Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fleiri bíða eftir hjúkrunarrýmum og bíða lengur

Bið­list­ar eft­ir hjúkr­un­ar­rým­um hafa lengst und­an­far­inn ára­tug og markmið stjórn­valda um bið­tíma hafa ekki náðst. Opn­un nýrra hjúkr­un­ar­rýma á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur létt á stöð­unni.

Fleiri bíða eftir hjúkrunarrýmum og bíða lengur
Aldraðir Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa lengst undanfarinn áratug. Mynd: Shutterstock

Stjórnvöld hafa ekki náð markmiði sínu um að stytta biðlista eftir rýmum á hjúkrunarheimilum það sem af er ári. Biðlistar hafa lengst verulega undanfarinn áratug.

Þetta kemur fram í greinargerð embættis landlæknis um stöðu á biðlistum eftir hjúkrunarrýmum. Fjölgun á biðlistum frá upphafi árs 2011 til 2020 nemur 76 prósentum þegar tillit hefur verið tekið til mannfjölda. Árið 2011 var meðalfjöldi þeirra sem biðu í hverjum ársfjórðungi 158, en á fyrsta ársfjórðungi 2020 voru að meðaltali 366 á biðlista.

977 manns fluttust varanlega á hjúkrunarheimili á síðasta ári. Af þeim biðu 54 prósent skemur en 90 daga eftir hjúkrunarrými. Á fyrsta ársfjórðungi biðu 60 prósent skemur en 90 daga, en markmið stjórnvalda fyrir árið 2020 er að 65 prósent fái rými innan þeirra tímamarka.

Þetta er töluverð breyting frá árinu 2011 þegar 82 prósent þeirra sem fengu hjúkrunarrými biðu skemur en 90 daga. Þróunin hefur þó verið í rétta átt frá síðasta ári að mati embættisins. „Opnun nýrra hjúkrunarrýma á árinu 2019 og snemma árs 2020 á höfuðborgarsvæðinu virðist hafa haft jákvæð áhrif á bið, en eftir stöðuga fjölgun á biðlistum hafa þeir nú styst og biðtími einnig,“ segir í tilkynningu embættis landlæknis.

Alls er áætlað að opna 568 ný rými á landsvísu til ársins 2023. „Mikilvægt er að þessi rými verði opnuð til að stytta biðtíma enn frekar og koma í veg fyrir að einstaklingar þurfi að dvelja langdvölum á bráðasjúkrahúsi á meðan beðið er eftir rými,“ segir í greinargerðinni. „Eins og fjallað var um í ársuppgjöri embættisins 2018 varðandi bið eftir hjúkrunarrými hefur bið aldraðra á bráðasjúkrahúsi neikvæð áhrif á heilsu þeirra, færni og lífsgæði. Þá er meðhöndlun fólks á röngu þjónustustigi léleg nýting á fjármagni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu