Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Félag fréttamanna lýsir undrun og vonbrigðum með gagnrýnislausa birtingu ásakana Samherja

Fé­lag frétta­manna seg­ir Sam­herja grafa und­ir fjöl­miðl­um með ásök­un­um á hend­ur Helga Selj­an í mynd­bandi. Fjöl­miðl­ar hafi birt ásak­an­ir Sam­herja gagn­rýn­is­laust í morg­un.

Félag fréttamanna lýsir undrun og vonbrigðum með gagnrýnislausa birtingu ásakana Samherja
Forstjóri Samherja Þorsteinn Már Baldvinsson hefur ítrekað rætt um þátt Helga Seljan og RÚV í því að húsleit var gerð hjá Samherja eftir umfjöllun Kastljóss árið 2012.

Félag fréttamanna gagnrýnir að „stórfyrirtækið Samherji skuli veitast að persónu Helga Seljan fréttamanns með ómaklegum hætti“. Þekkt sé að fjársterkir aðilar grafi undan trausti á fjölmiðlum sem skapi hættu fyrir lýðræðið.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu sem Alma Ómarsdóttir formaður skrifar undir. Fréttblaðið fjallaði á forsíðu í dag um óútkomið myndband sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja sem birt var á YouTube í morgun. Í því er haldið fram að Helgi hafi árið 2012 byggt umfjöllun sína um meint brot Samherja á gjaldeyrislögum í Kastljósi á gögnum sem hafi verið röng, hann hafi ýmist breytt umræddum gögnum eða falsað þau.

„Stjórn Félags fréttamanna lýsir einnig undrun sinni og vonbrigðum með að sumir fjölmiðlar hafa tekið algjörlega gagnrýnislaust upp ásakanir og framsetningu í myndbandi stórfyrirtækisins sem birt var í morgun,“ segir í yfirlýsingunni.

Helgi sjálfur, útvarpsstjóri og fréttastjóri Ríkisútvarpsins hafa öll hafnað ásökunum Samherja. Svaraði Helgi þeim í löngu máli í færslu sem Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, birti fyrir hönd þáttarins.

„Myndband fyrirtækisins, sem birt var í dag, virðist hafa verið unnið til þess eins að vekja efasemdir um réttmæta umfjöllun fjölmiðla um málefni fyrirtækisins,“ segir í yfirlýsingu Félags fréttamanna. „Það er áhyggjuefni að forsvarsmenn stórfyrirtækja, sem fjölmiðlar fjalla eðlilega um, skuli velja að reyna að gera einstaka fjölmiðlamenn tortryggilega í stað þess að svara efnislega þeim atriðum sem fram hafa komið í umfjöllun fjölmiðla um starfsemi fyrirtækisins. Það vekur jafnframt áhyggjur að fyrirtækið skuli birta slíkar ávirðingar í gervi heimildaþáttar og grafa þannig undan fjölmiðlum almennt.“

Yfirlýsingin í heild sinni:

Stjórn Félags fréttamanna gagnrýnir harðlega að stórfyrirtækið Samherji skuli veitast að persónu Helga Seljan fréttamanns með ómaklegum hætti. Myndband fyrirtækisins, sem birt var í dag, virðist hafa verið unnið til þess eins að vekja efasemdir um réttmæta umfjöllun fjölmiðla um málefni fyrirtækisins.

Það er áhyggjuefni að forsvarsmenn stórfyrirtækja, sem fjölmiðlar fjalla eðlilega um, skuli velja að reyna að gera einstaka fjölmiðlamenn tortryggilega í stað þess að svara efnislega þeim atriðum sem fram hafa komið í umfjöllun fjölmiðla um starfsemi fyrirtækisins. Það vekur jafnframt áhyggjur að fyrirtækið skuli birta slíkar ávirðingar í gervi heimildaþáttar og grafa þannig undan fjölmiðlum almennt.

Þekkt er víða um heim að fjársterkir aðilar beiti ýmsum aðferðum til að vekja efasemdir um fréttaflutning sem að þeim snýr. Það skapar þá hættu að grafið sé undan trausti á fjölmiðlum og að fjölmiðlar veigri sér við að fjalla um einstaka aðila. Af því er mikil hætta búin fyrir lýðræðislegt samfélag sem byggir á því að almenningur fái að vita hvað ráðamenn í stjórnmálum og áhrifamenn í viðskiptum og atvinnulífi aðhafast. Slíkt hefur legið í loftinu síðan Kveikur, Stundin og Al Jazeera fjölluðu um Samherjaskjölin síðastliðið haust.

Stjórn Félags fréttamanna lýsir einnig undrun sinni og vonbrigðum með að sumir fjölmiðlar hafa tekið algjörlega gagnrýnislaust upp ásakanir og framsetningu í myndbandi stórfyrirtækisins sem birt var í morgun.

Alma Ómarsdóttir, formaður Félags fréttamanna

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár