Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

98. spurningaþraut: Hverjum var lýst sem „ekki mjög aðlaðandi eintaki“ af verðandi eiginkonu sinni?

98. spurningaþraut: Hverjum var lýst sem „ekki mjög aðlaðandi eintaki“ af verðandi eiginkonu sinni?

Hér á þessum link má finna spurningaþrautina frá í gær. Spreytið yður endilega á henni!

En hér eru aukaspurningarnar:

Hvaða fallegi fáni er á myndinni hér að ofan?

Á myndinni að neðan má sjá Ragnheiði Gyðu Jónsdóttur færa gesti einum blómvönd við komu hans til Íslands, og er myndin tekin fyrir nokkrum árum. Hver er gesturinn? 

En þá eru það aðalspurningarnar:

1.   Rokkstjörnur koma úr margvíslegu umhverfi. Ein af frægustu - og skammlífustu - rokkstjörnum hippatímans átti föður sem var skipstjóri á bandarísku flugvélamóðurskipi í Víetnam-stríðinu og síðar flotaforingi í bandaríska flotanum. Honum og rokkstjörnunni kom reyndar ekki mjög vel saman þegar svo var komið, en vannst ekki tími til að lappa upp á sambandið. Hver var rokkstjarnan?

2.   Hver er höfuðborgin í Búlgaríu?

3.   Hraði skipa á sjónum hefur löngum verið mældur í sjómílum á klukkustundum, en þessi mælieining hefur lengst af borið sérstakt nafn. Talað er um að hraðskreitt skip nái t.d. þrjátíu [xxx] hraða. Fyrir hvað stendur [xxx]?

4.   Formaður Vinstri grænna er Katrín Jakobsdóttir. Hver var formaður flokksins á undan henni?

5.   Hann fæddist árið 1915 á Bretlandi og fór ungur að starfa við fyrirtæki föður hans sem framleiddi og seldi málningu, lakk og viðarvörn alls konar. Síðari heimsstyrjöldin setti strik í reikning hans, en þá gekk hann í breska herinn og þótti standa sig mæta vel við ýmis skipulagsstörf að baki víglínunnar. Á stríðsárunum gekk hann í hjónaband en vegna starfa hans fyrir herinn bjuggu hann og kona hans aldrei saman og eftir stríðið skildi konan við hann, þar eð hún hafði hitt annan karl og vænlegri. Þettta var okkar manni mikið áfall, en hann hófst nú handa við að stýra fjölskyldufyrirtækinu með ágætum árangri. Á ráðstefnu um málningarmál árið 1949 hitti hann ungan efnafræðing af kvenkyni, sem sagði um hann að hann væri „ekki mjög aðlaðandi eintak“ en giftist honum samt tveim árum síðar. Þetta hjónaband varð heldur farsælt þótt framtíðaratvinna eiginkonunnar ylli nokkrum vanda er fram í sótti og hann fékk til dæmis taugaáfall 1964. En allt jafnaði það sig og yfirleitt fór vel á með hjónunum. Þau áttu tvö börn. Karl dó svo árið 2003, tæplega níræður. Hvað hét hann?

6.   Þjórsá er lengsta á á Íslandi. En hve löng telst hún vera? Hér má muna 20 kílómetrum til eða frá.

7.   Hvað þýðir annars orðið „þjór“ í nafni Þjórsár?

8.   Hvað er Tiananmen-torg yfirleitt kallað á íslensku?

9.   Högna Sigurðardóttir fæddist árið 1929 og var fyrsta konan á Íslandi sem bar nafnið Högna. En hún varð þó kunnari fyrir annað en nafnið eitt, og haslaði sér góðan völl á ákveðnu sviði - þar sem hún var í fremstu röð í áratugi. Hvaða svið var það?

10.   Hver orti: „Tunglið, tunglið, taktu mig / og berðu mig upp til skýja. / Hugurinn ber mig hálfa leið / í heimana nýja.“

(Eins og sjá má á vatnsmerkinu er myndin eign Morgunblaðsins, enda birtist hún þar á sínum tíma. Ljósmyndari var snillingurinn Ólafur K. Magnússon. Ég vona að forráðamenn Morgunblaðsins leyfi mér að birta hana svona í þetta eina sinn!)

Svörin við aðalspurningunum tíu:

1.   Jim Morrison, söngvari The Doors.

2.   Sofía.

3.   Hnúta.

4.   Steingrímur J. Sigfússon.

5.   Denis Thatcher.

6.   230 kílómetrar, svo rétt dæmist vera allt frá 210 til 250.

7.   Naut.

8.   Torg hins himneska friðar.

9.  Arkitekt.

10.   Theódóra Thoroddsen.

Aukaspurningar:

Fáninn er fáni Afganistans.

Gesturinn brosmildi er jazzistinn Louis Armstrong.

Hér er svo aftur linkur á þrautina frá í gær.

   

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Allir forsetaframbjóðendur nema einn horfa fram á afhroð í þingkosningum
6
Fréttir

All­ir for­setafram­bjóð­end­ur nema einn horfa fram á af­hroð í þing­kosn­ing­um

Aldrei hafa fleiri for­setafram­bjóð­end­ur gef­ið kost á sér til al­þing­is og í ár. Fjór­ir fram­bjóð­end­ur reyna að ná hylli kjós­enda með nokk­uð eins­leit­um ár­angri. Tveir eru lík­leg­ir inn á þing, Jón Gn­arr sem er í Við­reisn og Halla Hrund Loga­dótt­ir, sem leið­ir lista Fram­sókn­ar í Suð­ur­kjör­dæmi, sem er þó langt fyr­ir neð­an kjör­fylgi. Minni lík­ur eru á að hinir tveir kom­ist inn. Stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir him­inn og haf á milli for­seta- og al­þing­is­kosn­inga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár