Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

113. spurningaþraut: Í hvaða bók koma þeir fyrir, Queequeg, Tashtego, Daggoo og Fedallah?

113. spurningaþraut: Í hvaða bók koma þeir fyrir, Queequeg, Tashtego, Daggoo og Fedallah?

Hér er spurningaþrautin frá í gær.

Fyrri aukaspurningin: 

Hvað er að gerast á myndinni hér að ofan?

Aðalspurningar:

1.   Árið 1997 fékk ítalska kvikmyndin Lífið er dásamlegt Óskarsverðlaun sem besta erlenda myndin. Henni stýrði háðfuglinn Roberto Benigni. Miðað við að hér var um gamanmynd að ræða þótti sögusvið hennar nokkuð óvenjulegt, en hún gerðist að mestu í leyti ... hvar?

2.   Einhvern tíma í haust eða vetur verður nýjasta James Bond-myndin frumsýnd. Daniel Craig hefur upplýst að þetta verði síðasta Bond-myndin sem hann leiki í. Hvað heitir myndin?

3.   Hver hefur leikið James Bond oftar en nokkur annar?

4.   Hver syngur titillagið í Bond-myndinni nýju?

5.   Hversu margir borgir Kína hafa meira en eina milljón íbúa? Hér má skeika 5 til eða frá.

6.   Hvaða íslenski reyfarahöfundur hefur skrifað um lögreglumanninn Ara Þór ?

7.   Hver söng árið 1994 lagið Violently Happy?

8.   Hvað er persónan Pinocchio kallaður á íslensku?

9.   Hvaða reikistjarna skartar fellibyl sem kallaður er „rauði bletturinn“?

10.   Í hvaða bandarísku skáldsögu koma fyrir hvalveiðiskutlararnir Queequeg, Tashtego, Daggoo og Fedallah?

Og aukaspurning númer tvö:

Hver málaði þessa mynd?

Og hér eru - eins og fyrir galdra - svörin öll:

1.   Í þýskum fangabúðum í síðari heimsstyrjöld.

2.   No Time To Die.

3.   Roger Moore.

4.   Billie Eilish.

5.   Þær eru 113, svo hér telst allt rétt frá 108 til 118.

6.   Ragnar Jónasson.

7.   Björk Guðmundsdóttir.

8.   Gosi.

9.   Júpíter.

10.   Þetta eru hvalaskutlararnir í Moby Dick.

Fyrri aukaspurning:

Myndin sýnir kröfugöngu Rauðsokka 1. maí 1970. Á líkneskinu stendur: „Manneskja ekki markaðsvara.“ Nauðsynlegt er að nefna Rauðsokku og kröfugöngu, en annað má liggja milli hluta.

Sjá hér:

Málverkið málaði Vincent Van Gogh.

Og hér er aftur linkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár