Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

111. spurningaþraut: Kryddjurt, myndastytta, tvær borgir, sitthvað fleira

111. spurningaþraut: Kryddjurt, myndastytta, tvær borgir, sitthvað fleira

Athugið að 110. þraut (frá því í gær) er hérna, ef þið viljið spreyta ykkur á henni.

En þá kemur hér fyrst fyrri aukaspurning:

Hvað er að gerast á þessari mynd hér að ofan?

Seinni aukaspurningin verður borin upp á eftir, þegar að henni kemur, en hér koma aðalspurningarnar tíu:

***

1.   Hvað heitir umdeildasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra á Bretlandi? Hér dugar eftirnafnið.

2.   Við hvaða fljót stendur kaupstaðurinn Hella? Hér þarf að koma nákvæmt nafn árinnar.

3.   Hvar áttu sumarólympíuleikarnir að fara fram nú í sumar?

4.   Hvað heitir stærsta borgin í Wales?

5.   Nú skal spurt um eina frægustu styttu í heimi, en fáir þekkja höfund hennar nema algjörir sérfræðingar. Höfundurinn hét reyndar George Stanley en mótaði styttuna eftir skissu sem Cedric nokkur Gibbons gerði upphaflega. Hver er þessi stytta?

6.   Hvað heitir borgarstjórinn í Reykjavík?

7.   Maria Sharapova hefur fengist við tiltekið athæfi frá barnæsku, en tilkynnti fyrir ekki löngu að hún væri hætt. Hætt hverju?

8.   Í uppskriftum á netinu - einkum af amerískum uppruna - kann fólk stundum að rekast á fyrirskipanir um að nota svo og svo mikið af kryddjurtinni „cilantro“. Hvað kallast sú jurt á flestum evrópskum málum?

9.   Rønne heitir borg ein í Danmörku. Á hvaða eyju leynist hún?

10.   Hver fór með hlutverk Kay Adams, síðar Kay Corleone, í kvikmyndunum um Guðföðurinn?

Og hér er seinni aukaspurningin:

Hvað heitir það dýr sem hér sést í?

Svörin:

1.   Cummings. Að fornafni heitir hann Dominic.

2.   Ytri-Rangá.

3.   Tókíó.

4.   Cardiff.

5.   Óskarsverðlaunastyttan.

6.   Dagur B. Eggertsson.

7.   Að spila tennis.

8.   Kóríander.

9.   Borgundarhólmi.

10.  Diane Keaton.

Aukaspurningar:

Efri myndin var tekin þegar John F. Kennedy Bandaríkjaforseti var myrtur.

Dýrið er að sjálfsögðu lamadýr:

Hér er svo loks aftur þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
4
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár