Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Flugþjónar fordæma aðgerðir Icelandair: „Samstöðuaflinu verður beitt af fullum þunga“

Verk­föll eru yf­ir­vof­andi eft­ir að Icelanda­ir sleit við­ræð­um við Flug­freyju­fé­lag Ís­lands og sagði upp öll­um flug­þjón­um.

Flugþjónar fordæma aðgerðir Icelandair: „Samstöðuaflinu verður beitt af fullum þunga“
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair tilkynnti í dag að viðræðum yrði slitið við Flugfreyjufélagið.

Flugfreyjufélag Íslands fordæmir aðgerðir Icelandair í dag, boðar verkföll og kallar eftir inngripi stjórnvalda. Flugfélagið tilkynnti í dag að viðræðum um samninga við flugþjóna yrði slitið og öllum yrði sagt upp. Þess í stað mundu flugmenn taka að sér störf öryggisliða um borð í flugvélum.

„Stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) fordæmir óvænt og einhliða viðræðuslit Icelandair sem birt voru í fjölmiðlum í dag,“ segir í yfirlýsingunni. „Afstaða Icelandair setur FFÍ í þá afleitu stöðu að þurfa að hefja undirbúning að tafarlausum og víðtækum verkfallsaðgerðum. FFÍ er aðili að Alþýðusambandi Íslands og alþjóðlegum verkalýðssamtökum og hefur fullan stuðning við aðgerðir sínar þar. Samstöðuaflinu verður beitt af fullum þunga.“

Félagið telur ekki boðlegt að flugmenn sinni störfum öryggisliða eins og boðað hefur verið. „Það eru gríðarleg vonbrigði að Icelandair kalli eftir því að flugmenn gangi í störf félagsmanna FFÍ og ég neita að trúa því fyrr en ég tek á því að vinnufélagar okkar muni koma þannig fram við samstarfsfélaga sína um árabil. Afstaða og viðhorf Icelandair í málinu eru til skammar og ég hef trú á að almenningur tekur slíkri lítilsvirðingu við launfólk ekki þegjandi og hljóðalaust,“ er haft eftir Guðlaugu Líney Jóhannsdóttur, formanni Flugfreyjufélags Íslands.

„Afstaða og viðhorf Icelandair í málinu eru til skammar“

Í yfirlýsingunni er kallað eftir því að stjórnvöld líti til aðgerða fyrirtækisins. „Icelandair hefur á undanförnum mánuðum þegið háar fjárhæðir úr opinberum sjóðum og FFÍ væntir þess að málið verði tekið fyrir á vettvangi stjórnvalda hið fyrsta og geri þá kröfu til stjórnenda fyrirtækisins að þeir virði lög og leikreglur á íslenskum vinnumarkaði.“

Karlarnir feli sig bak við samfélagslega ábyrgð

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tjáði sig um málið á Facebook síðu sinni í dag. „Ég hef aldrei vitað annað eins: Karlar ætla að ganga í störf kvenna sem verða fyrir eins ógeðslegri framkomu og hægt er að hugsa sér, eru reknar úr starfi eins og eitthvað drasl, þrátt fyrir ára og áratuga starfsferil,“ skrifaði hún. „Karlarnir ætla um leið og þeir taka þátt í svívirðunni að fela sig á bak við samfélagslega ábyrgð, að hér verði bara að tryggja samgöngur stöðvist ekki.“

Vísaði hún til orða Jóns Þórs Þorvaldssonar, formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna og varaþingmanns Miðflokksins, á vef Morgunblaðsins þess efnis að flugmenn þurfi að tryggja öryggi í flugvélum og geti því ekki vikið sér undan ábyrgðinni. Hann liti ekki svo á að með þessu væru flugmenn að ganga í störf flugþjóna.

„Ef þeir standa ekki í lappirnar hér er skömm þeirra mikil“

„Ég vona af öllu hjarta að félagsmenn í Fé­lagi ís­lenskra at­vinnuflug­manna sjái hversu ömurlegt það er að standa ekki með flugfreyjum og taki ekki þátt í að hjálpa Icelandair að komast upp með svívirðilega framkomu með því að ganga í störf samstarfsfólks síns,“ skrifaði Sólveig Anna. „Ef þeir standa ekki í lappirnar hér er skömm þeirra mikil.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
4
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
5
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár