Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

95. spurningaþraut: Hver var skipstjóri hins ameríska hraðbáts?

95. spurningaþraut: Hver var skipstjóri hins ameríska hraðbáts?

Hér er þrautin frá í gær. Voruði búin með hana?

Aukaspurningar:

Í hvaða borg er efri myndin tekin?

Og á neðri myndinni - hvaða myndlistarmaður á þá hönd neðst til vinstri sem málar nú náttúruna í svo sterkum og öflugum litum?

En hér eru aðalspurningar:

1.   Hvaða fótboltalið á Englandi leikur heimaleiki sína á King Power vellinum?

2.   Hvað heitir hæsta fjall á Jörðinni?

3.   Hver skrifaði bókina Afleggjarann?

4.   Í hvaða landi var Enver Hoxha lengi einn helsti valdakúkur?

5.   Hollywood er eins konar samheiti yfir ameríska kvikmyndaiðnaðinn og Bollywood er á sama hátt notað um bíóbransann á Indlandi. En hvar er Lollywood?

6.   Við hvaða vatn er frægt virki frá fornöld sem Masada heitir?

7.   Sagt er að Bítillinn John Lennon hafi kynnst japönsku listakonunni Yoko Ono þegar hann fór á sýningu hennar og þurfti að klifra upp stiga og rýna með stækkunargleri til að sjá hvaða orð hafði verið skrifað efst á vegg. Hvaða orð stóð þar skrifað?

8.   PT 109 hét hraðbátur bandarískra flotans í síðari heimsstyrjöld, sem sökk í átökum við Japani en skipstjóri bátsins þótti vinna þrekvirki við að bjarga þeim sem lifðu af áhöfninni. Atvikið átti sinn þátt í að efla orðstír skipstjórans fyrir hetjulund og þolgæði sem kom honum að góðum notum síðar. Hvað hét skipstjórinn?

9.   Hvað hét Tyrkja-Gudda fullu nafni?

10.   Robert Pattinson heitir hálffertugur breskur leikari sem sló í gegn fyrir áratug eða rúmlega það í hlutverki vampírunnar Edward Cullen í myndaröð sem kallast Twilight. Síðan hefur hann leikið í ýmsum myndum, mörgum þeirra af listræna taginu, og í fyrra brá honum fyrir í vinsælli myndinni sem hét Vitinn eða The Lighthouse. Undanfarið hefur hann verið að leika fræga hetju sem birtast mun í nýrri mynd leikstjórans Matt Reeve. Sú hetja var eiginlega eins og „heiðursgesturinn sem ekki er viðstaddur“ í myndinni Joker. Hvaða hetja er það?

Svörin:

1.   Leicester City.

2.   Everest.

3.   Auður Ava Ólafsdóttir.

4.   Albaníu.

5.   Pakistan.

6.   Dauðahafið.

7.   Já.

8.   John F. Kennedy.

9.   Guðríður Símonardóttir.

10.   Batman.

Rétt svör við aukaspurningum:

Borgin heitir Osló.

Myndlistarmaðurinn er Tolli Morthens, eða Þorlákur Kristinsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár