Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

102. spurningaþraut: Hvaða hluta vantar í meltingarveginn?

102. spurningaþraut: Hvaða hluta vantar í meltingarveginn?

Hér er þrautin frá í gær.

Aukaspurningar:

Myndin hér að ofan var máluð árið 1972 og hún er dýrasta mynd sem selst hefur eftir núlifandi listamann. Myndin heitir Mynd af listamanni (Sundlaug og tvær manneskjur) en hver er listamaðurinn?

Og hvað heitir maðurinn á neðri myndinni?

Hér eru aðalspurningarnar:

1.   Hvað heitir höfuðborgin í Litháen?

2.   Hvað heitir hið bandarískra móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar?

3.   Fyrir hvaða flokk situr Albertína Friðbjörg Elíasdóttir á þingi?

4.   Gyðjan Ísis var dýrkuð um öll Miðausturlönd og víða um Evrópu í fornöld. En í hvaða landi var hún upprunnin?

5.   Malena Ernman heitir tæplega fimmtug sænsk söngkona. Hún hefur sungið flestar gerðir tónlistar um dagana, allt frá óperum til popps. Árið 2009 varð veraldlegur frami hennar líklega einna mestur þegar hún var fulltrúi Svíþjóðar í Eurovision. Ekki gerði hún þó garðinn frægan þar því hún endaði í 21. sæti sem er einhver versti árangur Svíþjóðar í þessari keppni í áratugi. Þetta var keppnin þegar hinn norski Alexander Rybak vann stórsigur en Jóhanna Guðrún varð í öðru sæti. Nú um stundir er Malena Ernman þó enn þekktari í Svíþjóð fyrir annað en þessa þátttöku sína í Eurovision. Hvað er það?

6.   Árið 1908 sendi Ford bílaverksmiðjan í Bandaríkjunum frá sér nýja gerð af bíl sem er almennt talinn hafa verið fyrsti fólksbíllinn sem almenningur hafði efni og var enda framleiddur í gríðarlegu magni næstu 19 árin. Hvað kallaðist þessi bílategund?

7.   Árið 2010 frumsýndi Friðrik Þór Friðriksson kvikmynd um roskna konu sem þjáist af Alzheimer-sjúkdómnum. Hann fór ekki í felur með að myndin væri byggð á ævi móður hans. Kristbjörg Kjeld lék konuna, en hvað hét myndin?

8.   Munnurvélindamagismáþarmar og ristill. Þetta er sjálfur meltingarvegurinn. En það vantar einn hluta eða líffæri inn á listann. Hvaða hluti er það?

9.   Hvaða hljómsveit atti mjög kappi við Stuðmenn í kvikmyndinni Með allt á hreinu?

10.   Af hvaða tegund var hákarlinn sem lék lausum hala í kvikmyndinni Jaws eftir Steven Spielberg árið 1975? Tegundin hefur íslenskt nafn en í þetta sinn er einnig heimilt að nefna það enska.

Hér eru svörin:

1.   Vilníus.

2.   Amgen.

3.   Samfylkinguna.

4.   Egiftalandi.

5.   Hún er móðir umhverfisaktífistans Gretu Thunberg.

6.   Ford T.

7.   Mamma Gógó.

8.   MunnurKOK, vélindamagismáþarmar og ristill

9.   Gærurnar er hljómsveitin kölluð í myndinni. Sú hljómsveit er leikin af hljómsveitinni Grýlunum, og af einskærri léttúð ætla ég að gefa rétt fyrir hvorttveggja.

10.   Hvítháfur, á ensku great white shark.

Svör við aukaspurningum:

David Hockney heitir málarinn, en karlinn á neðri myndinni er Alexis Tsipras fyrrum forsætisráðherra Grikkja.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár