Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

93. spurningaþraut: Maud drottning átti kórónu og allt, en hvaða land var við hana kennt?

93. spurningaþraut: Maud drottning átti kórónu og allt, en hvaða land var við hana kennt?

Hérna hafiði þrautina frá í gær.

Aukaspurningar:

Hver er  á myndinni hér að ofan?

Hver er sá rithöfundur, helstil skammlífur, sem prýðir myndina hér að neðan?

En aðalspurningar dagsins eru þessar:

1.   Hvað hét sá forseti Venesúela, sem dó í embætti árið 2013?

2.   París er fjölmennasta borg Frakklands. En hver er sú næst fjölmennasta?

3.   Árið 1869 fæddist krónprins Breta dóttir sem fékk nafnið Maud. Hún gekk síðar að eiga frænda sinn, sem flestum að óvörum náði því að verða kóngur í landi einu, og hún varð þess vegna drottning og átti kórónu og allt. Við Maud drottningu er kennt gríðarlegt landflæmi sem er t.d. 27 sinnum stærra en Íslandi. Hvar er það?

4.   Hver var utanríkisráðherra í stjórn Geirs Haarde 2007-2009?

5.   Skjaldborg nefnist kvikmyndahátíð sem árlega er haldin á Íslandi og er helguð heimildarmyndum. Hvar á landinu eru hátíðahöldin?

6.   Hver hefur lengst allra gegnt embætti kanslara í Þýskalandi?

7.   Bíson-uxar eða buffalóar eru yfirleitt taldir hafa búið eingöngu í Norður-Ameríku en raunin er sú að þeir bjuggu líka í Evrópu - og búa reyndar enn. Á einu svæði í Evrópu lifa þeir villtir og menn leitast nú mjög við að styrkja stofninn. Hvar er það svæði nokkurn veginn?

8.   Í hvaða sögu Halldórs Laxness kemur við sögu persónan Ásta Sóllilja?

9.   Hvaða svolitli þéttbýlisstaður er á milli Hellisands og Ólafsvíkur á norðanverðu Snæfellsnesi?

10.   Hvað heitir þjálfari karlaliðs KR í fótbolta nú um stundir?

Svörin:

1.   Hugo Chavez.

2.   Marseille.

3.   Á Suðurskautslandinu.

4.   Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

5.   Patreksfirði.

6.   Bismarck.

7.   Á landamærum Póllands, Litháens og Hvíta-Rússlands. Þeir sem segja aðeins Pólland fá ekki rétt, nema ég sé í góðu skapi þá stundina. Hins vegar er nóg að nefna Pólland og Litháen, eða þá Pólland og Hvíta-Rússland. Ekki þarf semsagt að nefna öll þrjú löndin, en Pólland verður að vera - og a.m.k. annað af hinum tveim.

8.   Í Sjálfstæðu fólki.

9.   Rif.

10.   Rúnar Kristinsson.

Fyrri aukaspurning: Þetta er Hollywood-leikkonan Tilda Swinton.

Seinni aukaspurning: Þetta er aftur á móti Marcel Proust, sá er skrifaði stórvirkið Í leit að týndri tíð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár