Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Útlendingum fjölgar en atvinnuleysi þeirra eykst

Yf­ir 20 pró­sent at­vinnu­leysi er með­al er­lendra rík­is­borg­ara bú­settra á Ís­landi. Al­mennt at­vinnu­leysi er 7,9 pró­sent. Út­lend­ing­um á land­inu hef­ur fjölg­að um 1.500 manns frá því í des­em­ber.

Útlendingum fjölgar en atvinnuleysi þeirra eykst
20 prósenta atvinnuleysi Atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara er orðið 20 prósent. Mynd: Shutterstock

Erlendum ríkisborgurum búsettum á Íslandi heldur áfram að fjölga þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn. Fjölgunin er þó hægari nú en verið hefur undanfarin ár. Erlendum ríkisborgurum fjölgaði um 5.191 milli 1. desember 2018 og 1. desember 2019, og voru þá 49.347 talsins. Frá 1. desember síðastliðnum og til 4. ágúst var fjölgunin hins vegar 1.533 manns.  Nú eru 50.880 útlendingar búsettir á Íslandi, alls 13,8 prósent landsmanna.

Þetta kemur fram í gögnum Hagstofunnar. Mest fjölgaði pólskum ríkisborgurum á tímabilinu, um 310 manns. Það jafngildir 7,7 prósenta fjölgun. Pólverjar eru afgerandi fjölmennasti hópur erlendra ríkisborgara hér á landi en rétt tæplega 21 þúsund Pólverjar eru nú búsettir á Íslandi. Pólskir ríkisborgarar telja nú 41 prósent allra erlendra ríkisborgara búsettra á Íslandi og 5,7 prósent allra þeirra sem búsettir eru hér á landi.

Næstflestir erlendir ríkisborgarar á Íslandi eru litháískir ríkisborgarar, 4.699 talsins, og hefur þeim fjölgað um 12,8 prósent frá 1. desember. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár