Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

100. spurningaþrautin: Hér skilur á milli þeirra sem þekkja ketti og hinna sem ekki þekkja ketti

100. spurningaþrautin: Hér skilur á milli þeirra sem þekkja ketti og hinna sem ekki þekkja ketti

Hér er 99. þrautin sem birtist í gær.

Til hátíðabrigða, þá snýst þessi - sú hundraðasta - eingöngu um ketti.

Aukaspurningarnar eru um teiknimyndasöguketti.

Hér að ofan má sjá teiknimyndasöguköttinn Heathcliff. Hvað kallaðist hann á íslensku?

Og að neðan má sjá annan teiknimyndasögukött þar sem hann laumast að litlum bíbífugli. Hvað nefnist kötturinn?

En aðalspurningarnar eru einfaldar, hvaða kattartegund má sjá á myndunum tíu. Svörin verða vitaskuld að vera nákvæm.

1.   Hvaða köttur er þetta?

2.   En hvaða köttur er þetta?

3.   Og þá er það sá þriðji, hver er þetta? Hér má koma með enska heitið á kisum þessum.

4.   Hvaða köttur geispar svo ógurlega?

5.   Og hvaða kisi er þetta?

6.   Sjötti kötturinn er þessi eyrnastóri kisi hér. Hvað kallast hann?

7.   Þessi móðir og ungar hennar eru ...?

8.   Áttundi kötturinn er ...?

9.   Og hver er hér að hvíla sig ögn frá erfiði dagsins?

10. Og loks þessi hér. Hver er þetta?

Þá kemur hér semsé neðri myndin sem aukaspurning á við:

Svörin við aðalspurningum:

1.   Tígrisdýr.

2.   Jagúar. „Hlébarði“ er EKKI rétt svar.

3.   Skuggahlébarði, sem heitir clouded leopard á engilsaxnesku en eitthvað í líkingu við trjáhlébarða á norrænum málum. Aftur er „hlébarði“ ekki rétt svar.

4.   Ljón.

5.   Pardusköttur eða tígrisköttur, hann heitir ocelot á ensku.

6.   Gresjuköttur eða serval á ensku.

7.   Blettatígrar.

8.   Afríski gullkötturinn, caracal aurata á latínu.

9.   Þarna kom loks réttur og sléttur hlébarði!

10.   Þessi asíski villiköttur heitir pallas cat á ensku, en annars manúl.

Svörin við aukaspurningunum:

Sú efri sýnir Högna hrekkvísa.

Sú neðri sýnir köttinn Sylvester.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár