Á myndinni hér að ofan má sjá æskumynd af konu einni, sem náði einhverjum besta árangri sem nokkur kona hefur náð í hennar fagi. Fyrri aukaspurningin er: Hver er þessi kona?
Seinni aukaspurningin: Á myndinni hér að neðan má sjá nokkra sigursæla hermenn eftir það sem var - frá þeirra sjónarmiði - alveg einstaklega og óvenjulega vel heppnað stríð. Hvaða stríð skyldi það nú hafa verið?
En hér eru aðalspurningarnar:
1. Fyrir rétt tæpu ári dó maður nokkur í fangelsi í Bandaríkjunum. Hann var sakaður um umfangsmikinn níðingshátt í garð ungra stúlka. Maðurinn á að hafa framið sjálfsmorð en margar grunar að yfirstéttarglæponar, sem hann útvegaði táningsstúlkur, hafi látið drepa hann. Hvað hét þessi andstyggilegi glæpamaður og níðingur?
2. Hvað heitir höfuðborgin í Úkraínu?
3. Hvað er ummál Jarðarinnar? Hér má skeika 5.000 kílómetrum til eða frá.
4. Elsta kvikmyndin sem varðveist hefur kallast Roundhay Garden Scene og er frá árinu 1888. Franskur uppfinningamaður tók myndina í skemmtigarði í Leeds og þar sjá nokkrar manneskjur á rölti um garðinn. En hversu löng er Roundhay Garden Scene? Aðeins má skeika 1 sekúndu til eða frá.
5. Íslensk fyrirsæta og kaupsýslukona hefur haslað sér völl í Búlgaríu. Hvað heitir hún? Hér duga fornöfn hennar?
6. Í Andrésblöðunum greinir oft frá tilraunum Andrésar til að stíga í vænginn við Andrésínu nokkra. Andrésína heitir hún alla vega í íslensku útgáfunni af Andrésblöðunum og líka þeirri dönsku. En hvað heitir Andrésína á ensku, tungumáli Walts Disneys?
7. Árið 2009 kom fram ný stjórnmálahreyfing sem nefndist Borgarahreyfingin og síðan Hreyfingin. Einn af þingmönnum Borgarahreyfingarinnar var ljóðskáld sem síðan átti mikinn þátt í að efla hreyfingu Pírata og sat á þingi fyrir þá. Hvert er nafn þingmannsins?
8. Hvað hét afkastamesti þjóðsagnasafnari Íslands á 19. öld?
9. Marshall Mathers heitir maður nokkur, en fáir þekkja hann reyndar undir því nafni, heldur er hann heimsfrægur undir gælunafni sínu. Gælunafnið er reyndar dregið af hinu fulla nafni hans á vissan hátt. Hvað kallast maðurinn?
10. Út í hvaða haf fellur Rínarfljót?

Svörin eru þessi:
1. Jeffrey Epstein.
2. Kíev.
3. 40.000 kílómetrar, svo rétt telst vera allt frá 35.000-45.000 km.
4. Myndbúturinn er 2 sekúndur, svo rétt er 1-3 sekúnda. Hér er hann sýndur hægt:
5. Ásdís Rán.
6. Daisy.
7. Birgitta Jónsdóttir.
8. Jón Árnason.
9. Eminem - það er að segja „M'n'M“
10. Norðursjó.
Hér er þrautin frá í gær; laufléttar spurningar um Bandaríkjaforseta.
En svörin við aukaspurningunum eru þessi:
Kona er Katherine Hepburn leikkona.
Stríðið var sex daga stríð Ísraels gegn nágrönnum sínum árið 1967.

Athugasemdir