Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

107. spurningaþraut: „Undarlegt er að spyrja mennina,“ það má með sanni segja

107. spurningaþraut: „Undarlegt er að spyrja mennina,“ það má með sanni segja

Hér er þrautin frá í gær.

Aukaspurningar:

Hvað er að gerast á efri myndinni?

Og á neðri myndinni sá sjá teiknimyndapersónu, sem er ein af aðalpersónum í vinsælum teiknimyndaflokki sem yngsta fólkið þekkir vel. Þetta er reyndar ekki ein af þeim persónum sem teiknimyndaflokkurinn dregur nafn sitt af, því þær persónur eru nefnilega nokkuð öðruvísi.

En hvaða teiknimyndaflokkur er þetta?

Og aðalspurningar:

1.   Hvernig kjet er notað í T-bone steik?

2.   Hvaða ljóðskáld samdi bókina Undarlegt er að spyrja mennina?

3.   Hvað heitir höfuðborgin í Mexíkó?

4.   Á hvaða járnbrautarstöð í heimi eru flestir brautarpallar, alls 44?

5.    Í hvaða heimsálfu er landið Eswatini?

6.   Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona fylgdi í kjölfar móður sinnar, sem var ein kunnasta leikkona landsins á sinni tíð. Hvað hét hún?

7.   Móðurafi Steinunnar Ólínu var aftur á móti einn kunnasti verkalýðsleiðtogi landsins, þótt hann ræki líka olíufélag. Hvað hét hann?

8.  Vijay Singh var einn fremsti golfleikari heimsins á árunum 2000-2010 og mun enn vera býsna framarlega. Frá hvaða landi er hann?

9.   „Ópíum-stríðin“ voru háð tvívegis á 19. öld. Hvaða tvær þjóðir áttust þar fyrst og fremst við?

10.   Fuglaætt ein ber latneska fræðiheitið Sphenisciformes. Hún lifir eingöngu á suðurhveli jarðar, með þeirri undantekningu að ein tegund af þessari ætt býr á Galapagos-eyjum spölkorn fyrir norðan miðbaug. Hvaða fuglar eru þetta?

1.   Nautakjöt.

2.   Nína Björk Árnadóttir.

3.   Mexíkó.

4.   Grand Central Station í New York.

5.   Afríku. Þetta land hét áður Swaziland.

6.   Bríet Héðinsdóttir.

7.   Héðinn Valdimarsson.

8.   Fiji-eyjum.

9.   Kína og Bretland.

10.   Mörgæsir.

Svör við aukaspurningum.

Á efri myndinni er verið að fagna kjöri Vigdísar Finnbogadóttur til forseta Íslands árið 1980.

Hér til vinstri má sjá myndina í heild.

Sjónvarpsserían, sem neðri myndin er úr, heitir hins vegar Hvolpasveitin eða PAW Patrol.

Og hér er aftur linkur þrautarinnar frá í gær. Prófið!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár