Við létum þar staðar numið síðast við myndir okkar af Steingrími J. Sigfússyni, að þar væri ósagt frá stærstu málum á ferli hans.
Formannskjöri í Alþýðubandalaginu. Stofnun Vinstri grænna, áköfu daðri við Sjálfstæðisflokkinn, ríkisstjórnarmyndun eftir Hrun, þar sem hann horfði á þingflokkinn sinn þunnskipast smám saman og ríkisstjórnina verða að minnihlutastjórn. Og einu litlu Icesave-máli.
En af því að hér er ekki ætlunin að skrifa ævisögu Steingríms – og þolinmæði okkar er ekki takmarkalaus – hlaupum við nú hratt yfir sögu.
Tap í formannskjöri
Þegar Ólafur Ragnar Grímsson lét af embætti sem formaður Alþýðubandalagsins árið 1995 upphófst erfiður formannsslagur í flokknum. Hann háðu Margrét Frímannsdóttir, sem hafði verið þingflokksformaður, og Steingrímur, sem hafði líka verið þingflokksformaður, en einnig ráðherra í þrjú ár og varaformaður flokksins.
Í síðustu grein nefndum við sérkennilegt mál, þar sem Steingrímur sem landbúnaðarráðherra lagðist í óvenjulega herferð gegn eiginmanni Margrétar, Jóni Gunnari Ottóssyni, sem var …
Athugasemdir