Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

109. spurningaþraut: Hvert fór arabíski ferðalangurinn Ahmad bin Fadlan á 10. öld? Þið vitið það, trúi ég

109. spurningaþraut: Hvert fór arabíski ferðalangurinn Ahmad bin Fadlan á 10. öld? Þið vitið það, trúi ég

Þrautin frá í gær? Hún er hér!

Aukaspurningar:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

Neðri myndin sýnir lauf trjáa, sem reyndar hafa ekki vaxið á Íslandi, þótt á seinni árum séu ýmsir að gera tilraunir með að láta þau vaxa hér. Hvaða tré eru það?

Og aðalspurningar koma þá hér?

1.   Hversu mörg sjálfstæð ríki eru fullgildir aðilar að Sameinuðu þjóðunum? Hér má skeika 5 ríkjum til eða frá.

2.   Hvað ætli sé nýjasta ríkið sem tekið var í Sameinuðu þjóðirnar? Það gerðist reyndar árið 2011.

3.   Friedrich August von Hayek hét maður sem lést árið 1992. Hann var mikilsvirtur í sinni fræðigrein. Hver var hún?

4.   Ahmad ibn Fadlan hét arabískur ferðalangur á 10. öld sem skrifaði lýsingu á ferðalagi sínu til fjarlægra slóða, þar sem hann varð meðal annars vitni að því þegar skip var brennt við hátíðlega athöfn. Hvaða þjóð eða öllu heldur þjóðflokkur var það sem Ibn Fadlan lýsti?

5.   Sicario hét vinsæl glæpamynd um eiturlyfjahringi í Mexíkó og Bandaríkjunum, sem frumsýnd var 2015. Þar léku stór hlutverk menn eins og Benicio del Toro og Josh Brolin, en aðalhlutverkið - mjög töff FBI-mann - var þó í höndum konu einnar sem fram að því hafði verið einna þekktust fyrir að leika Viktoríu drottningu á yngri árum. Hvað heitir hún?

6.   En svo er annað. Hver samdi tónlistina í þessari kvikmynd leikstjórans Dennis Villeneuve?

7.   Árið 2008 vildi svo til að tvær íslenskar kvikmyndir voru frumsýndar þar sem brúðkaup voru í forgrunni. Önnur hét Brúðguminn og var leikstýrt af Baltasar Kormáki. Þar léku Hilmir Snær, Margrét Vilhjálmsdóttir og fleiri stór hlutverk. En á hvaða tiltölulega afskekkta stað gerðist þessi mynd?

8.   Hin myndin hét Sveitabrúðkaup og þar léku Nanna Kristín og Björn Hlynur stærstu hlutverkin. Leikstjóri þeirrar myndar er raunar þekktari fyrir að klippa myndir en stjórna. Hver leikstýrði Sveitabrúðkaupi?

9.   Hrauni sem flæðir úr eldgosum er yfirleitt skipt í tvennt: helluhraun og ... hvað?

10.   Ef lagt er upp frá London á Bretlandi og haldið í vestur, hver er þá fyrsta milljónaborgin í Norður-Ameríku sem fyrir verður, svona nokkurn veginn, þótt ekki séu þær borgir á nákvæmlega sömu breiddargráðu, heldur er London ívið norðar?

Svör við aðalspurningum:

1.   Ríki Sameinuðu þjóðanna eru 193 - svo rétt hjá telja allt frá 188 til 198.

2.   Suður-Súdan.

3.   Hagfræði.

4.   Víkingar. Þeir voru komnir alla leið til Rússlands, svo menn geta gefið sér andlegt stig fyrir að nefna Rússland, en svarið er samt ekki rétt nema víkingar séu nefndir.

5.   Emily Blunt.

6.   Jóhann G. Jóhannsson.

7.   Í Flatey á Breiðafirði.

8.   Valdís Óskarsdóttir.

9.   Apalhraun.

10.   Calgary í Kanada.

Aukaspurningar:

Myndin sýnir að sjálfsögðu Evu Braun, sem nokkru eftir að myndin var tekin gekk að eiga Adolf Hitler foringja Þýskalands og gekk þvínæst með honum í dauðann.

Má sjá þau bæði hér til hliðar.

Á neðri myndinni eru aptur á móti eikarlauf.

Og hér er að lokum aftur linkur á þrautina frá í gær, reynið yður við hana!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár