Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hannes Hólmsteinn furðar sig á því að Hildur Lilliendahl haldi starfi sínu

Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, pró­fess­or við stjórn­mála­fræði­deild Há­skóla Ís­lands, spyr af hverju Hild­ur Lilliendahl, nem­andi við deild hans, hafi ekki ver­ið rek­in frá Reykja­vík­ur­borg.

Hannes Hólmsteinn furðar sig á því að Hildur Lilliendahl haldi starfi sínu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson Stjórnmálafræðiprófessor furðar sig á því að Hildur Lilliendahl, nemandi við stjórnmáladræðideild, hafi ekki verið rekin úr starfi sínu fyrir Reykjavíkurborg vegna ummæla sem hún varð uppvís um árið 2014. Mynd: Stjórnsýslustofnun HÍ

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, furðar sig á því að Hildur Lilliendahl Viggósdóttir hafi ekki verið rekin úr starfi sínu sem verkefnastjóri fyrir Reykjavíkurborg. Þetta kemur fram í færslu á Facebook síðu hans á föstudag, en Hildur er nemandi við deildina sem Hannes starfar við.

„Ég veit, að ég er heimskur og fáfróður,“ skrifar Hannes. „En getur einhver skýrt út fyrir mér, svo að ég skilji, hvers vegna Kristinn Sigurjónsson var rekinn frá Háskólanum í Reykjavík, en Hildur Lilliendahl Viggósdóttir starfar enn hjá Reykjavíkurborg?“

Í færslu sinni rifjar Hannes upp að Hildur hafi orðið uppvís af grófum ummælum á netinu árið 2014. Hún og eiginmaður hennar báðust afsökunar opinberlega á ummælunum.

Leggur Hannes mál Hildar til jafns við uppsögn Kristins Sigurjónssonar frá Háskólanum í Reykjavík í kjölfar ummæla á Facebook, þar sem hann kvaðst ekki vilja vinna með konum. Kristinn kærði Háskólann í Reykjavík fyrir aðför að málfrelsi sínu, en Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að uppsögn hans hefði verið nauðsynleg til þess að framfylgja jafnréttisstefnu skólans og vernda hlut kvenkyns nemenda og samstarfsfólks. 

Hildur brást við ummælum Hannesar á Twitter. „Jæja. Þetta kom mjög out of nowhere. Ég er nemandi við stjórnmálafræðideild HÍ. Hvað geri ég í þessu?“

Hildur veltir því þannig fyrir sér á Twitter hvað hún eigi að gera sem nemandi við deildina sem Hannes gegnir stöðu prófessors við. Í athugasemdum hvetja aðrir notendur miðilsins hana til þess að leita til skólayfirvalda eða kæra ummæli hans til siðanefndar, en hann hefur áður gerst brotlegur gegn siðareglum samkvæmt úrskurði nefndarinnar.

Hildur Lilliendahl Hildur er verkefnastjóri fyrir Reykjavíkurborg og nemandi við stjórnmálafræðideild.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár