Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Almenningshlutafélagið Festi keypti fyrirtæki af félagi sem forstjórinn stýrði

Bæði Eggert Þór Kristó­fers­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Festi, og stjórn­ar­formað­ur­inn, Þórð­ur Már Jó­hann­es­son, tengj­ast Bjarna Ár­manns­syni fjár­festi nán­um bönd­um. Festi ákvað að kaupa orku­sölu­fyr­ir­tæki af Bjarna og með­fjár­fest­um hans fyr­ir rúm­lega 722 millj­ón­ir. Eggert Þór hef­ur ekki vilj­að svara spurn­ing­um um mál­ið.

Almenningshlutafélagið Festi keypti fyrirtæki af félagi sem forstjórinn stýrði
Náinn samstarfsmaður Bjarna Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festis, var náinn samstarfsmaður og undirmaður Bjarna Ármannssonar um árabil, fyrst í Glitni og svo í fjárfestingarfélaginu Sjávarsýn. Myndin var tekin þegar Festi keypti hlut í Íslenskri orkumiðlun í fyrra. Með Eggerti á myndinni er Magnús Júlíusson, framkvæmdastjóri íslenskrar orkumiðlunar.

Almenningshlutafélagið Festi, sem rekur N1 og Krónuna meðal annars,  keypti orkusölufyrirtæki af fjárfestingarfélagi sem forstjóri félagsins, Eggert Þór Kristófersson, stýrði um þriggja ára skeið á árunum 2008 til 2011. Fjárfestingarfélagið er í eigu Bjarna Ármannssonar, fjárfestis og fyrrverandi bankastjóra Glitnis, og heitir Sjávarsýn.

Eggert Þór var um árabil einn nánasti samstarfsmaður Bjarna og starfaði hann sem framkvæmdastjóri eignastýringar Glitnis á meðan Bjarni var forstjóri bankans. Íslenskir lífeyrissjóðir, og þar með viðskiptavinir þeirra sem eru greiðendur iðgjalda, eiga meirihluta hlutafjár í Festi.

Orkusölufyrirtækið sem um ræðir heitir Íslensk orkumiðlun og átti fjárfestingarfélag Bjarna 32,5 prósent hlut í fyrirtækinu þar til Festi ákvað að kaupa hann og aðra hluthafa þess út í mars á þessu ári. Aðrir hluthafar voru framkvæmdastjórinn Magnús Júlíusson, Kaupfélag Skagfirðinga og Ísfélag Vestmannaeyja. Festi átti fyrir þessa ákvörðun um yfirtöku félagsins 15 prósenta hlut í Íslenskri orkumiðlun sem keyptur var í mars 2019. 

Kaupverðið á þessum 85 prósenta hluti var 722 milljónir króna. Greitt var fyrir hlutabréfin með bréfum í Festi og með reiðufé. 

Vinur og meðfjárfestir BjarnaÞórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður almenningshlutafélagsins Festis, er vinur og viðskiptafélagi Bjarna Ármannssonar til margra ára.

Stjórnarformaðurinn viðskiptafélagi Bjarna

Auk tengsla forstjóra Festi við stærsta hluthafa Íslenskrar Orkumiðlunar, Bjarna Ármannsson, er stjórnarformaður Festi, Þórður Már Jóhannesson, einnig tengdur honum viðskiptaböndum.

Þórður Már og Bjarni hafa í gegnum árin stundað fjárfestingar saman og áttu meðal annars saman félagið Kríu sem stundaði framvirk hlutabréfaviðskipti með bréf í FL Group, stærsta hluthafa Glitnis, fyrir bankahrunið 2008. Þórður Már sagði við DV árið 2009 að ekkert væri athugavert við fjárfestingar hans og Bjarna í umræddu félagi, þeir hefðu þekkst lengi og væru vinir. 

„Þar mun verða farið yfir kaup Festi á Íslenskri Orkumiðlun.“

Í fjölmiðlum hefur ennfremur komið að Bjarni hafi ráðið Þórð Má til Kaupþings og síðar Straums þegar hann starfaði í þeim fjármálafyrirtækjum.

Eggert vill ekki svara spurningum

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vakti athygli á þessum viðskiptum Festi með Íslenska orkumiðlun á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu í tengslum við umræðu um það sem Ragnar Þór telur vera spillingu í viðskiptum félaga sem eru í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Bloggarinn Guðmundur Hörður vakti i kjölfarið athygli á orðum Ragnars á vef Stundarinnar.

Meðal stærstu hluthafa Festi eru Lífeyrissjóður verslunarmanna Gildi – lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins sem samtals eiga um 25 prósenta hlut í félaginu. 

Stundin sendi Eggerti Þór Kristóferssyni spurningar um þessi viðskipti. Eggert Þór hefur ekki viljað svara spurningunum. Forstjórinn vísar til þess að uppgjör Festi verði kynnt síðar í dag og að þar verði að finna upplýsingar um þessi viðskipti. „Festi hf. er almenningshlutafélag sem er skrá á markað í Nasdaq OMX og mun síðar í dag birta uppgjör fyrir 2. ársfjórðung 2020. Þar mun verða farið yfir kaup Festi á Íslenskri Orkumiðlun eins og lofað var á aðalfundi félagsins sem haldin var 23. mars 2020 þar sem allir hluthafar samþykkti þessi kaup. Þannig að til að tryggja jafnræði fjárfesta og fara að lögum þá verður þú að bíða eftir þessum upplýsingum þangað til síðar í dag.“

Meðal þess sem Stundin spurði Eggert að var hvort hann teldi eðlilegt að hann sem fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárfestingarfélags Bjarna Ármannssonar kæmi að því að láta félag sem hann stýrir kaupa hlutabréf af þessu sama félagi. Einnig spurði Stundin hann að því hvernig verðmatið á fyrirtækinu hefði farið fram og hvort til greina hefði komið að stofna eigið orkusölufyrirtæki. 

Þriggja ára fyrirtæki með tvo starfsmenn

Eitt af því sem vekur athygli í viðskiptunum er að Íslensk orkumiðlun er fyrirtæki sem stofnað var fyrir einungis þremur árum og er með tvo starfsmenn í vinnu samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2018 og einnig samkvæmt heimasíðu þess. Um er að ræða fyrirtæki sem er milliliður í því að kaupa og selja rafmagn til fyrirtækja og einstaklinga. Fyrirtækið kaupir rafmagn á heildsölumarkaði og selur það á smásölumarkaði. 

Ein af spurningunum sem Stundin spurði Eggert Þór að var af hverju Festi stofnaði ekki sitt eigið orkufyrirtæki í stað þess að kaupa fyrirtæki með tvo starfsmenn og stutta rekstrarsögu á þessu verði.

Íslensk orkumiðlun var sannarlega með mikla tekjuaukningu á árunum 2017 til 2018, fór úr 164 milljónum i 954 milljónir króna á milli, en ekki liggur fyrir hverjir viðskiptavinir fyrirtækisins eru eða voru. Að fyrirtækinu standa félög sem stunda rafmagnsfrekan rekstur, eins og til dæmis Kaupfélag Skagfirðinga. Eggert Þór svaraði ekki spurningunni um hverjir helstu viðskiptavinir Íslenskrar orkumiðlunar væru. 

Félagið á nánast engar eignir, ef frá eru taldar viðskiptakröfur vegna sölu á rafmagni; það á enga fasteign og vinnutækin og hugbúnaðurinn sem fyrirtækið á eru bókfærð í ársreikningi þess á tæplega 5 milljóna króna.

Ein af spurningunum sem eftir situr er því hvað það er sem Festi er að borga 722 milljónir króna fyrir því þetta er ekki ljóst út frá síðasta birta ársreikningi félagsins. Einn möguleiki er kunnátta og færni starfsmannanna tveggja á sviði orkusölu og annar möguleiki eru viðskiptasambönd og mögulega samningar sem fyrirtækið hefur gert við viðskiptavini þess. 

En skýringar Festi á þessum viðskiptum munu væntanlega koma fram þegar félagið kynnir uppgjör sitt eins og Eggert Þór segir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár