Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Flugþjónar fordæma aðgerðir Icelandair: „Samstöðuaflinu verður beitt af fullum þunga“

Verk­föll eru yf­ir­vof­andi eft­ir að Icelanda­ir sleit við­ræð­um við Flug­freyju­fé­lag Ís­lands og sagði upp öll­um flug­þjón­um.

Flugþjónar fordæma aðgerðir Icelandair: „Samstöðuaflinu verður beitt af fullum þunga“
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair tilkynnti í dag að viðræðum yrði slitið við Flugfreyjufélagið.

Flugfreyjufélag Íslands fordæmir aðgerðir Icelandair í dag, boðar verkföll og kallar eftir inngripi stjórnvalda. Flugfélagið tilkynnti í dag að viðræðum um samninga við flugþjóna yrði slitið og öllum yrði sagt upp. Þess í stað mundu flugmenn taka að sér störf öryggisliða um borð í flugvélum.

„Stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) fordæmir óvænt og einhliða viðræðuslit Icelandair sem birt voru í fjölmiðlum í dag,“ segir í yfirlýsingunni. „Afstaða Icelandair setur FFÍ í þá afleitu stöðu að þurfa að hefja undirbúning að tafarlausum og víðtækum verkfallsaðgerðum. FFÍ er aðili að Alþýðusambandi Íslands og alþjóðlegum verkalýðssamtökum og hefur fullan stuðning við aðgerðir sínar þar. Samstöðuaflinu verður beitt af fullum þunga.“

Félagið telur ekki boðlegt að flugmenn sinni störfum öryggisliða eins og boðað hefur verið. „Það eru gríðarleg vonbrigði að Icelandair kalli eftir því að flugmenn gangi í störf félagsmanna FFÍ og ég neita að trúa því fyrr en ég tek á því að vinnufélagar okkar muni koma þannig fram við samstarfsfélaga sína um árabil. Afstaða og viðhorf Icelandair í málinu eru til skammar og ég hef trú á að almenningur tekur slíkri lítilsvirðingu við launfólk ekki þegjandi og hljóðalaust,“ er haft eftir Guðlaugu Líney Jóhannsdóttur, formanni Flugfreyjufélags Íslands.

„Afstaða og viðhorf Icelandair í málinu eru til skammar“

Í yfirlýsingunni er kallað eftir því að stjórnvöld líti til aðgerða fyrirtækisins. „Icelandair hefur á undanförnum mánuðum þegið háar fjárhæðir úr opinberum sjóðum og FFÍ væntir þess að málið verði tekið fyrir á vettvangi stjórnvalda hið fyrsta og geri þá kröfu til stjórnenda fyrirtækisins að þeir virði lög og leikreglur á íslenskum vinnumarkaði.“

Karlarnir feli sig bak við samfélagslega ábyrgð

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tjáði sig um málið á Facebook síðu sinni í dag. „Ég hef aldrei vitað annað eins: Karlar ætla að ganga í störf kvenna sem verða fyrir eins ógeðslegri framkomu og hægt er að hugsa sér, eru reknar úr starfi eins og eitthvað drasl, þrátt fyrir ára og áratuga starfsferil,“ skrifaði hún. „Karlarnir ætla um leið og þeir taka þátt í svívirðunni að fela sig á bak við samfélagslega ábyrgð, að hér verði bara að tryggja samgöngur stöðvist ekki.“

Vísaði hún til orða Jóns Þórs Þorvaldssonar, formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna og varaþingmanns Miðflokksins, á vef Morgunblaðsins þess efnis að flugmenn þurfi að tryggja öryggi í flugvélum og geti því ekki vikið sér undan ábyrgðinni. Hann liti ekki svo á að með þessu væru flugmenn að ganga í störf flugþjóna.

„Ef þeir standa ekki í lappirnar hér er skömm þeirra mikil“

„Ég vona af öllu hjarta að félagsmenn í Fé­lagi ís­lenskra at­vinnuflug­manna sjái hversu ömurlegt það er að standa ekki með flugfreyjum og taki ekki þátt í að hjálpa Icelandair að komast upp með svívirðilega framkomu með því að ganga í störf samstarfsfólks síns,“ skrifaði Sólveig Anna. „Ef þeir standa ekki í lappirnar hér er skömm þeirra mikil.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár