Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

97. spurningaþraut: Hver er til dæmis eina konan sem hefur tvívegis verið valin í frægðarsal rokksins?

97. spurningaþraut: Hver er til dæmis eina konan sem hefur tvívegis verið valin í frægðarsal rokksins?

Hér er þrautin frá í gær.

Fyrri aukaspurning:

Frægur bandarískur arkitekt teiknaði á fjórða áratug 20. aldar þann sumarbústað, sem sést á efri myndinni, fyrir fjölskyldu búðakóngs. Bústaðurinn er kallaður Fallingwater og er talinn eitt af meistaraverkum arkitektúrs á öldinni. Hvað hét arkitektinn?

Sú síðari:

Hver er þessi gretti tónlistarmaður á neðri myndinni?

En aðalspurningar eru þessar:

1.   Rock and Roll Hall of Fame, eða Frægðarsalur rokksins, er safn í Ohio í Bandaríkjunum sem heldur úti lista yfir rokktónlistarmenn (í víðum skilningi) sem þykja hafa afrekað eitthvað sérstakt á sínu sviði. Mjög er eftirsótt að komast á þennan lista. Aðeins ein kona hefur komist tvívegis á listann, fyrst sem félagi í vinsælli hljómsveit en síðan sem sólólistamaður. Hver er þessi kona?

2.   Donald Trump Bandaríkjaforseti á dætur tvær. Sú eldri verður fertug á næsta ári og er uppáhaldsbarn Trumps þessa. Hún hefur undanfarið verið í hlutverki sérstaks ráðgjafa föður síns. Hvað heitir konan?

3.   Yngri dóttir Trumps er aftur á móti 26 ára og hefur fátt fengist við í lífinu nema birta myndir af sér á Instagram ásamt öðru ríku fólki. Hvað heitir hún?

4.   Seint í júní síðastliðnum gaf mjög vinsæl söngkona nánast fyrirvaralaust út hljómplötu á netmiðlum, sem fékk afar góða dóma og þótti marka nýja braut á ferli söngkonunnar. Hún hafði fram að þessu verið kunn fyrir létt og skemmtilegt popp en syngur nú afslappaðar rokkballöður í stíl indírokks. Platan heitir Folklore en hver er söngkonan? 

5.   Sænskur víkingur á að hafa verið einn þeirra fyrstu sem til Íslands komu á miðöldum, hann er sagður hafa siglt umhverfis landið og síðan nefnt það eftir sjálfum sér. Hvað hét þessi hógværi Svíi, að sögn?

6.   Hvaða ríki tilheyra hinar merkilegu Galapagos-eyjar?

7.   Hver er bjartasti liturinn sem sólin gefur frá sér: rauður - órans - gulgrænn - grænblár - eða fjólublár?

8.   Hvað heitir hæsti tindur Íslands?

9.   Hvað heitir konungur Spánar?

10.   Ragnar Freyr Ingvarsson læknir var yfirmaður sérstakrar Covid-19 deildar á Landspítalanum á útmánuðum og fram á vor, þegar deildin var lögð niður af því hennar þótti ekki lengur vera þörf. Ragnar Freyr er líka kunnur fyrir sérstakt áhugamál sitt þar sem hann er kallaður ... hvað?

Svörin við aðalspurningum eru þessi:

1.   Stevie Nicks söngkona Fleetwood Mac.

2.   Ivanka. 

3.   Tiffany.

4.   Taylor Swift.

5.   Garðar Svavarsson.

6.   Ekvador.

7.   Gulgrænn.

8.   Hvannadalshnjúkur.

9.   Filippus eða Felipe. Ekki er þörf að vita að af Filippusum á Spáni er hann númer sex.

10.   Læknirinn í eldhúsinu.

Aukaspurningar:

Arkitektinn hét Frank Lloyd Wright.

Músíkantinn er Ómar Ragnarsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár