Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lokað á strætó- og rútuferðir komufarþega

Komufar­þeg­ar þurfa að ferð­ast frá Leifs­stöð með einka­bíl, bíla­leigu­bíl eða leigu­bíl frá og með deg­in­um í dag. Þýð­ir það auk­inn kostn­að fyr­ir hvern far­þega. Óljóst er hver má sækja komufar­þega á einka­bíl.

Lokað á strætó- og rútuferðir komufarþega
Leifsstöð Komufarþegar mega ekki ferðast með rútum eða almenningssamgöngum.

Óheimilt er fyrir komufarþega á Keflavíkurflugvelli að taka strætisvagn eða rútu frá Leifsstöð. Þetta kemur fram í tilkynningu Landlæknis og gildir frá og með deginum í dag.

Komufarþegar geta nú valið um 14 daga sóttkví eða tvær sýnatökur. Sú fyrri er við landamærin, en sú síðari eftir 5 til 6 daga sóttkví.

„Frá því að farið er frá landamærastöð gilda reglur um sóttkví,“ segir í tilkynningu Landlæknis. „Þegar sýnatöku er lokið skal halda rakleiðis á sóttkvíarstað með einkabíl, bílaleigubíl eða leigubíl. Ef brýna nauðsyn ber til má gista eina nótt í sóttkví nærri landamærastöð áður en ferðast er til endanlegs dvalarstaðar í sóttkví.“

Felur ráðstöfunin í sér nokkurn aukakostnað fyrir komufarþega. Ef vinur eða ættingi getur ekki sótt þá með tilheyrandi eldsneytis- og tækifæriskostnaði þurfa þeir að leigja sér bílaleigubíl á vellinum eða taka leigubíl ef áfangastaður er á Suðurnesjum eða höfuðborgarsvæðinu. Er kostnaður við slíka ferð leigubíla frá 15.500 til 21.990 kr. ef skoðaðar eru verðskrár Hreyfils og BSR.

Óljóst er í reglunum hverjum er heimilt að sækja komufarþega á flugvöll. Ekki kemur fram hvort ökumaður þurfi að vera heimilismaður komufarþega eða hvort viðkomandi þurfi einnig að fara í sóttkví eftir ferðina. Í sóttkví „má ekki umgangast aðra en þá sem deila heimilinu og gæta skal fyllsta hreinlætis og reyna að halda a.m.k. 1-2 m fjarlægð í samskiptum við aðra heimilismenn,“ segir í tilkynningunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár