Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

79. spurningaþraut: Hér er spurt um tvær söngkonur og svo um fullorðinstennurnar líka

79. spurningaþraut: Hér er spurt um tvær söngkonur og svo um fullorðinstennurnar líka

Tvær aukaspurningar:

Hver er brosmildi karlinn á myndinni hér að ofan?

Og hér fyrir neðan má sá útlínur eyjar einnar, sem er hluti af stærra eyríki. Hvað heitir þessi eyja?

1.   Hvaða fótboltalið hefur oftast orðið Englandsmeistari í karlaflokki?

2.   Í hvaða landi er höfuðborgin Varsjá?

3.   Í Rómarsögu áttust um tíma mjög við annars Gaíus Maríus, sem kallaður var fulltrúi alþýðumanna, og hins vegar foringi og hershöfðingi auðstéttarinnar, sem reyndar varð langlífari en Maríus. Hvað hét sá heppni maður?

4.   Margt og mikið gerðist ábyggilega þann 9. nóvember árið 1989. Óneitanlega ber einn atburð hærra en nokkurn annan. Hver er sá?

5.   Hver er fyrsta konan sem gegnt hefur embætti fjármálaráðherra á Íslandi?

6.   Hver var söngkona Spilverks þjóðanna? Hér dugar gælunafn ef fólk man ekki fullt nafn hennar.

7.   En hvað heitir söngkona hljómsveitarinnar Dream Wife? Hér dugar fyrsta nafn hennar.

8.   Hversu margar eru fullorðinstennurnar?

9.   Adolf Hitler svipti sig lífi 30. apríl 1945. Hvern hafði hann áður skipað arftaka sinn sem foringja þýsku þjóðarinnar?

10.   Í Biblíunni segir frá því að Móse leiðtogi Ísraelsmanna fór upp á fjall og dvaldi þar í 40 sólarhring meðan guð útbjó handa honum boðorðin tíu. Þegar hann kom niður af fjallinu reiddist hann mjög yfir því sem Ísraelsmenn höfðu hafst að í fjarveru hans. Hvað var það?

Svörin spurningunum:

1.   Manchester United.

2.   Póllandi.

3.   Sulla.

4.   Berlínarmúrinn var rofinn.

5.   Oddný Harðardóttir.

6.   Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú.

7.   Rakel dugar, en hún heitir fullu nafni Rakel Mjöll Leifsdóttir.

8.   32.

9.   Dönitz.

10.   Dansað kringum gullkálf.

Hér er þrautin frá í gær.

En svörin við aukaspurningum eru þessi:

Karlinn er Pablo Escobar, kólumbískur eiturlyfjasali og glæpahundur.

Eyjan er Luzon, ein Filippseyja. Hér má má hana meðal hinna efstu í hópi hinna eyjanna í klasanum:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu