Jaðartónlistarblaðið MYRKFÆLNI hefur komið út á hverju ári frá 2017, en fjórða blaðið er væntanlegt 21. ágúst næstkomandi. Í blaðinu er rýnt í stefnur og strauma í íslenskri jaðartónlist og vakin athygli á djörfu tónlistarfólki sem fær annars ekki mikla umfjöllun í meginstraums-fjölmiðlum.
Blaðið er í „zine“ sniði, en því fylgir kasetta með lögum eftir þrettán hljómsveitir sem er fjallað um. Að baki blaðinu er Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir, úr Kælunni Miklu, og grafíski hönnuðurinn Kinnat Sóley Lydon.
Athugasemdir