Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

111. spurningaþraut: Kryddjurt, myndastytta, tvær borgir, sitthvað fleira

111. spurningaþraut: Kryddjurt, myndastytta, tvær borgir, sitthvað fleira

Athugið að 110. þraut (frá því í gær) er hérna, ef þið viljið spreyta ykkur á henni.

En þá kemur hér fyrst fyrri aukaspurning:

Hvað er að gerast á þessari mynd hér að ofan?

Seinni aukaspurningin verður borin upp á eftir, þegar að henni kemur, en hér koma aðalspurningarnar tíu:

***

1.   Hvað heitir umdeildasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra á Bretlandi? Hér dugar eftirnafnið.

2.   Við hvaða fljót stendur kaupstaðurinn Hella? Hér þarf að koma nákvæmt nafn árinnar.

3.   Hvar áttu sumarólympíuleikarnir að fara fram nú í sumar?

4.   Hvað heitir stærsta borgin í Wales?

5.   Nú skal spurt um eina frægustu styttu í heimi, en fáir þekkja höfund hennar nema algjörir sérfræðingar. Höfundurinn hét reyndar George Stanley en mótaði styttuna eftir skissu sem Cedric nokkur Gibbons gerði upphaflega. Hver er þessi stytta?

6.   Hvað heitir borgarstjórinn í Reykjavík?

7.   Maria Sharapova hefur fengist við tiltekið athæfi frá barnæsku, en tilkynnti fyrir ekki löngu að hún væri hætt. Hætt hverju?

8.   Í uppskriftum á netinu - einkum af amerískum uppruna - kann fólk stundum að rekast á fyrirskipanir um að nota svo og svo mikið af kryddjurtinni „cilantro“. Hvað kallast sú jurt á flestum evrópskum málum?

9.   Rønne heitir borg ein í Danmörku. Á hvaða eyju leynist hún?

10.   Hver fór með hlutverk Kay Adams, síðar Kay Corleone, í kvikmyndunum um Guðföðurinn?

Og hér er seinni aukaspurningin:

Hvað heitir það dýr sem hér sést í?

Svörin:

1.   Cummings. Að fornafni heitir hann Dominic.

2.   Ytri-Rangá.

3.   Tókíó.

4.   Cardiff.

5.   Óskarsverðlaunastyttan.

6.   Dagur B. Eggertsson.

7.   Að spila tennis.

8.   Kóríander.

9.   Borgundarhólmi.

10.  Diane Keaton.

Aukaspurningar:

Efri myndin var tekin þegar John F. Kennedy Bandaríkjaforseti var myrtur.

Dýrið er að sjálfsögðu lamadýr:

Hér er svo loks aftur þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár