Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

95. spurningaþraut: Hver var skipstjóri hins ameríska hraðbáts?

95. spurningaþraut: Hver var skipstjóri hins ameríska hraðbáts?

Hér er þrautin frá í gær. Voruði búin með hana?

Aukaspurningar:

Í hvaða borg er efri myndin tekin?

Og á neðri myndinni - hvaða myndlistarmaður á þá hönd neðst til vinstri sem málar nú náttúruna í svo sterkum og öflugum litum?

En hér eru aðalspurningar:

1.   Hvaða fótboltalið á Englandi leikur heimaleiki sína á King Power vellinum?

2.   Hvað heitir hæsta fjall á Jörðinni?

3.   Hver skrifaði bókina Afleggjarann?

4.   Í hvaða landi var Enver Hoxha lengi einn helsti valdakúkur?

5.   Hollywood er eins konar samheiti yfir ameríska kvikmyndaiðnaðinn og Bollywood er á sama hátt notað um bíóbransann á Indlandi. En hvar er Lollywood?

6.   Við hvaða vatn er frægt virki frá fornöld sem Masada heitir?

7.   Sagt er að Bítillinn John Lennon hafi kynnst japönsku listakonunni Yoko Ono þegar hann fór á sýningu hennar og þurfti að klifra upp stiga og rýna með stækkunargleri til að sjá hvaða orð hafði verið skrifað efst á vegg. Hvaða orð stóð þar skrifað?

8.   PT 109 hét hraðbátur bandarískra flotans í síðari heimsstyrjöld, sem sökk í átökum við Japani en skipstjóri bátsins þótti vinna þrekvirki við að bjarga þeim sem lifðu af áhöfninni. Atvikið átti sinn þátt í að efla orðstír skipstjórans fyrir hetjulund og þolgæði sem kom honum að góðum notum síðar. Hvað hét skipstjórinn?

9.   Hvað hét Tyrkja-Gudda fullu nafni?

10.   Robert Pattinson heitir hálffertugur breskur leikari sem sló í gegn fyrir áratug eða rúmlega það í hlutverki vampírunnar Edward Cullen í myndaröð sem kallast Twilight. Síðan hefur hann leikið í ýmsum myndum, mörgum þeirra af listræna taginu, og í fyrra brá honum fyrir í vinsælli myndinni sem hét Vitinn eða The Lighthouse. Undanfarið hefur hann verið að leika fræga hetju sem birtast mun í nýrri mynd leikstjórans Matt Reeve. Sú hetja var eiginlega eins og „heiðursgesturinn sem ekki er viðstaddur“ í myndinni Joker. Hvaða hetja er það?

Svörin:

1.   Leicester City.

2.   Everest.

3.   Auður Ava Ólafsdóttir.

4.   Albaníu.

5.   Pakistan.

6.   Dauðahafið.

7.   Já.

8.   John F. Kennedy.

9.   Guðríður Símonardóttir.

10.   Batman.

Rétt svör við aukaspurningum:

Borgin heitir Osló.

Myndlistarmaðurinn er Tolli Morthens, eða Þorlákur Kristinsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu