95. spurningaþraut: Hver var skipstjóri hins ameríska hraðbáts?

95. spurningaþraut: Hver var skipstjóri hins ameríska hraðbáts?

Hér er þrautin frá í gær. Voruði búin með hana?

Aukaspurningar:

Í hvaða borg er efri myndin tekin?

Og á neðri myndinni - hvaða myndlistarmaður á þá hönd neðst til vinstri sem málar nú náttúruna í svo sterkum og öflugum litum?

En hér eru aðalspurningar:

1.   Hvaða fótboltalið á Englandi leikur heimaleiki sína á King Power vellinum?

2.   Hvað heitir hæsta fjall á Jörðinni?

3.   Hver skrifaði bókina Afleggjarann?

4.   Í hvaða landi var Enver Hoxha lengi einn helsti valdakúkur?

5.   Hollywood er eins konar samheiti yfir ameríska kvikmyndaiðnaðinn og Bollywood er á sama hátt notað um bíóbransann á Indlandi. En hvar er Lollywood?

6.   Við hvaða vatn er frægt virki frá fornöld sem Masada heitir?

7.   Sagt er að Bítillinn John Lennon hafi kynnst japönsku listakonunni Yoko Ono þegar hann fór á sýningu hennar og þurfti að klifra upp stiga og rýna með stækkunargleri til að sjá hvaða orð hafði verið skrifað efst á vegg. Hvaða orð stóð þar skrifað?

8.   PT 109 hét hraðbátur bandarískra flotans í síðari heimsstyrjöld, sem sökk í átökum við Japani en skipstjóri bátsins þótti vinna þrekvirki við að bjarga þeim sem lifðu af áhöfninni. Atvikið átti sinn þátt í að efla orðstír skipstjórans fyrir hetjulund og þolgæði sem kom honum að góðum notum síðar. Hvað hét skipstjórinn?

9.   Hvað hét Tyrkja-Gudda fullu nafni?

10.   Robert Pattinson heitir hálffertugur breskur leikari sem sló í gegn fyrir áratug eða rúmlega það í hlutverki vampírunnar Edward Cullen í myndaröð sem kallast Twilight. Síðan hefur hann leikið í ýmsum myndum, mörgum þeirra af listræna taginu, og í fyrra brá honum fyrir í vinsælli myndinni sem hét Vitinn eða The Lighthouse. Undanfarið hefur hann verið að leika fræga hetju sem birtast mun í nýrri mynd leikstjórans Matt Reeve. Sú hetja var eiginlega eins og „heiðursgesturinn sem ekki er viðstaddur“ í myndinni Joker. Hvaða hetja er það?

Svörin:

1.   Leicester City.

2.   Everest.

3.   Auður Ava Ólafsdóttir.

4.   Albaníu.

5.   Pakistan.

6.   Dauðahafið.

7.   Já.

8.   John F. Kennedy.

9.   Guðríður Símonardóttir.

10.   Batman.

Rétt svör við aukaspurningum:

Borgin heitir Osló.

Myndlistarmaðurinn er Tolli Morthens, eða Þorlákur Kristinsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár