Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

93. spurningaþraut: Maud drottning átti kórónu og allt, en hvaða land var við hana kennt?

93. spurningaþraut: Maud drottning átti kórónu og allt, en hvaða land var við hana kennt?

Hérna hafiði þrautina frá í gær.

Aukaspurningar:

Hver er  á myndinni hér að ofan?

Hver er sá rithöfundur, helstil skammlífur, sem prýðir myndina hér að neðan?

En aðalspurningar dagsins eru þessar:

1.   Hvað hét sá forseti Venesúela, sem dó í embætti árið 2013?

2.   París er fjölmennasta borg Frakklands. En hver er sú næst fjölmennasta?

3.   Árið 1869 fæddist krónprins Breta dóttir sem fékk nafnið Maud. Hún gekk síðar að eiga frænda sinn, sem flestum að óvörum náði því að verða kóngur í landi einu, og hún varð þess vegna drottning og átti kórónu og allt. Við Maud drottningu er kennt gríðarlegt landflæmi sem er t.d. 27 sinnum stærra en Íslandi. Hvar er það?

4.   Hver var utanríkisráðherra í stjórn Geirs Haarde 2007-2009?

5.   Skjaldborg nefnist kvikmyndahátíð sem árlega er haldin á Íslandi og er helguð heimildarmyndum. Hvar á landinu eru hátíðahöldin?

6.   Hver hefur lengst allra gegnt embætti kanslara í Þýskalandi?

7.   Bíson-uxar eða buffalóar eru yfirleitt taldir hafa búið eingöngu í Norður-Ameríku en raunin er sú að þeir bjuggu líka í Evrópu - og búa reyndar enn. Á einu svæði í Evrópu lifa þeir villtir og menn leitast nú mjög við að styrkja stofninn. Hvar er það svæði nokkurn veginn?

8.   Í hvaða sögu Halldórs Laxness kemur við sögu persónan Ásta Sóllilja?

9.   Hvaða svolitli þéttbýlisstaður er á milli Hellisands og Ólafsvíkur á norðanverðu Snæfellsnesi?

10.   Hvað heitir þjálfari karlaliðs KR í fótbolta nú um stundir?

Svörin:

1.   Hugo Chavez.

2.   Marseille.

3.   Á Suðurskautslandinu.

4.   Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

5.   Patreksfirði.

6.   Bismarck.

7.   Á landamærum Póllands, Litháens og Hvíta-Rússlands. Þeir sem segja aðeins Pólland fá ekki rétt, nema ég sé í góðu skapi þá stundina. Hins vegar er nóg að nefna Pólland og Litháen, eða þá Pólland og Hvíta-Rússland. Ekki þarf semsagt að nefna öll þrjú löndin, en Pólland verður að vera - og a.m.k. annað af hinum tveim.

8.   Í Sjálfstæðu fólki.

9.   Rif.

10.   Rúnar Kristinsson.

Fyrri aukaspurning: Þetta er Hollywood-leikkonan Tilda Swinton.

Seinni aukaspurning: Þetta er aftur á móti Marcel Proust, sá er skrifaði stórvirkið Í leit að týndri tíð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár