Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

98. spurningaþraut: Hverjum var lýst sem „ekki mjög aðlaðandi eintaki“ af verðandi eiginkonu sinni?

98. spurningaþraut: Hverjum var lýst sem „ekki mjög aðlaðandi eintaki“ af verðandi eiginkonu sinni?

Hér á þessum link má finna spurningaþrautina frá í gær. Spreytið yður endilega á henni!

En hér eru aukaspurningarnar:

Hvaða fallegi fáni er á myndinni hér að ofan?

Á myndinni að neðan má sjá Ragnheiði Gyðu Jónsdóttur færa gesti einum blómvönd við komu hans til Íslands, og er myndin tekin fyrir nokkrum árum. Hver er gesturinn? 

En þá eru það aðalspurningarnar:

1.   Rokkstjörnur koma úr margvíslegu umhverfi. Ein af frægustu - og skammlífustu - rokkstjörnum hippatímans átti föður sem var skipstjóri á bandarísku flugvélamóðurskipi í Víetnam-stríðinu og síðar flotaforingi í bandaríska flotanum. Honum og rokkstjörnunni kom reyndar ekki mjög vel saman þegar svo var komið, en vannst ekki tími til að lappa upp á sambandið. Hver var rokkstjarnan?

2.   Hver er höfuðborgin í Búlgaríu?

3.   Hraði skipa á sjónum hefur löngum verið mældur í sjómílum á klukkustundum, en þessi mælieining hefur lengst af borið sérstakt nafn. Talað er um að hraðskreitt skip nái t.d. þrjátíu [xxx] hraða. Fyrir hvað stendur [xxx]?

4.   Formaður Vinstri grænna er Katrín Jakobsdóttir. Hver var formaður flokksins á undan henni?

5.   Hann fæddist árið 1915 á Bretlandi og fór ungur að starfa við fyrirtæki föður hans sem framleiddi og seldi málningu, lakk og viðarvörn alls konar. Síðari heimsstyrjöldin setti strik í reikning hans, en þá gekk hann í breska herinn og þótti standa sig mæta vel við ýmis skipulagsstörf að baki víglínunnar. Á stríðsárunum gekk hann í hjónaband en vegna starfa hans fyrir herinn bjuggu hann og kona hans aldrei saman og eftir stríðið skildi konan við hann, þar eð hún hafði hitt annan karl og vænlegri. Þettta var okkar manni mikið áfall, en hann hófst nú handa við að stýra fjölskyldufyrirtækinu með ágætum árangri. Á ráðstefnu um málningarmál árið 1949 hitti hann ungan efnafræðing af kvenkyni, sem sagði um hann að hann væri „ekki mjög aðlaðandi eintak“ en giftist honum samt tveim árum síðar. Þetta hjónaband varð heldur farsælt þótt framtíðaratvinna eiginkonunnar ylli nokkrum vanda er fram í sótti og hann fékk til dæmis taugaáfall 1964. En allt jafnaði það sig og yfirleitt fór vel á með hjónunum. Þau áttu tvö börn. Karl dó svo árið 2003, tæplega níræður. Hvað hét hann?

6.   Þjórsá er lengsta á á Íslandi. En hve löng telst hún vera? Hér má muna 20 kílómetrum til eða frá.

7.   Hvað þýðir annars orðið „þjór“ í nafni Þjórsár?

8.   Hvað er Tiananmen-torg yfirleitt kallað á íslensku?

9.   Högna Sigurðardóttir fæddist árið 1929 og var fyrsta konan á Íslandi sem bar nafnið Högna. En hún varð þó kunnari fyrir annað en nafnið eitt, og haslaði sér góðan völl á ákveðnu sviði - þar sem hún var í fremstu röð í áratugi. Hvaða svið var það?

10.   Hver orti: „Tunglið, tunglið, taktu mig / og berðu mig upp til skýja. / Hugurinn ber mig hálfa leið / í heimana nýja.“

(Eins og sjá má á vatnsmerkinu er myndin eign Morgunblaðsins, enda birtist hún þar á sínum tíma. Ljósmyndari var snillingurinn Ólafur K. Magnússon. Ég vona að forráðamenn Morgunblaðsins leyfi mér að birta hana svona í þetta eina sinn!)

Svörin við aðalspurningunum tíu:

1.   Jim Morrison, söngvari The Doors.

2.   Sofía.

3.   Hnúta.

4.   Steingrímur J. Sigfússon.

5.   Denis Thatcher.

6.   230 kílómetrar, svo rétt dæmist vera allt frá 210 til 250.

7.   Naut.

8.   Torg hins himneska friðar.

9.  Arkitekt.

10.   Theódóra Thoroddsen.

Aukaspurningar:

Fáninn er fáni Afganistans.

Gesturinn brosmildi er jazzistinn Louis Armstrong.

Hér er svo aftur linkur á þrautina frá í gær.

   

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu