Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

111. spurningaþraut: Kryddjurt, myndastytta, tvær borgir, sitthvað fleira

111. spurningaþraut: Kryddjurt, myndastytta, tvær borgir, sitthvað fleira

Athugið að 110. þraut (frá því í gær) er hérna, ef þið viljið spreyta ykkur á henni.

En þá kemur hér fyrst fyrri aukaspurning:

Hvað er að gerast á þessari mynd hér að ofan?

Seinni aukaspurningin verður borin upp á eftir, þegar að henni kemur, en hér koma aðalspurningarnar tíu:

***

1.   Hvað heitir umdeildasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra á Bretlandi? Hér dugar eftirnafnið.

2.   Við hvaða fljót stendur kaupstaðurinn Hella? Hér þarf að koma nákvæmt nafn árinnar.

3.   Hvar áttu sumarólympíuleikarnir að fara fram nú í sumar?

4.   Hvað heitir stærsta borgin í Wales?

5.   Nú skal spurt um eina frægustu styttu í heimi, en fáir þekkja höfund hennar nema algjörir sérfræðingar. Höfundurinn hét reyndar George Stanley en mótaði styttuna eftir skissu sem Cedric nokkur Gibbons gerði upphaflega. Hver er þessi stytta?

6.   Hvað heitir borgarstjórinn í Reykjavík?

7.   Maria Sharapova hefur fengist við tiltekið athæfi frá barnæsku, en tilkynnti fyrir ekki löngu að hún væri hætt. Hætt hverju?

8.   Í uppskriftum á netinu - einkum af amerískum uppruna - kann fólk stundum að rekast á fyrirskipanir um að nota svo og svo mikið af kryddjurtinni „cilantro“. Hvað kallast sú jurt á flestum evrópskum málum?

9.   Rønne heitir borg ein í Danmörku. Á hvaða eyju leynist hún?

10.   Hver fór með hlutverk Kay Adams, síðar Kay Corleone, í kvikmyndunum um Guðföðurinn?

Og hér er seinni aukaspurningin:

Hvað heitir það dýr sem hér sést í?

Svörin:

1.   Cummings. Að fornafni heitir hann Dominic.

2.   Ytri-Rangá.

3.   Tókíó.

4.   Cardiff.

5.   Óskarsverðlaunastyttan.

6.   Dagur B. Eggertsson.

7.   Að spila tennis.

8.   Kóríander.

9.   Borgundarhólmi.

10.  Diane Keaton.

Aukaspurningar:

Efri myndin var tekin þegar John F. Kennedy Bandaríkjaforseti var myrtur.

Dýrið er að sjálfsögðu lamadýr:

Hér er svo loks aftur þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
2
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu