Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lokað á strætó- og rútuferðir komufarþega

Komufar­þeg­ar þurfa að ferð­ast frá Leifs­stöð með einka­bíl, bíla­leigu­bíl eða leigu­bíl frá og með deg­in­um í dag. Þýð­ir það auk­inn kostn­að fyr­ir hvern far­þega. Óljóst er hver má sækja komufar­þega á einka­bíl.

Lokað á strætó- og rútuferðir komufarþega
Leifsstöð Komufarþegar mega ekki ferðast með rútum eða almenningssamgöngum.

Óheimilt er fyrir komufarþega á Keflavíkurflugvelli að taka strætisvagn eða rútu frá Leifsstöð. Þetta kemur fram í tilkynningu Landlæknis og gildir frá og með deginum í dag.

Komufarþegar geta nú valið um 14 daga sóttkví eða tvær sýnatökur. Sú fyrri er við landamærin, en sú síðari eftir 5 til 6 daga sóttkví.

„Frá því að farið er frá landamærastöð gilda reglur um sóttkví,“ segir í tilkynningu Landlæknis. „Þegar sýnatöku er lokið skal halda rakleiðis á sóttkvíarstað með einkabíl, bílaleigubíl eða leigubíl. Ef brýna nauðsyn ber til má gista eina nótt í sóttkví nærri landamærastöð áður en ferðast er til endanlegs dvalarstaðar í sóttkví.“

Felur ráðstöfunin í sér nokkurn aukakostnað fyrir komufarþega. Ef vinur eða ættingi getur ekki sótt þá með tilheyrandi eldsneytis- og tækifæriskostnaði þurfa þeir að leigja sér bílaleigubíl á vellinum eða taka leigubíl ef áfangastaður er á Suðurnesjum eða höfuðborgarsvæðinu. Er kostnaður við slíka ferð leigubíla frá 15.500 til 21.990 kr. ef skoðaðar eru verðskrár Hreyfils og BSR.

Óljóst er í reglunum hverjum er heimilt að sækja komufarþega á flugvöll. Ekki kemur fram hvort ökumaður þurfi að vera heimilismaður komufarþega eða hvort viðkomandi þurfi einnig að fara í sóttkví eftir ferðina. Í sóttkví „má ekki umgangast aðra en þá sem deila heimilinu og gæta skal fyllsta hreinlætis og reyna að halda a.m.k. 1-2 m fjarlægð í samskiptum við aðra heimilismenn,“ segir í tilkynningunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár