Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

111. spurningaþraut: Kryddjurt, myndastytta, tvær borgir, sitthvað fleira

111. spurningaþraut: Kryddjurt, myndastytta, tvær borgir, sitthvað fleira

Athugið að 110. þraut (frá því í gær) er hérna, ef þið viljið spreyta ykkur á henni.

En þá kemur hér fyrst fyrri aukaspurning:

Hvað er að gerast á þessari mynd hér að ofan?

Seinni aukaspurningin verður borin upp á eftir, þegar að henni kemur, en hér koma aðalspurningarnar tíu:

***

1.   Hvað heitir umdeildasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra á Bretlandi? Hér dugar eftirnafnið.

2.   Við hvaða fljót stendur kaupstaðurinn Hella? Hér þarf að koma nákvæmt nafn árinnar.

3.   Hvar áttu sumarólympíuleikarnir að fara fram nú í sumar?

4.   Hvað heitir stærsta borgin í Wales?

5.   Nú skal spurt um eina frægustu styttu í heimi, en fáir þekkja höfund hennar nema algjörir sérfræðingar. Höfundurinn hét reyndar George Stanley en mótaði styttuna eftir skissu sem Cedric nokkur Gibbons gerði upphaflega. Hver er þessi stytta?

6.   Hvað heitir borgarstjórinn í Reykjavík?

7.   Maria Sharapova hefur fengist við tiltekið athæfi frá barnæsku, en tilkynnti fyrir ekki löngu að hún væri hætt. Hætt hverju?

8.   Í uppskriftum á netinu - einkum af amerískum uppruna - kann fólk stundum að rekast á fyrirskipanir um að nota svo og svo mikið af kryddjurtinni „cilantro“. Hvað kallast sú jurt á flestum evrópskum málum?

9.   Rønne heitir borg ein í Danmörku. Á hvaða eyju leynist hún?

10.   Hver fór með hlutverk Kay Adams, síðar Kay Corleone, í kvikmyndunum um Guðföðurinn?

Og hér er seinni aukaspurningin:

Hvað heitir það dýr sem hér sést í?

Svörin:

1.   Cummings. Að fornafni heitir hann Dominic.

2.   Ytri-Rangá.

3.   Tókíó.

4.   Cardiff.

5.   Óskarsverðlaunastyttan.

6.   Dagur B. Eggertsson.

7.   Að spila tennis.

8.   Kóríander.

9.   Borgundarhólmi.

10.  Diane Keaton.

Aukaspurningar:

Efri myndin var tekin þegar John F. Kennedy Bandaríkjaforseti var myrtur.

Dýrið er að sjálfsögðu lamadýr:

Hér er svo loks aftur þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu