Aukaspurningar.
Á efri myndinni er ... hvað?
Á neðri myndinni er lystisnekkja, sem virðist kannski helstil kubbsleg en þykir þó nokkur meistarasmíð. Hún heitir Venus og var smíðuð fyrir einn af kunnustu athafnamönnum heims, en hann fékk þó aldrei að frílista sig um borð í henni. Hver var sá?
Aðalspurningar tíu:
1. Hvað heitir söngkona hljómsveitarinnar Írafárs?
2. Nóbelsverðlaunahafarnir í bókmenntum eru oft umdeildir, og menn geta rifist mikið um hvort þeir eiga verðlaunin skilið eður ei. Einn af umdeildari verðlaunahöfum síðustu áratuga fékk verðlaunin árið 2016 og fannst sumum ákvörðun Nóbelsnefndarinnar fráleit. Hver fékk verðlaunin það ár?
3. Hvað heitir höfuðborgin í Ástralíu?
4. Í ríki einu mjög á fyrri tíð ríktu kóngar sem höfðu gaman af því að lýsa í löngu máli hve grimmir þeir væru og gjarnan á að höggva andstæðinga sína í spað. En kóngarnir eru líka alræmdir fyrir löng og tilþrifanöfn nöfn síns, en þeir hétu til dæmis Tiglathpileser, Sinshumulisher, Ashurbanipal og Ninurtatukultīaššur. Yfir hvaða forna ríki gátu kóngar þessi?
5. Á hvaða hafsvæði er eyjan Tristan da Cunha?
6. Kona ein er nú komin töluvert á tíræðisaldur en fyrir tæpum 60 árum útskrifaðist hún sem einn af fyrstu veðurfræðingum Íslendinga. Hún var síðan yfirmaður veðurfarsdeildar Veðurstofu Íslands í áratugi við góðan orðstír. Jafnframt lét hún mjög að sér kveða á vinstri vængnum í pólitík, sat í aldarfjórðung í borgarstjórn Reyjavíkur fyrir Sósíalistaflokkinn og síðar Alþýðubandalagið, var aðstoðarmaður ráðherra um tíma og datt inn á Alþingi einu sinni sem varaþingmaður. Hvað heitir hún?
7. Kópavogskróníkan hét skáldsaga sem út kom fyrir tveim árum og vakti heilmikla athygli fyrir fjörlega frásögn og hispursleysi í lýsingum sögukonu af ástarævintýrum sínum og uppákomum ýmsum. Hver skrifaði þessa bók?
8. Í hvaða fljóti á Íslandi er Gullfoss?
9. Einn er sá leikmaður sem hefur spilað fleiri leiki en nokkur annar í ensku Úrvalsdeildinni í karlaflokki. Hvað heitir hann?
10. Fyrir hvað var Rússinn Viktor Korchnoi þekktastur?

Hér er þrautin frá í gær. Reynið yður við hana!
En svörin við þessari eru:
1. Birgitta Haukdal.
2. Bob Dylan.
3. Canberra.
4. Assýríukóngar voru þeir allir saman.
5. Suður-Atlantshafi. Ekki dugar Atlantshafið eitt.
6. Adda Bára Sigfúsdóttir.
7. Kamilla Einarsdóttir.
8. Hvítá.
9. Gareth Barry.
10. Skák.
Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er tilbúinn eyjaklasi út af ströndum Dubaí-borgar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann kallast Heimurinn og þar stendur til að ríkt fólk geti keypt sér eyjar þessa heimskorts og lifað þar síðan í vellystingum.
Snekkjuna á neðri myndinni lét Steve Jobs Apple-smiður byggja handa sér. Á myndinni hér við hliðina á má einmitt sjá Steve Jobs bregða fyrir ef vel er að gáð.
Athugasemdir