Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vilja að borgin ráði upplýsingafulltrúa sem tali fleiri tungumál

Fjöl­menn­ing­ar­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar seg­ir nauð­syn­legt að bæta upp­lýs­inga­gjöf til fólks sem ekki tal­ar ís­lensku. Upp­lýs­inga­stjóri borg­ar­inn­ar seg­ir þörf­ina knýj­andi. „Eitt stöðu­gildi myndi senni­lega leysa þenn­an vanda.“

Vilja að borgin ráði upplýsingafulltrúa sem tali fleiri tungumál
Þarf að auka þjónustu Nauðsynlegt er að búa til samfellu í miðlun upplýsinga til fólks af erlendum uppruna í Reykjavík.

Knýjandi þörf er á að auka þjónustu við íbúa Reykjavíkur af erlendu bergi brotnu þegar kemur að miðlun upplýsinga. Einkum er mikilvægt að miðla efni borgarinnar á pólsku en um fimm prósent allra borgarbúa eru pólskir ríkisborgarar. Þá er mikill fjöldi starfsmanna Reykjavíkurborgar af pólsku bergi brotinn.

Á fundi fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar síðastliðinn mánudag bókaði ráðið að nú, sem aldrei fyrr, hafi verið eins mikilvægt að borgin standi sig vel í upplýsingagjöf til starfsmanna og annarra borgarbúa sem ekki skilji íslensku. Í vor hafi borgin verið í fararbroddi við að þýða upplýsingar vegna COVID-19 og ekki síst hafi það verið að þakka starfsmönnum af erlendu bergi brotnu sem hafi lagt sig fram við að aðstoða við það verkefni ofan á sín daglegu störf.

„Fjölmenningarráð telur hins vegar að sérstaklega nú þegar þessi reynsla er komin, þarf að setja bæði fjármagn og stöðugildi í þetta krefjandi starf. Upplýsingagjöf til fólks sem ekki …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár