Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

85. spurningaþraut: Tiglathpileser, Sinshumulisher, Ashurbanipal og Ninurtatukultīaššur?

85. spurningaþraut: Tiglathpileser, Sinshumulisher, Ashurbanipal og Ninurtatukultīaššur?

Aukaspurningar.

Á efri myndinni er ... hvað?

Á neðri myndinni er lystisnekkja, sem virðist kannski helstil kubbsleg en þykir þó nokkur meistarasmíð. Hún heitir Venus og var smíðuð fyrir einn af kunnustu athafnamönnum heims, en hann fékk þó aldrei að frílista sig um borð í henni. Hver var sá?

Aðalspurningar tíu:

1.   Hvað heitir söngkona hljómsveitarinnar Írafárs?

2.   Nóbelsverðlaunahafarnir í bókmenntum eru oft umdeildir, og menn geta rifist mikið um hvort þeir eiga verðlaunin skilið eður ei. Einn af umdeildari verðlaunahöfum síðustu áratuga fékk verðlaunin árið 2016 og fannst sumum ákvörðun Nóbelsnefndarinnar fráleit. Hver fékk verðlaunin það ár?

3.   Hvað heitir höfuðborgin í Ástralíu?

4.   Í ríki einu  mjög á fyrri tíð ríktu kóngar sem höfðu gaman af því að lýsa í löngu máli hve grimmir þeir væru og gjarnan á að höggva andstæðinga sína í spað. En kóngarnir eru líka alræmdir fyrir löng og tilþrifanöfn nöfn síns, en þeir hétu til dæmis Tiglathpileser, Sinshumulisher, Ashurbanipal og Ninurtatukultīaššur. Yfir hvaða forna ríki gátu kóngar þessi?

5.   Á hvaða hafsvæði er eyjan Tristan da Cunha?

6.   Kona ein er nú komin töluvert á tíræðisaldur en fyrir tæpum 60 árum útskrifaðist hún sem einn af fyrstu veðurfræðingum Íslendinga. Hún var síðan yfirmaður veðurfarsdeildar Veðurstofu Íslands í áratugi við góðan orðstír. Jafnframt lét hún mjög að sér kveða á vinstri vængnum í pólitík, sat í aldarfjórðung í borgarstjórn Reyjavíkur fyrir Sósíalistaflokkinn og síðar Alþýðubandalagið, var aðstoðarmaður ráðherra um tíma og datt inn á Alþingi einu sinni sem varaþingmaður. Hvað heitir hún?

7.   Kópavogskróníkan hét skáldsaga sem út kom fyrir tveim árum og vakti heilmikla athygli fyrir fjörlega frásögn og hispursleysi í lýsingum sögukonu af ástarævintýrum sínum og uppákomum ýmsum. Hver skrifaði þessa bók?

8.   Í hvaða fljóti á Íslandi er Gullfoss?

9.   Einn er sá leikmaður sem hefur spilað fleiri leiki en nokkur annar í ensku Úrvalsdeildinni í karlaflokki. Hvað heitir hann?

10.   Fyrir hvað var Rússinn Viktor Korchnoi þekktastur?

Hér er þrautin frá í gær. Reynið yður við hana!

En svörin við þessari eru:

1.   Birgitta Haukdal.

2.   Bob Dylan.

3.   Canberra.

4.  Assýríukóngar voru þeir allir saman.

5.   Suður-Atlantshafi. Ekki dugar Atlantshafið eitt.

6.   Adda Bára Sigfúsdóttir.

7.   Kamilla Einarsdóttir.

8.   Hvítá.

9.   Gareth Barry.

10.   Skák.

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er tilbúinn eyjaklasi út af ströndum Dubaí-borgar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann kallast Heimurinn og þar stendur til að ríkt fólk geti keypt sér eyjar þessa heimskorts og lifað þar síðan í vellystingum.

Snekkjuna á neðri myndinni lét Steve Jobs Apple-smiður byggja handa sér. Á myndinni hér við hliðina á má einmitt sjá Steve Jobs bregða fyrir ef vel er að gáð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
4
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár