Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skopmyndateiknari Morgunblaðsins segist vita um lækningu við Covid: „Ég er náttúrulega ekki læknir“

Óson með­ferð, sem tal­in er skað­leg af heil­brigð­is­yf­ir­völd­um, er sögð lækna Covid-19 smit í skop­mynd í Morg­un­blað­inu í dag. Teikn­ar­inn Helgi Sig­urðs­son vís­ar í mynd­bönd um­deilds lækn­is, en seg­ist ekki ætla í stríð við þríeyk­ið, heil­brigð­is­ráð­herra eða Kára Stef­áns­son.

Skopmyndateiknari Morgunblaðsins segist vita um lækningu við Covid: „Ég er náttúrulega ekki læknir“
Skopmynd Helga Sig Skopmynd sem segir óson lækna Covid birtist í Morgunblaðinu í dag. Mynd: Skopmynd sem birtist í Morgunblaðinu í dag

Ósonmeðferð er sögð lækna Covid-19 smit í skopmynd sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Notkun efnisins er skaðleg, að mati heilbrigðisyfirvalda á heimsvísu, en höfundur skopmyndarinnar segir ljóst af myndböndum á netinu að hún virki.

Skopmyndin er eftir Helga Sigurðsson og er hún af umdeildum bandarískum lækni, Robert Rowen, sem notast við gastegundina óson til að lækna ýmsa kvilla og sjúkdóma. Á myndinni er netslóð á YouTube síðu Roberts þar sem má finna fjölda myndbanda þar sem skjólstæðingar Roberts lýsa því hvernig meðferð hans hafi lagað ýmis heilsuvandamál þeirra. Undir skopmyndinni stendur svo: „Covid lækning sem fellur ekki að heimsmyndinni.“

Segir Rowen að aðferðin virki meðal annars á krabbamein, Alzheimer, Parkinson og nú nýverið á Covid-19. Meðferðin virkar þannig að gastegundinni óson er sprautað í fólk og á gasið að drepa bakteríur og vírusa. Þekkt er að óson getur virkað gegn bakteríum og vírusum, en það vinnur einnig skaða á líkamanum og viðurkenndar vísindarannsóknir hafa ekki náð að staðfesta virkni meðferðanna.

Robert RowenLæknirinn birtir myndbönd á YouTube og segir óson lækna Covid-19.

Meðferð Rowen er ekki samþykkt neins staðar í heiminum og hefur lyfjastofnun Bandaríkjanna ítrekað sent út tilkynningar þess efnis að hún geti verið skaðleg. Þá er meðferðin bönnuð sem læknismeðferð í Bandaríkjunum. Þá segir lyfstofnunin að engar vísindalegar sannanir sýni fram á virkni óson meðferðar. Fólk hefur látist við að nýta sér þessa meðferð víða um heim og hafa yfirvöld víða um heim handtekið fólk sem stundar þessa meðferð.

Rowen rekur læknastofu sína ásamt eiginkonu sinni, en hún starfar einnig þar sem læknir. Aðsetur læknastofunnar er í Santa Rosa í Kaliforníuríki Bandaríkjanna. Í lok febrúar á þessu ári voru þau hjónin handtekin og ákærð fyrir skattsvik. Segja skattyfirvöld að hjónin hafi komið um 544 milljónum íslenskra króna undan skatti. 

Í samtali við Stundina segir Helgi Sigurðsson, skopmyndateiknari Morgunblaðsins, að hann hafi horft á fjölmörg myndbönd á heimasíðu Rowen. Segir hann að þar sjáist hvar aðferð hans hafi læknað meðal annars einstakling smitaðan af Covid-19.

„Það kemur þarna maður sem kemur þarna inn og er með Covid-19, það er búið að staðfesta það. Það er bara hægt að skoða það á þessari síðu. Maðurinn stendur svo upp og er bara hress.“

Vill benda á þetta þrátt fyrir að vera ekki læknir

Helgi segir einnig að þessi aðferð sé vel þekkt í Evrópu og sé búið að notast við hana í yfir 100 ár. „Það er verið að reyna halda honum niðri af því hann er að nota aðferð sem búið er að nota í Evrópu í yfir 100 ár. Tesla var einn af þeim fyrstu til að reyna nota þessa aðferð. Svo var þetta notað í vígvöllum í Fyrri heimsstyrjöldinni til að sótthreinsa sár og annað. Þetta verður til við eldingar í gufuhvolfinu og er talið vera náttúrulegt sótthreinsandi efni. Ég er náttúrulega ekki læknir, ég er bara að benda á þetta.“

„Ég er náttúrulega ekki læknir, ég er bara að benda á þetta“

Bretar prófuðu að notast við óson gas á Queen Alexandra herspítalanum í London í fyrri heimsstyrjöldinni á sár. Var gasinu spreyjað á sár og sótthreinsaði það sárið. Hins vegar skaðaði það líkamsvef sjúklingsins það mikið að ekki var notast við þessa aðferð oftar.

Í samtali við Stundina segir Ágúst Kvaran, prófessor í efnafræði við Háskóla Íslands, að óson sé mjög oxandi efni sem er fljótt að brjóta niður önnur efni sem það komist í snertingu við. „Óson er mjög fljótt að brjóta niður hluti, meðal annars prótein og fitu í líkamanum. Það getur alveg brotið niður veirur líka, en það er þá ekki það eina sem það brýtur niður í líkamanum á sama tíma.“

Trúir að meðferðin virki gegn Covid-19

Helgi segist eftir að hafa horft á myndbönd á YouTube síðu Rowen að það sé augljóst að meðferðin virki þar sem viðbrögð fólks sjáist greinilega.

„Ég bara vísa það sem er á vefsíðunni, það er bara auðséð að fólkið er ekkert að ljúga. Við erum náttúrulega gædd þeim eiginleikum að getað lesið úr svipbrigðum, raddblæ og viðbrögðum fólks. Ef það er eitthvað til sem getur gefið okkur leið út úr þessu Covid, þeir sem eru með Covid. Ég ætla ekkert að fara í stríð við Kára Stefánsson eða þríeykið eða Svandísi Svavarsdóttur eða þig eða neitt. Ég er bara að benda á þetta.“

„Ég ætla ekkert að fara í stríð við Kára Stefánsson eða þríeykið“

Spurður hver tilgangur myndarinnar væri segir Helgi að hann vildi bara koma af stað jákvæðri umræðu. „Það eru náttúrulega ákveðin öfl sem eru ekki hrifin af svona alternative aðferðum, þó að þetta hafi nú komið á undan öllu hinu.“

Vill að notkun óson verði skoðuð á Íslandi

Þegar blaðamaður Stundarinnar benti Helga á að engar vísindalegar rannsóknir sýni fram á að óson virki, eins og Rowen haldi fram að það geri í myndböndum sínum, segir hann að það sé hægt að sjá að þessi aðferð virki á fólkinu sem fari í meðferð til hans.

„Það er bara hægt að sjá það á fólkinu sem fær þetta meðferð. Menn eru alltaf að rannsaka eitthvað, en það er aldrei horft á hvort það virkar eða ekki skilurðu. Ég ætla ekkert að fara dýpra í þetta, ég er enginn sérfræðingur í þessu. Ef fólk treystir þessum vísindamönnum og krabbameinslæknum þá gerir það bara það.“

Aðspurður hvort það sé ábyrg hegðun á tímum Covid-19 að birta skopmynd af þessu tagi segir hann að það eigi að skoða þennan möguleika þar sem þetta gæti verið raunhæft tól í baráttunni við Covid-19 hér á landi.

„Er kannski hægt að fá svona tæki hérna á vegum yfirvalda, er það möguleiki?“

„Ég hef enga þekkingu á að verja þetta, standa í einhverjum paneluviðræðum við einhverja sérfræðinga og gera mig af fífli. Þetta er ekkert ábyrgðarhluti, það er ekkert verið að bjóða upp á þetta. Ef það kemur upp svona umræða upp á milli fólks sem þekkir inn á þetta. Ef það síðan kemur í ljós að þetta sé raunhæfur möguleiki þá getum við prófað þetta. Í staðinn fyrir að bíða eftir einhverju bóluefni í 6 mánuði eða 12 mánuði, það er eitthvað fólk hérna veikt. Er kannski hægt að fá svona tæki hérna á vegum yfirvalda, er það möguleiki? Hugsanlega getur þetta hjálpað fólki og ég hef trú á því að þetta sé í lagi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár