Blaðamaður Stundarinnar ræddi við Hólmstein Eið Hólmsteinsson leikskólakennara sem tilheyrir títtrómuðum samfélagshópi hvítra, miðaldra og gagnkynhneigðra karlmanna. Hann hefur gert það að markmiði sínu undanfarin ár að stokka upp í staðalmyndum kynjakerfisins,. Hann hefur smám saman farið að ganga í bleikum fötum og bera bleikt naglalakk.
Hólmsteinn Eiður kemur í viðtalið snyrtilega klæddur, í bleikri skyrtu og bleikum sokkum með bleikt naglalakk. Hann hefur haft dálæti af bleika litnum frá því í bernsku, þrátt fyrir að hann sé jafnan bendlaður við kynjaða ímynd stúlkna og samkynhneigðra. Í bleikum lit tjáir hann persónuleg mótmæli og baráttu sína fyrir auknum fjölbreytileika karlmennskunnar. Hólmsteinn vill vísa því á bug að flokka eigi kyn eftir litum, hugmynd sem sníðir fólki þrengri stakk en nauðsyn ber. Hann vill auka rými stráka og karlmanna að klæða sig eins og þeir vilja, án þess að þurfa að mæta hornauga samfélagsins. „Maður bar alltaf grímu, til þess að …
Athugasemdir