Aukaspurningar: Af gosi í hvaða eldstöð er myndin hér að ofan?
Og hver er konan á neðri myndinni?
1. Hvað heitir núverandi rektor Háskóla Íslands?
2. Eitt af frægustu kvikmyndatónskáldum heims fékk Óskarsverðlaun fyrir bestu kvikmyndatónlistina í teiknimyndinni The Lion King árið 1994 og hefur margoft verið tilnefndur til þeirra verðlauna síðan, síðast árið 2017 fyrir taktfasta tónlist sína við myndina Dunkirk. Hvað heitir karl þessi?
3. Hvaða nafn hlaut fyrsta farþegaþotan sem íslenskt flugfélag tók í notkun árið 1967?
4. Við hvaða hörmungaratburði verður nafn Alexanders Dubčeks ævinlega kennt?
5. Hver orti þjóðhátíðarljóðið sem kallað er „Hver á sér fegra föðurland“?
6. Leiðtogar óvinaríkjanna Bretlands og Þýskalands í fyrri heimsstyrjöld, Georg 5. kóngur og Vilhjálmur 2. keisari, voru skyldir. Hvernig?
7. Hver er næststærsti jökull á Íslandi?
8. Hver hét fyrsta persónan sem leikarinn Sacha Baron Cohen túlkaði í sjónvarpinu og gerði hann heimsfrægan?
9. Hvaða leikkona hefur haldið úti Kvennablaðinu á netinu undanfarin ár?
10. Hvað hét húsfreyjan á Bergþórshvoli og eiginkona Njáls Þorgeirssonar úr Njálssögu fullu nafni?

En hér eru svörin:
1. Jón Atli Benediktsson.
2. Hans Zimmer.
3. Gullfaxi.
4. Innrásar Sovétríkjanna og Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu 1968.
5. Hulda.
6. Þeir voru systkinabörn.
7. Langjökull.
8. Ali G.
9. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
10. Bergþóra Skarphéðinsdóttir.
Myndin er af Kötlugosinu 1918.
Og konan er Aníta Hinriksdóttir.

Athugasemdir