Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Meirihlutinn gagnrýnir „niðurrifs- og ofbeldishegðun“ Vigdísar

Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins, kvart­ar áfram yf­ir að skrif­stofu­stjóri sitji fundi sem hún er við­stödd. „Það er ekki sæm­andi borg­ar­full­trúa sem er í valda­stöðu að ráð­ast ít­rek­að að einni mann­eskju,“ seg­ir meiri­hlut­inn.

Meirihlutinn gagnrýnir „niðurrifs- og ofbeldishegðun“ Vigdísar
Vigdís Hauksdóttir Borgarfulltrúinn hefur sagt skrifstofustjóra leggja sig í einelti. Mynd: gunnarsvanberg.com

Meirihlutinn í borgarstjórn segir Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, sýna eineltistilburði og stunda „niðurrifs- og ofbeldishegðun“. Vigdís hefur ítrekað kvartað yfir því að Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri borgarstjóra og borgarritara, sitji sömu fundi og hún. Kvartaði hún á ný á fundi borgarráðs í gær þegar Helga Björg tók sæti með fjarfundarbúnaði undir lið ásamt öðrum starfsmönnum þar hún hafði komið að undirbúningi málsins sem var til umræðu.

„Það er ekki sæmandi borgarfulltrúa sem er í valdastöðu að ráðast ítrekað að einni manneskju sem er eingöngu að sinna starfsskyldum sínum og sem hefur ekki sama aðgang að opinberri umræðu og borgarfulltrúinn,“ segir í bókun meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Pírata á fundi borgarráðs. „Árásir borgarfulltrúans á starfsfólk borgarinnar og áður ríkisins þegar hún gegndi stöðu þingmanns eru henni nú, sem fyrr - til skammar. Virðist eina fyriráætlun borgarfulltrúans vera að grafa undan innviðum borgarinnar sem gengur með öllu gegn hagsmunum borgarbúa.“

Vigdís hefur kvartað til Vinnueftirlitsins vegna málsins, en eineltis- og áreitnisteymi ráðhúss Reykjavíkur hóf að rannsaka kvartanir Helgu Bjargar vegna framgöngu Vigdísar í sinn garð um mitt ár í fyrra. „Þar sem Vigdís Hauksdóttir vildi ekki vinna að því að leiða málið til lykta og svara þeim erindum sem henni bárust var ekki hægt að aðhafast í málinu og því það látið niður falla,“ segir í bókun meirihlutans. „Það að mál sé látið niður falla vegna þess að Vigdís Hauksdóttir var ósamvinnuþýð er af og frá fullnaðarsigur hennar heldur merki um kjarkleysi hennar að horfast í augu við eineltistilburði sína og láta af slíkri niðurrifs- og ofbeldishegðun.“

Skrifstofustjórinn eiga að forðast sig samkvæmt eineltisfræðum

Vigdís svaraði bókuninni með sinni eigin, sagði „eitrað eineltis andrúmsloft“ í ráðhúsinu og að nýir borgarfulltrúar væru fljótir að læra eineltis vinnubrögðin. „Ef einhver fótur væri fyrir einelti af minni hálfu á hendur skrifstofustjóra Dags B. Eggertssonar, þá segja eineltisfræðin að viðkomandi ætti að forðast mig en ekki sækja í að sitja fundi þar sem ég er. Auðvitað lét ég ekki þvæla mér inn í heimatilbúinn, ólöglegan rannsóknarrétt ráðhússins sem stofnaður var mér til höfuðs. Nú gengur meirihlutinn fram með bókun sem inniheldur meiðyrði og miklar ásakanir í minn garð,“ sagði Vigdís.

„[...] sem embættiskona get ég ekki rökrætt við kjörna fulltrúa á opinberum vettvangi“

Helga Björg tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um málið í Facebook færslu í júní. Sagðist hún hafa takmarkaða möguleika á að bregðast við „samfelldri og súrrealískri atburðarás“ síðustu tveggja ára. „Í þessu samhengi er mikilvægt að taka fram að sem embættiskona get ég ekki rökrætt við kjörna fulltrúa á opinberum vettvangi, enda ber mér að vinna með fulltrúum allra flokka og framkvæma ákvarðanir þeirra. Allar mótbárur við ávirðingum kjörinna fulltrúa gætu rofið þann trúnað sem þarf að vera til staðar gagnvart núverandi borgarfulltrúum og borgarfulltrúum framtíðar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár