heppilegt að gera Laugaveginn að varanlegri göngugötu lengra heldur en bara upp að Frakkastíg, og það hefur verið stefna meirihlutans í borginni að vinna í þá veru. Við munum bakka aðeins til baka núna 1. október, þá verður opið fyrir bílaumferð niður að Frakkastíg, en ég hef þá stefnu að við eigum að endurtaka þetta aftur að ári og með tímanum að lengja þann kafla sem er göngugata. Ef ég horfi á þetta tíu ár fram í tímann myndi ég vilja sjá það upp að Barónstíg eða allt upp að Hlemmi. Það er mín skoðun að það sé farsælast til lengdar að gera Laugaveginn allan að göngugötu allt árið,“ segir Pawel.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár