Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Félag fréttamanna lýsir undrun og vonbrigðum með gagnrýnislausa birtingu ásakana Samherja

Fé­lag frétta­manna seg­ir Sam­herja grafa und­ir fjöl­miðl­um með ásök­un­um á hend­ur Helga Selj­an í mynd­bandi. Fjöl­miðl­ar hafi birt ásak­an­ir Sam­herja gagn­rýn­is­laust í morg­un.

Félag fréttamanna lýsir undrun og vonbrigðum með gagnrýnislausa birtingu ásakana Samherja
Forstjóri Samherja Þorsteinn Már Baldvinsson hefur ítrekað rætt um þátt Helga Seljan og RÚV í því að húsleit var gerð hjá Samherja eftir umfjöllun Kastljóss árið 2012.

Félag fréttamanna gagnrýnir að „stórfyrirtækið Samherji skuli veitast að persónu Helga Seljan fréttamanns með ómaklegum hætti“. Þekkt sé að fjársterkir aðilar grafi undan trausti á fjölmiðlum sem skapi hættu fyrir lýðræðið.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu sem Alma Ómarsdóttir formaður skrifar undir. Fréttblaðið fjallaði á forsíðu í dag um óútkomið myndband sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja sem birt var á YouTube í morgun. Í því er haldið fram að Helgi hafi árið 2012 byggt umfjöllun sína um meint brot Samherja á gjaldeyrislögum í Kastljósi á gögnum sem hafi verið röng, hann hafi ýmist breytt umræddum gögnum eða falsað þau.

„Stjórn Félags fréttamanna lýsir einnig undrun sinni og vonbrigðum með að sumir fjölmiðlar hafa tekið algjörlega gagnrýnislaust upp ásakanir og framsetningu í myndbandi stórfyrirtækisins sem birt var í morgun,“ segir í yfirlýsingunni.

Helgi sjálfur, útvarpsstjóri og fréttastjóri Ríkisútvarpsins hafa öll hafnað ásökunum Samherja. Svaraði Helgi þeim í löngu máli í færslu sem Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, birti fyrir hönd þáttarins.

„Myndband fyrirtækisins, sem birt var í dag, virðist hafa verið unnið til þess eins að vekja efasemdir um réttmæta umfjöllun fjölmiðla um málefni fyrirtækisins,“ segir í yfirlýsingu Félags fréttamanna. „Það er áhyggjuefni að forsvarsmenn stórfyrirtækja, sem fjölmiðlar fjalla eðlilega um, skuli velja að reyna að gera einstaka fjölmiðlamenn tortryggilega í stað þess að svara efnislega þeim atriðum sem fram hafa komið í umfjöllun fjölmiðla um starfsemi fyrirtækisins. Það vekur jafnframt áhyggjur að fyrirtækið skuli birta slíkar ávirðingar í gervi heimildaþáttar og grafa þannig undan fjölmiðlum almennt.“

Yfirlýsingin í heild sinni:

Stjórn Félags fréttamanna gagnrýnir harðlega að stórfyrirtækið Samherji skuli veitast að persónu Helga Seljan fréttamanns með ómaklegum hætti. Myndband fyrirtækisins, sem birt var í dag, virðist hafa verið unnið til þess eins að vekja efasemdir um réttmæta umfjöllun fjölmiðla um málefni fyrirtækisins.

Það er áhyggjuefni að forsvarsmenn stórfyrirtækja, sem fjölmiðlar fjalla eðlilega um, skuli velja að reyna að gera einstaka fjölmiðlamenn tortryggilega í stað þess að svara efnislega þeim atriðum sem fram hafa komið í umfjöllun fjölmiðla um starfsemi fyrirtækisins. Það vekur jafnframt áhyggjur að fyrirtækið skuli birta slíkar ávirðingar í gervi heimildaþáttar og grafa þannig undan fjölmiðlum almennt.

Þekkt er víða um heim að fjársterkir aðilar beiti ýmsum aðferðum til að vekja efasemdir um fréttaflutning sem að þeim snýr. Það skapar þá hættu að grafið sé undan trausti á fjölmiðlum og að fjölmiðlar veigri sér við að fjalla um einstaka aðila. Af því er mikil hætta búin fyrir lýðræðislegt samfélag sem byggir á því að almenningur fái að vita hvað ráðamenn í stjórnmálum og áhrifamenn í viðskiptum og atvinnulífi aðhafast. Slíkt hefur legið í loftinu síðan Kveikur, Stundin og Al Jazeera fjölluðu um Samherjaskjölin síðastliðið haust.

Stjórn Félags fréttamanna lýsir einnig undrun sinni og vonbrigðum með að sumir fjölmiðlar hafa tekið algjörlega gagnrýnislaust upp ásakanir og framsetningu í myndbandi stórfyrirtækisins sem birt var í morgun.

Alma Ómarsdóttir, formaður Félags fréttamanna

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár