Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Meirihlutinn gagnrýnir „niðurrifs- og ofbeldishegðun“ Vigdísar

Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins, kvart­ar áfram yf­ir að skrif­stofu­stjóri sitji fundi sem hún er við­stödd. „Það er ekki sæm­andi borg­ar­full­trúa sem er í valda­stöðu að ráð­ast ít­rek­að að einni mann­eskju,“ seg­ir meiri­hlut­inn.

Meirihlutinn gagnrýnir „niðurrifs- og ofbeldishegðun“ Vigdísar
Vigdís Hauksdóttir Borgarfulltrúinn hefur sagt skrifstofustjóra leggja sig í einelti. Mynd: gunnarsvanberg.com

Meirihlutinn í borgarstjórn segir Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, sýna eineltistilburði og stunda „niðurrifs- og ofbeldishegðun“. Vigdís hefur ítrekað kvartað yfir því að Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri borgarstjóra og borgarritara, sitji sömu fundi og hún. Kvartaði hún á ný á fundi borgarráðs í gær þegar Helga Björg tók sæti með fjarfundarbúnaði undir lið ásamt öðrum starfsmönnum þar hún hafði komið að undirbúningi málsins sem var til umræðu.

„Það er ekki sæmandi borgarfulltrúa sem er í valdastöðu að ráðast ítrekað að einni manneskju sem er eingöngu að sinna starfsskyldum sínum og sem hefur ekki sama aðgang að opinberri umræðu og borgarfulltrúinn,“ segir í bókun meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Pírata á fundi borgarráðs. „Árásir borgarfulltrúans á starfsfólk borgarinnar og áður ríkisins þegar hún gegndi stöðu þingmanns eru henni nú, sem fyrr - til skammar. Virðist eina fyriráætlun borgarfulltrúans vera að grafa undan innviðum borgarinnar sem gengur með öllu gegn hagsmunum borgarbúa.“

Vigdís hefur kvartað til Vinnueftirlitsins vegna málsins, en eineltis- og áreitnisteymi ráðhúss Reykjavíkur hóf að rannsaka kvartanir Helgu Bjargar vegna framgöngu Vigdísar í sinn garð um mitt ár í fyrra. „Þar sem Vigdís Hauksdóttir vildi ekki vinna að því að leiða málið til lykta og svara þeim erindum sem henni bárust var ekki hægt að aðhafast í málinu og því það látið niður falla,“ segir í bókun meirihlutans. „Það að mál sé látið niður falla vegna þess að Vigdís Hauksdóttir var ósamvinnuþýð er af og frá fullnaðarsigur hennar heldur merki um kjarkleysi hennar að horfast í augu við eineltistilburði sína og láta af slíkri niðurrifs- og ofbeldishegðun.“

Skrifstofustjórinn eiga að forðast sig samkvæmt eineltisfræðum

Vigdís svaraði bókuninni með sinni eigin, sagði „eitrað eineltis andrúmsloft“ í ráðhúsinu og að nýir borgarfulltrúar væru fljótir að læra eineltis vinnubrögðin. „Ef einhver fótur væri fyrir einelti af minni hálfu á hendur skrifstofustjóra Dags B. Eggertssonar, þá segja eineltisfræðin að viðkomandi ætti að forðast mig en ekki sækja í að sitja fundi þar sem ég er. Auðvitað lét ég ekki þvæla mér inn í heimatilbúinn, ólöglegan rannsóknarrétt ráðhússins sem stofnaður var mér til höfuðs. Nú gengur meirihlutinn fram með bókun sem inniheldur meiðyrði og miklar ásakanir í minn garð,“ sagði Vigdís.

„[...] sem embættiskona get ég ekki rökrætt við kjörna fulltrúa á opinberum vettvangi“

Helga Björg tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um málið í Facebook færslu í júní. Sagðist hún hafa takmarkaða möguleika á að bregðast við „samfelldri og súrrealískri atburðarás“ síðustu tveggja ára. „Í þessu samhengi er mikilvægt að taka fram að sem embættiskona get ég ekki rökrætt við kjörna fulltrúa á opinberum vettvangi, enda ber mér að vinna með fulltrúum allra flokka og framkvæma ákvarðanir þeirra. Allar mótbárur við ávirðingum kjörinna fulltrúa gætu rofið þann trúnað sem þarf að vera til staðar gagnvart núverandi borgarfulltrúum og borgarfulltrúum framtíðar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár