Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

111. spurningaþraut: Kryddjurt, myndastytta, tvær borgir, sitthvað fleira

111. spurningaþraut: Kryddjurt, myndastytta, tvær borgir, sitthvað fleira

Athugið að 110. þraut (frá því í gær) er hérna, ef þið viljið spreyta ykkur á henni.

En þá kemur hér fyrst fyrri aukaspurning:

Hvað er að gerast á þessari mynd hér að ofan?

Seinni aukaspurningin verður borin upp á eftir, þegar að henni kemur, en hér koma aðalspurningarnar tíu:

***

1.   Hvað heitir umdeildasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra á Bretlandi? Hér dugar eftirnafnið.

2.   Við hvaða fljót stendur kaupstaðurinn Hella? Hér þarf að koma nákvæmt nafn árinnar.

3.   Hvar áttu sumarólympíuleikarnir að fara fram nú í sumar?

4.   Hvað heitir stærsta borgin í Wales?

5.   Nú skal spurt um eina frægustu styttu í heimi, en fáir þekkja höfund hennar nema algjörir sérfræðingar. Höfundurinn hét reyndar George Stanley en mótaði styttuna eftir skissu sem Cedric nokkur Gibbons gerði upphaflega. Hver er þessi stytta?

6.   Hvað heitir borgarstjórinn í Reykjavík?

7.   Maria Sharapova hefur fengist við tiltekið athæfi frá barnæsku, en tilkynnti fyrir ekki löngu að hún væri hætt. Hætt hverju?

8.   Í uppskriftum á netinu - einkum af amerískum uppruna - kann fólk stundum að rekast á fyrirskipanir um að nota svo og svo mikið af kryddjurtinni „cilantro“. Hvað kallast sú jurt á flestum evrópskum málum?

9.   Rønne heitir borg ein í Danmörku. Á hvaða eyju leynist hún?

10.   Hver fór með hlutverk Kay Adams, síðar Kay Corleone, í kvikmyndunum um Guðföðurinn?

Og hér er seinni aukaspurningin:

Hvað heitir það dýr sem hér sést í?

Svörin:

1.   Cummings. Að fornafni heitir hann Dominic.

2.   Ytri-Rangá.

3.   Tókíó.

4.   Cardiff.

5.   Óskarsverðlaunastyttan.

6.   Dagur B. Eggertsson.

7.   Að spila tennis.

8.   Kóríander.

9.   Borgundarhólmi.

10.  Diane Keaton.

Aukaspurningar:

Efri myndin var tekin þegar John F. Kennedy Bandaríkjaforseti var myrtur.

Dýrið er að sjálfsögðu lamadýr:

Hér er svo loks aftur þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár