Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Almenningshlutafélagið Festi keypti fyrirtæki af félagi sem forstjórinn stýrði

Bæði Eggert Þór Kristó­fers­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Festi, og stjórn­ar­formað­ur­inn, Þórð­ur Már Jó­hann­es­son, tengj­ast Bjarna Ár­manns­syni fjár­festi nán­um bönd­um. Festi ákvað að kaupa orku­sölu­fyr­ir­tæki af Bjarna og með­fjár­fest­um hans fyr­ir rúm­lega 722 millj­ón­ir. Eggert Þór hef­ur ekki vilj­að svara spurn­ing­um um mál­ið.

Almenningshlutafélagið Festi keypti fyrirtæki af félagi sem forstjórinn stýrði
Náinn samstarfsmaður Bjarna Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festis, var náinn samstarfsmaður og undirmaður Bjarna Ármannssonar um árabil, fyrst í Glitni og svo í fjárfestingarfélaginu Sjávarsýn. Myndin var tekin þegar Festi keypti hlut í Íslenskri orkumiðlun í fyrra. Með Eggerti á myndinni er Magnús Júlíusson, framkvæmdastjóri íslenskrar orkumiðlunar.

Almenningshlutafélagið Festi, sem rekur N1 og Krónuna meðal annars,  keypti orkusölufyrirtæki af fjárfestingarfélagi sem forstjóri félagsins, Eggert Þór Kristófersson, stýrði um þriggja ára skeið á árunum 2008 til 2011. Fjárfestingarfélagið er í eigu Bjarna Ármannssonar, fjárfestis og fyrrverandi bankastjóra Glitnis, og heitir Sjávarsýn.

Eggert Þór var um árabil einn nánasti samstarfsmaður Bjarna og starfaði hann sem framkvæmdastjóri eignastýringar Glitnis á meðan Bjarni var forstjóri bankans. Íslenskir lífeyrissjóðir, og þar með viðskiptavinir þeirra sem eru greiðendur iðgjalda, eiga meirihluta hlutafjár í Festi.

Orkusölufyrirtækið sem um ræðir heitir Íslensk orkumiðlun og átti fjárfestingarfélag Bjarna 32,5 prósent hlut í fyrirtækinu þar til Festi ákvað að kaupa hann og aðra hluthafa þess út í mars á þessu ári. Aðrir hluthafar voru framkvæmdastjórinn Magnús Júlíusson, Kaupfélag Skagfirðinga og Ísfélag Vestmannaeyja. Festi átti fyrir þessa ákvörðun um yfirtöku félagsins 15 prósenta hlut í Íslenskri orkumiðlun sem keyptur var í mars 2019. 

Kaupverðið á þessum 85 prósenta hluti var 722 milljónir króna. Greitt var fyrir hlutabréfin með bréfum í Festi og með reiðufé. 

Vinur og meðfjárfestir BjarnaÞórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður almenningshlutafélagsins Festis, er vinur og viðskiptafélagi Bjarna Ármannssonar til margra ára.

Stjórnarformaðurinn viðskiptafélagi Bjarna

Auk tengsla forstjóra Festi við stærsta hluthafa Íslenskrar Orkumiðlunar, Bjarna Ármannsson, er stjórnarformaður Festi, Þórður Már Jóhannesson, einnig tengdur honum viðskiptaböndum.

Þórður Már og Bjarni hafa í gegnum árin stundað fjárfestingar saman og áttu meðal annars saman félagið Kríu sem stundaði framvirk hlutabréfaviðskipti með bréf í FL Group, stærsta hluthafa Glitnis, fyrir bankahrunið 2008. Þórður Már sagði við DV árið 2009 að ekkert væri athugavert við fjárfestingar hans og Bjarna í umræddu félagi, þeir hefðu þekkst lengi og væru vinir. 

„Þar mun verða farið yfir kaup Festi á Íslenskri Orkumiðlun.“

Í fjölmiðlum hefur ennfremur komið að Bjarni hafi ráðið Þórð Má til Kaupþings og síðar Straums þegar hann starfaði í þeim fjármálafyrirtækjum.

Eggert vill ekki svara spurningum

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vakti athygli á þessum viðskiptum Festi með Íslenska orkumiðlun á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu í tengslum við umræðu um það sem Ragnar Þór telur vera spillingu í viðskiptum félaga sem eru í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Bloggarinn Guðmundur Hörður vakti i kjölfarið athygli á orðum Ragnars á vef Stundarinnar.

Meðal stærstu hluthafa Festi eru Lífeyrissjóður verslunarmanna Gildi – lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins sem samtals eiga um 25 prósenta hlut í félaginu. 

Stundin sendi Eggerti Þór Kristóferssyni spurningar um þessi viðskipti. Eggert Þór hefur ekki viljað svara spurningunum. Forstjórinn vísar til þess að uppgjör Festi verði kynnt síðar í dag og að þar verði að finna upplýsingar um þessi viðskipti. „Festi hf. er almenningshlutafélag sem er skrá á markað í Nasdaq OMX og mun síðar í dag birta uppgjör fyrir 2. ársfjórðung 2020. Þar mun verða farið yfir kaup Festi á Íslenskri Orkumiðlun eins og lofað var á aðalfundi félagsins sem haldin var 23. mars 2020 þar sem allir hluthafar samþykkti þessi kaup. Þannig að til að tryggja jafnræði fjárfesta og fara að lögum þá verður þú að bíða eftir þessum upplýsingum þangað til síðar í dag.“

Meðal þess sem Stundin spurði Eggert að var hvort hann teldi eðlilegt að hann sem fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárfestingarfélags Bjarna Ármannssonar kæmi að því að láta félag sem hann stýrir kaupa hlutabréf af þessu sama félagi. Einnig spurði Stundin hann að því hvernig verðmatið á fyrirtækinu hefði farið fram og hvort til greina hefði komið að stofna eigið orkusölufyrirtæki. 

Þriggja ára fyrirtæki með tvo starfsmenn

Eitt af því sem vekur athygli í viðskiptunum er að Íslensk orkumiðlun er fyrirtæki sem stofnað var fyrir einungis þremur árum og er með tvo starfsmenn í vinnu samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2018 og einnig samkvæmt heimasíðu þess. Um er að ræða fyrirtæki sem er milliliður í því að kaupa og selja rafmagn til fyrirtækja og einstaklinga. Fyrirtækið kaupir rafmagn á heildsölumarkaði og selur það á smásölumarkaði. 

Ein af spurningunum sem Stundin spurði Eggert Þór að var af hverju Festi stofnaði ekki sitt eigið orkufyrirtæki í stað þess að kaupa fyrirtæki með tvo starfsmenn og stutta rekstrarsögu á þessu verði.

Íslensk orkumiðlun var sannarlega með mikla tekjuaukningu á árunum 2017 til 2018, fór úr 164 milljónum i 954 milljónir króna á milli, en ekki liggur fyrir hverjir viðskiptavinir fyrirtækisins eru eða voru. Að fyrirtækinu standa félög sem stunda rafmagnsfrekan rekstur, eins og til dæmis Kaupfélag Skagfirðinga. Eggert Þór svaraði ekki spurningunni um hverjir helstu viðskiptavinir Íslenskrar orkumiðlunar væru. 

Félagið á nánast engar eignir, ef frá eru taldar viðskiptakröfur vegna sölu á rafmagni; það á enga fasteign og vinnutækin og hugbúnaðurinn sem fyrirtækið á eru bókfærð í ársreikningi þess á tæplega 5 milljóna króna.

Ein af spurningunum sem eftir situr er því hvað það er sem Festi er að borga 722 milljónir króna fyrir því þetta er ekki ljóst út frá síðasta birta ársreikningi félagsins. Einn möguleiki er kunnátta og færni starfsmannanna tveggja á sviði orkusölu og annar möguleiki eru viðskiptasambönd og mögulega samningar sem fyrirtækið hefur gert við viðskiptavini þess. 

En skýringar Festi á þessum viðskiptum munu væntanlega koma fram þegar félagið kynnir uppgjör sitt eins og Eggert Þór segir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár