Knýjandi þörf er á að auka þjónustu við íbúa Reykjavíkur af erlendu bergi brotnu þegar kemur að miðlun upplýsinga. Einkum er mikilvægt að miðla efni borgarinnar á pólsku en um fimm prósent allra borgarbúa eru pólskir ríkisborgarar. Þá er mikill fjöldi starfsmanna Reykjavíkurborgar af pólsku bergi brotinn.
Á fundi fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar síðastliðinn mánudag bókaði ráðið að nú, sem aldrei fyrr, hafi verið eins mikilvægt að borgin standi sig vel í upplýsingagjöf til starfsmanna og annarra borgarbúa sem ekki skilji íslensku. Í vor hafi borgin verið í fararbroddi við að þýða upplýsingar vegna COVID-19 og ekki síst hafi það verið að þakka starfsmönnum af erlendu bergi brotnu sem hafi lagt sig fram við að aðstoða við það verkefni ofan á sín daglegu störf.
„Fjölmenningarráð telur hins vegar að sérstaklega nú þegar þessi reynsla er komin, þarf að setja bæði fjármagn og stöðugildi í þetta krefjandi starf. Upplýsingagjöf til fólks sem ekki …
Athugasemdir