Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

107. spurningaþraut: „Undarlegt er að spyrja mennina,“ það má með sanni segja

107. spurningaþraut: „Undarlegt er að spyrja mennina,“ það má með sanni segja

Hér er þrautin frá í gær.

Aukaspurningar:

Hvað er að gerast á efri myndinni?

Og á neðri myndinni sá sjá teiknimyndapersónu, sem er ein af aðalpersónum í vinsælum teiknimyndaflokki sem yngsta fólkið þekkir vel. Þetta er reyndar ekki ein af þeim persónum sem teiknimyndaflokkurinn dregur nafn sitt af, því þær persónur eru nefnilega nokkuð öðruvísi.

En hvaða teiknimyndaflokkur er þetta?

Og aðalspurningar:

1.   Hvernig kjet er notað í T-bone steik?

2.   Hvaða ljóðskáld samdi bókina Undarlegt er að spyrja mennina?

3.   Hvað heitir höfuðborgin í Mexíkó?

4.   Á hvaða járnbrautarstöð í heimi eru flestir brautarpallar, alls 44?

5.    Í hvaða heimsálfu er landið Eswatini?

6.   Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona fylgdi í kjölfar móður sinnar, sem var ein kunnasta leikkona landsins á sinni tíð. Hvað hét hún?

7.   Móðurafi Steinunnar Ólínu var aftur á móti einn kunnasti verkalýðsleiðtogi landsins, þótt hann ræki líka olíufélag. Hvað hét hann?

8.  Vijay Singh var einn fremsti golfleikari heimsins á árunum 2000-2010 og mun enn vera býsna framarlega. Frá hvaða landi er hann?

9.   „Ópíum-stríðin“ voru háð tvívegis á 19. öld. Hvaða tvær þjóðir áttust þar fyrst og fremst við?

10.   Fuglaætt ein ber latneska fræðiheitið Sphenisciformes. Hún lifir eingöngu á suðurhveli jarðar, með þeirri undantekningu að ein tegund af þessari ætt býr á Galapagos-eyjum spölkorn fyrir norðan miðbaug. Hvaða fuglar eru þetta?

1.   Nautakjöt.

2.   Nína Björk Árnadóttir.

3.   Mexíkó.

4.   Grand Central Station í New York.

5.   Afríku. Þetta land hét áður Swaziland.

6.   Bríet Héðinsdóttir.

7.   Héðinn Valdimarsson.

8.   Fiji-eyjum.

9.   Kína og Bretland.

10.   Mörgæsir.

Svör við aukaspurningum.

Á efri myndinni er verið að fagna kjöri Vigdísar Finnbogadóttur til forseta Íslands árið 1980.

Hér til vinstri má sjá myndina í heild.

Sjónvarpsserían, sem neðri myndin er úr, heitir hins vegar Hvolpasveitin eða PAW Patrol.

Og hér er aftur linkur þrautarinnar frá í gær. Prófið!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu