Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

81. spurningaþraut: Glæpamaður, fyrsta kvikmyndin, Andrésína Önd og fleira

81. spurningaþraut: Glæpamaður, fyrsta kvikmyndin, Andrésína Önd og fleira

Á myndinni hér að ofan má sjá æskumynd af konu einni, sem náði einhverjum besta árangri sem nokkur kona hefur náð í hennar fagi. Fyrri aukaspurningin er: Hver er þessi kona?

Seinni aukaspurningin: Á myndinni hér að neðan má sjá nokkra sigursæla hermenn eftir það sem var - frá þeirra sjónarmiði - alveg einstaklega og óvenjulega vel heppnað stríð. Hvaða stríð skyldi það nú hafa verið?

En hér eru aðalspurningarnar:

1.   Fyrir rétt tæpu ári dó maður nokkur í fangelsi í Bandaríkjunum. Hann var sakaður um umfangsmikinn níðingshátt í garð ungra stúlka. Maðurinn á að hafa framið sjálfsmorð en margar grunar að yfirstéttarglæponar, sem hann útvegaði táningsstúlkur, hafi látið drepa hann. Hvað hét þessi andstyggilegi glæpamaður og níðingur?

2.   Hvað heitir höfuðborgin í Úkraínu?

3.   Hvað er ummál Jarðarinnar? Hér má skeika 5.000 kílómetrum til eða frá.

4.   Elsta kvikmyndin sem varðveist hefur kallast Roundhay Garden Scene og er frá árinu 1888. Franskur uppfinningamaður tók myndina í skemmtigarði í Leeds og þar sjá nokkrar manneskjur á rölti um garðinn. En hversu löng er Roundhay Garden Scene? Aðeins má skeika 1 sekúndu til eða frá.

5.   Íslensk fyrirsæta og kaupsýslukona hefur haslað sér völl í Búlgaríu. Hvað heitir hún? Hér duga fornöfn hennar?

6.   Í Andrésblöðunum greinir oft frá tilraunum Andrésar til að stíga í vænginn við Andrésínu nokkra. Andrésína heitir hún alla vega í íslensku útgáfunni af Andrésblöðunum og líka þeirri dönsku. En hvað heitir Andrésína á ensku, tungumáli Walts Disneys?

7.   Árið 2009 kom fram ný stjórnmálahreyfing sem nefndist Borgarahreyfingin og síðan Hreyfingin. Einn af þingmönnum Borgarahreyfingarinnar var ljóðskáld sem síðan átti mikinn þátt í að efla hreyfingu Pírata og sat á þingi fyrir þá. Hvert er nafn þingmannsins?

8.   Hvað hét afkastamesti þjóðsagnasafnari Íslands á 19. öld?

9.   Marshall Mathers heitir maður nokkur, en fáir þekkja hann reyndar undir því nafni, heldur er hann heimsfrægur undir gælunafni sínu. Gælunafnið er reyndar dregið af hinu fulla nafni hans á vissan hátt. Hvað kallast maðurinn?

10.   Út í hvaða haf fellur Rínarfljót?

Svörin eru þessi:

1.   Jeffrey Epstein.

2.   Kíev.

3.   40.000 kílómetrar, svo rétt telst vera allt frá 35.000-45.000 km.

4.   Myndbúturinn er 2 sekúndur, svo rétt er 1-3 sekúnda. Hér er hann sýndur hægt:

5.   Ásdís Rán.

6.   Daisy.

7.   Birgitta Jónsdóttir.

8.   Jón Árnason.

9.  Eminem - það er að segja „M'n'M“

10.   Norðursjó.

Hér er þrautin frá í gær; laufléttar spurningar um Bandaríkjaforseta.

En svörin við aukaspurningunum eru þessi:

Kona er Katherine Hepburn leikkona.

Stríðið var sex daga stríð Ísraels gegn nágrönnum sínum árið 1967.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár