Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

102. spurningaþraut: Hvaða hluta vantar í meltingarveginn?

102. spurningaþraut: Hvaða hluta vantar í meltingarveginn?

Hér er þrautin frá í gær.

Aukaspurningar:

Myndin hér að ofan var máluð árið 1972 og hún er dýrasta mynd sem selst hefur eftir núlifandi listamann. Myndin heitir Mynd af listamanni (Sundlaug og tvær manneskjur) en hver er listamaðurinn?

Og hvað heitir maðurinn á neðri myndinni?

Hér eru aðalspurningarnar:

1.   Hvað heitir höfuðborgin í Litháen?

2.   Hvað heitir hið bandarískra móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar?

3.   Fyrir hvaða flokk situr Albertína Friðbjörg Elíasdóttir á þingi?

4.   Gyðjan Ísis var dýrkuð um öll Miðausturlönd og víða um Evrópu í fornöld. En í hvaða landi var hún upprunnin?

5.   Malena Ernman heitir tæplega fimmtug sænsk söngkona. Hún hefur sungið flestar gerðir tónlistar um dagana, allt frá óperum til popps. Árið 2009 varð veraldlegur frami hennar líklega einna mestur þegar hún var fulltrúi Svíþjóðar í Eurovision. Ekki gerði hún þó garðinn frægan þar því hún endaði í 21. sæti sem er einhver versti árangur Svíþjóðar í þessari keppni í áratugi. Þetta var keppnin þegar hinn norski Alexander Rybak vann stórsigur en Jóhanna Guðrún varð í öðru sæti. Nú um stundir er Malena Ernman þó enn þekktari í Svíþjóð fyrir annað en þessa þátttöku sína í Eurovision. Hvað er það?

6.   Árið 1908 sendi Ford bílaverksmiðjan í Bandaríkjunum frá sér nýja gerð af bíl sem er almennt talinn hafa verið fyrsti fólksbíllinn sem almenningur hafði efni og var enda framleiddur í gríðarlegu magni næstu 19 árin. Hvað kallaðist þessi bílategund?

7.   Árið 2010 frumsýndi Friðrik Þór Friðriksson kvikmynd um roskna konu sem þjáist af Alzheimer-sjúkdómnum. Hann fór ekki í felur með að myndin væri byggð á ævi móður hans. Kristbjörg Kjeld lék konuna, en hvað hét myndin?

8.   Munnurvélindamagismáþarmar og ristill. Þetta er sjálfur meltingarvegurinn. En það vantar einn hluta eða líffæri inn á listann. Hvaða hluti er það?

9.   Hvaða hljómsveit atti mjög kappi við Stuðmenn í kvikmyndinni Með allt á hreinu?

10.   Af hvaða tegund var hákarlinn sem lék lausum hala í kvikmyndinni Jaws eftir Steven Spielberg árið 1975? Tegundin hefur íslenskt nafn en í þetta sinn er einnig heimilt að nefna það enska.

Hér eru svörin:

1.   Vilníus.

2.   Amgen.

3.   Samfylkinguna.

4.   Egiftalandi.

5.   Hún er móðir umhverfisaktífistans Gretu Thunberg.

6.   Ford T.

7.   Mamma Gógó.

8.   MunnurKOK, vélindamagismáþarmar og ristill

9.   Gærurnar er hljómsveitin kölluð í myndinni. Sú hljómsveit er leikin af hljómsveitinni Grýlunum, og af einskærri léttúð ætla ég að gefa rétt fyrir hvorttveggja.

10.   Hvítháfur, á ensku great white shark.

Svör við aukaspurningum:

David Hockney heitir málarinn, en karlinn á neðri myndinni er Alexis Tsipras fyrrum forsætisráðherra Grikkja.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu