Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lokað á strætó- og rútuferðir komufarþega

Komufar­þeg­ar þurfa að ferð­ast frá Leifs­stöð með einka­bíl, bíla­leigu­bíl eða leigu­bíl frá og með deg­in­um í dag. Þýð­ir það auk­inn kostn­að fyr­ir hvern far­þega. Óljóst er hver má sækja komufar­þega á einka­bíl.

Lokað á strætó- og rútuferðir komufarþega
Leifsstöð Komufarþegar mega ekki ferðast með rútum eða almenningssamgöngum.

Óheimilt er fyrir komufarþega á Keflavíkurflugvelli að taka strætisvagn eða rútu frá Leifsstöð. Þetta kemur fram í tilkynningu Landlæknis og gildir frá og með deginum í dag.

Komufarþegar geta nú valið um 14 daga sóttkví eða tvær sýnatökur. Sú fyrri er við landamærin, en sú síðari eftir 5 til 6 daga sóttkví.

„Frá því að farið er frá landamærastöð gilda reglur um sóttkví,“ segir í tilkynningu Landlæknis. „Þegar sýnatöku er lokið skal halda rakleiðis á sóttkvíarstað með einkabíl, bílaleigubíl eða leigubíl. Ef brýna nauðsyn ber til má gista eina nótt í sóttkví nærri landamærastöð áður en ferðast er til endanlegs dvalarstaðar í sóttkví.“

Felur ráðstöfunin í sér nokkurn aukakostnað fyrir komufarþega. Ef vinur eða ættingi getur ekki sótt þá með tilheyrandi eldsneytis- og tækifæriskostnaði þurfa þeir að leigja sér bílaleigubíl á vellinum eða taka leigubíl ef áfangastaður er á Suðurnesjum eða höfuðborgarsvæðinu. Er kostnaður við slíka ferð leigubíla frá 15.500 til 21.990 kr. ef skoðaðar eru verðskrár Hreyfils og BSR.

Óljóst er í reglunum hverjum er heimilt að sækja komufarþega á flugvöll. Ekki kemur fram hvort ökumaður þurfi að vera heimilismaður komufarþega eða hvort viðkomandi þurfi einnig að fara í sóttkví eftir ferðina. Í sóttkví „má ekki umgangast aðra en þá sem deila heimilinu og gæta skal fyllsta hreinlætis og reyna að halda a.m.k. 1-2 m fjarlægð í samskiptum við aðra heimilismenn,“ segir í tilkynningunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár