Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

86. spurningaþraut: „Flugskeytin eru komin af stað, halleljúja!“

86. spurningaþraut: „Flugskeytin eru komin af stað, halleljúja!“

Aukaspurningar eru að þessu sinni aðeins tvær. Sú fyrri er svona:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

Og hver er karlinn á myndinni hér að neðan?

En aðalspurningar eru þessar helstar:

1.   Í hvaða landi (ekki borg) hafa sumarólympíuleikarnir oftast verið haldnir?

2.   Í hvaða kvikmynd eftir sögu Stephen Kings hljómar á örlagastundu setningin: „The missiles are flying, hallelujah, hallelujah“ eða „Flugskeytin eru komin á loft, hallelúja, halleljúa“?

3.   Samvæmt hinum gamla Beaufort-kvarða um vindhraða var mest gert ráð fyrir 12 vindstigum. Hvað kallaðist slíkt veður samvæmt kvarðanum?

4.   Árið 2002 lék Ingvar E. Sigurðsson leikari í Hollywood-kvikmyndinni K-19: The Widowmaker, sem fjallaði um slys um borð í sovéskum kjarnorkukafbáti. Aðalhlutverkin léku þeir Harrison Ford og Liam Neeson en Ingvar lék yfirvélstjóra kafbátsins. Hver leikstýrði þessari mynd?

5.   Hvað þýðir E-ið í nafni Ingvars E. Sigurðarssonar?

6.   Hvaða ár var síðast engin kona á Alþingi Íslendinga? Hér má skeika tveim árum til eða frá.

7.   Serena Williams heitir öflugasta tenniskona heimsins síðustu 20 árin eða svo. Lengst af hefur einn harðasti keppinautur hennar verið systir hennar, sem einnig er eða var í fremstu röð. Hvað heitir hún?

8.  Hvaða fjörður, flói eða vík er á milli Langaness og Melrakkasléttu?

9.   Í hvaða sæti lenti Hatari með lagið Hatrið mun sigra í Eurovision árið 2019?

10.   Fyrsti eiginlegi lífeyrissjóðurinn á Íslandi varð til með lögum árið 1919 þegar ákveðinni stétt var gert skylt að ráðstafa 5 prósentum launa sinna í sérstakan lífeyrissjóð. Hvaða stétt var hér um að ræða?

Gáið að því að hérna er þrautin frá í gær.

En svörin við spurningunum eru:

1.   Bandaríkjunum.

2.  The Dead Zone.

3.   Fárviðri.

4.   Kathryn Bigelow.

5.   Eggert.

6.   Það var árið 1956, svo rétt má vera allt frá 1954-1958.

7.   Venus.

8.   Þistilfjörður.

9.   Tíunda.

10.   Embættismenn.

Á efri myndinni er söngstjarnan Aretha Franklin.

En á neðri myndinni er brasilíska fótboltastjarnan Zico. 

Flestum er Zico ógleymanlegur í ögn yngri útgáfu, sem sé meðan hann var ögn yngri og spengilegri, og spilaði með frægum landsliðum Brasilíu á HM 1978, 1982 og 1986, sjá myndina hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu