Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

92. spurningaþraut: Hvar var ríkið Pontus? og sitthvað fleira

92. spurningaþraut: Hvar var ríkið Pontus? og sitthvað fleira

Hérna er fyrst þrautin frá í gær.

En svo koma hér tvær aukaspurningar:

Í fyrsta lagi, hver er maðurinn með kúluhattinn fína hér á efri myndinni?

Og í öðru lagi, hvaða hljómsveit gaf út plötu þá sem neðri myndin er hluti af?

En vindum oss þá í aðalspurningarnar tíu:

1.   Rómverjar fornir áttu í eitt sinn í höggi við kóng einn sem reyndist þeim þungur ljár í þúfu, en þeir báru þó sigurorð af honum á endanum. Míþridates hét hann og ríki hans Pontus. En hvar var ríkið Pontus?

2.   Í hvaða landi er höfuðborgin Beirút?

3.   „Sigga litla systir mín / situr út'í götu ...“ Hvernig er framhald vísunnar?

4.   Einn af hinum frægu körlum fornaldar átti eiginkonu þá sem hét Xantippa eða Xanþippa. Úr flestum heimildum má lesa að hún hafi verið góð eiginkona og móðir en í einni heimild kemur þó fram að hún hafi verið skapvargur heilmikill. Í sömu heimild kemur fram að eiginmanninum hafi í raun alls ekki þótt það verra. Eiginlega þvert á móti, því hann hafði einstaklega gaman af því að rökræða alla hluti við annað fólk og fannst það því mjög til bóta að eiginkonan væri alls ekki alltaf sammála sér, heldur talaði sínu máli af krafti. Hver var þessi eiginmaður?

5.   Erdogan hefur verið forseti Tyrklands síðan 2014. Hvað hét forveri hans?

6.   Hvaða ár urðu miklar óeirðir stúdenta í París sem áttu sinn þátt í að Charles de Gaulle forseti sagði af sér árið eftir?

7.   Hver var það sem helst beitti sér fyrir setningu nýrrar stjórnarskrár í Dýrunum í Hálsaskógi?

8.   Chester Nimitz hét maður. Hvað gerði hann sér til frægðar?

9.   Michelle Obama er kunn fyrir störf sín sem forsetafrú í Bandaríkjunum og svo ritstörf eftir að hún flutti úr Hvíta húsinu. En hvað var eftirnafn hennar áður en hún gekk að eiga Barack Obama?

10.   Hversu er vegalengdin milli Lækjartorgs og Hlemmtorgs í Reyjavík? Hér má muna 100 metrum til eða frá. 

Hér eru svörin:

1.   Við Svartahaf eða í Litlu-Asíu (Tyrklandi) er hvorttveggja rétt.

2.   Líbanon.

3.   „Hún er að mjólka ána sín' í ofurlitla fötu.“

4.   Heimspekingurinn Sókrates.

5.   Gül.

6.   1968.

7.   Marteinn skógarmús.

8.   Yfirflotaforingi Bandaríkjamanna í Kyrrahafinu í síðari heimsstyrjöld.

9.   Robinson.

10.   1,2 kílómetrar - svo allt frá 1,1 til 1,3 telst vera rétt.

Svörin við aukaspurningunum eru þessi:

Á efri myndinni er Harry S. Truman forseti Bandaríkjanna eins og hann leit út í sparifötunum á sínum yngri árum.

Það var löngu áður en hvarflaði að Truman að hann ætti eftir að varpa kjarnorkusprengjum á tvær japanskar borgir.

En það var jú einmitt það sem hann gerði eftir að hann var orðinn forseti við lok síðari heimsstyrjaldar.

Á neðri myndinni er aftur á móti plata Spilverks þjóðanna, sem ýmist er kölluð CD eða Nærlífi. Þetta var næstfyrsta plata hljómsveitarinnar.

Umslagið málaði Guðrún Gísladóttir leikari.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár