Erlendum ríkisborgurum búsettum á Íslandi heldur áfram að fjölga þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn. Fjölgunin er þó hægari nú en verið hefur undanfarin ár. Erlendum ríkisborgurum fjölgaði um 5.191 milli 1. desember 2018 og 1. desember 2019, og voru þá 49.347 talsins. Frá 1. desember síðastliðnum og til 4. ágúst var fjölgunin hins vegar 1.533 manns. Nú eru 50.880 útlendingar búsettir á Íslandi, alls 13,8 prósent landsmanna.
Þetta kemur fram í gögnum Hagstofunnar. Mest fjölgaði pólskum ríkisborgurum á tímabilinu, um 310 manns. Það jafngildir 7,7 prósenta fjölgun. Pólverjar eru afgerandi fjölmennasti hópur erlendra ríkisborgara hér á landi en rétt tæplega 21 þúsund Pólverjar eru nú búsettir á Íslandi. Pólskir ríkisborgarar telja nú 41 prósent allra erlendra ríkisborgara búsettra á Íslandi og 5,7 prósent allra þeirra sem búsettir eru hér á landi.
Næstflestir erlendir ríkisborgarar á Íslandi eru litháískir ríkisborgarar, 4.699 talsins, og hefur þeim fjölgað um 12,8 prósent frá 1. desember. …
Athugasemdir