Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skopmyndateiknari Morgunblaðsins segist vita um lækningu við Covid: „Ég er náttúrulega ekki læknir“

Óson með­ferð, sem tal­in er skað­leg af heil­brigð­is­yf­ir­völd­um, er sögð lækna Covid-19 smit í skop­mynd í Morg­un­blað­inu í dag. Teikn­ar­inn Helgi Sig­urðs­son vís­ar í mynd­bönd um­deilds lækn­is, en seg­ist ekki ætla í stríð við þríeyk­ið, heil­brigð­is­ráð­herra eða Kára Stef­áns­son.

Skopmyndateiknari Morgunblaðsins segist vita um lækningu við Covid: „Ég er náttúrulega ekki læknir“
Skopmynd Helga Sig Skopmynd sem segir óson lækna Covid birtist í Morgunblaðinu í dag. Mynd: Skopmynd sem birtist í Morgunblaðinu í dag

Ósonmeðferð er sögð lækna Covid-19 smit í skopmynd sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Notkun efnisins er skaðleg, að mati heilbrigðisyfirvalda á heimsvísu, en höfundur skopmyndarinnar segir ljóst af myndböndum á netinu að hún virki.

Skopmyndin er eftir Helga Sigurðsson og er hún af umdeildum bandarískum lækni, Robert Rowen, sem notast við gastegundina óson til að lækna ýmsa kvilla og sjúkdóma. Á myndinni er netslóð á YouTube síðu Roberts þar sem má finna fjölda myndbanda þar sem skjólstæðingar Roberts lýsa því hvernig meðferð hans hafi lagað ýmis heilsuvandamál þeirra. Undir skopmyndinni stendur svo: „Covid lækning sem fellur ekki að heimsmyndinni.“

Segir Rowen að aðferðin virki meðal annars á krabbamein, Alzheimer, Parkinson og nú nýverið á Covid-19. Meðferðin virkar þannig að gastegundinni óson er sprautað í fólk og á gasið að drepa bakteríur og vírusa. Þekkt er að óson getur virkað gegn bakteríum og vírusum, en það vinnur einnig skaða á líkamanum og viðurkenndar vísindarannsóknir hafa ekki náð að staðfesta virkni meðferðanna.

Robert RowenLæknirinn birtir myndbönd á YouTube og segir óson lækna Covid-19.

Meðferð Rowen er ekki samþykkt neins staðar í heiminum og hefur lyfjastofnun Bandaríkjanna ítrekað sent út tilkynningar þess efnis að hún geti verið skaðleg. Þá er meðferðin bönnuð sem læknismeðferð í Bandaríkjunum. Þá segir lyfstofnunin að engar vísindalegar sannanir sýni fram á virkni óson meðferðar. Fólk hefur látist við að nýta sér þessa meðferð víða um heim og hafa yfirvöld víða um heim handtekið fólk sem stundar þessa meðferð.

Rowen rekur læknastofu sína ásamt eiginkonu sinni, en hún starfar einnig þar sem læknir. Aðsetur læknastofunnar er í Santa Rosa í Kaliforníuríki Bandaríkjanna. Í lok febrúar á þessu ári voru þau hjónin handtekin og ákærð fyrir skattsvik. Segja skattyfirvöld að hjónin hafi komið um 544 milljónum íslenskra króna undan skatti. 

Í samtali við Stundina segir Helgi Sigurðsson, skopmyndateiknari Morgunblaðsins, að hann hafi horft á fjölmörg myndbönd á heimasíðu Rowen. Segir hann að þar sjáist hvar aðferð hans hafi læknað meðal annars einstakling smitaðan af Covid-19.

„Það kemur þarna maður sem kemur þarna inn og er með Covid-19, það er búið að staðfesta það. Það er bara hægt að skoða það á þessari síðu. Maðurinn stendur svo upp og er bara hress.“

Vill benda á þetta þrátt fyrir að vera ekki læknir

Helgi segir einnig að þessi aðferð sé vel þekkt í Evrópu og sé búið að notast við hana í yfir 100 ár. „Það er verið að reyna halda honum niðri af því hann er að nota aðferð sem búið er að nota í Evrópu í yfir 100 ár. Tesla var einn af þeim fyrstu til að reyna nota þessa aðferð. Svo var þetta notað í vígvöllum í Fyrri heimsstyrjöldinni til að sótthreinsa sár og annað. Þetta verður til við eldingar í gufuhvolfinu og er talið vera náttúrulegt sótthreinsandi efni. Ég er náttúrulega ekki læknir, ég er bara að benda á þetta.“

„Ég er náttúrulega ekki læknir, ég er bara að benda á þetta“

Bretar prófuðu að notast við óson gas á Queen Alexandra herspítalanum í London í fyrri heimsstyrjöldinni á sár. Var gasinu spreyjað á sár og sótthreinsaði það sárið. Hins vegar skaðaði það líkamsvef sjúklingsins það mikið að ekki var notast við þessa aðferð oftar.

Í samtali við Stundina segir Ágúst Kvaran, prófessor í efnafræði við Háskóla Íslands, að óson sé mjög oxandi efni sem er fljótt að brjóta niður önnur efni sem það komist í snertingu við. „Óson er mjög fljótt að brjóta niður hluti, meðal annars prótein og fitu í líkamanum. Það getur alveg brotið niður veirur líka, en það er þá ekki það eina sem það brýtur niður í líkamanum á sama tíma.“

Trúir að meðferðin virki gegn Covid-19

Helgi segist eftir að hafa horft á myndbönd á YouTube síðu Rowen að það sé augljóst að meðferðin virki þar sem viðbrögð fólks sjáist greinilega.

„Ég bara vísa það sem er á vefsíðunni, það er bara auðséð að fólkið er ekkert að ljúga. Við erum náttúrulega gædd þeim eiginleikum að getað lesið úr svipbrigðum, raddblæ og viðbrögðum fólks. Ef það er eitthvað til sem getur gefið okkur leið út úr þessu Covid, þeir sem eru með Covid. Ég ætla ekkert að fara í stríð við Kára Stefánsson eða þríeykið eða Svandísi Svavarsdóttur eða þig eða neitt. Ég er bara að benda á þetta.“

„Ég ætla ekkert að fara í stríð við Kára Stefánsson eða þríeykið“

Spurður hver tilgangur myndarinnar væri segir Helgi að hann vildi bara koma af stað jákvæðri umræðu. „Það eru náttúrulega ákveðin öfl sem eru ekki hrifin af svona alternative aðferðum, þó að þetta hafi nú komið á undan öllu hinu.“

Vill að notkun óson verði skoðuð á Íslandi

Þegar blaðamaður Stundarinnar benti Helga á að engar vísindalegar rannsóknir sýni fram á að óson virki, eins og Rowen haldi fram að það geri í myndböndum sínum, segir hann að það sé hægt að sjá að þessi aðferð virki á fólkinu sem fari í meðferð til hans.

„Það er bara hægt að sjá það á fólkinu sem fær þetta meðferð. Menn eru alltaf að rannsaka eitthvað, en það er aldrei horft á hvort það virkar eða ekki skilurðu. Ég ætla ekkert að fara dýpra í þetta, ég er enginn sérfræðingur í þessu. Ef fólk treystir þessum vísindamönnum og krabbameinslæknum þá gerir það bara það.“

Aðspurður hvort það sé ábyrg hegðun á tímum Covid-19 að birta skopmynd af þessu tagi segir hann að það eigi að skoða þennan möguleika þar sem þetta gæti verið raunhæft tól í baráttunni við Covid-19 hér á landi.

„Er kannski hægt að fá svona tæki hérna á vegum yfirvalda, er það möguleiki?“

„Ég hef enga þekkingu á að verja þetta, standa í einhverjum paneluviðræðum við einhverja sérfræðinga og gera mig af fífli. Þetta er ekkert ábyrgðarhluti, það er ekkert verið að bjóða upp á þetta. Ef það kemur upp svona umræða upp á milli fólks sem þekkir inn á þetta. Ef það síðan kemur í ljós að þetta sé raunhæfur möguleiki þá getum við prófað þetta. Í staðinn fyrir að bíða eftir einhverju bóluefni í 6 mánuði eða 12 mánuði, það er eitthvað fólk hérna veikt. Er kannski hægt að fá svona tæki hérna á vegum yfirvalda, er það möguleiki? Hugsanlega getur þetta hjálpað fólki og ég hef trú á því að þetta sé í lagi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár