Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fleiri bíða eftir hjúkrunarrýmum og bíða lengur

Bið­list­ar eft­ir hjúkr­un­ar­rým­um hafa lengst und­an­far­inn ára­tug og markmið stjórn­valda um bið­tíma hafa ekki náðst. Opn­un nýrra hjúkr­un­ar­rýma á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur létt á stöð­unni.

Fleiri bíða eftir hjúkrunarrýmum og bíða lengur
Aldraðir Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa lengst undanfarinn áratug. Mynd: Shutterstock

Stjórnvöld hafa ekki náð markmiði sínu um að stytta biðlista eftir rýmum á hjúkrunarheimilum það sem af er ári. Biðlistar hafa lengst verulega undanfarinn áratug.

Þetta kemur fram í greinargerð embættis landlæknis um stöðu á biðlistum eftir hjúkrunarrýmum. Fjölgun á biðlistum frá upphafi árs 2011 til 2020 nemur 76 prósentum þegar tillit hefur verið tekið til mannfjölda. Árið 2011 var meðalfjöldi þeirra sem biðu í hverjum ársfjórðungi 158, en á fyrsta ársfjórðungi 2020 voru að meðaltali 366 á biðlista.

977 manns fluttust varanlega á hjúkrunarheimili á síðasta ári. Af þeim biðu 54 prósent skemur en 90 daga eftir hjúkrunarrými. Á fyrsta ársfjórðungi biðu 60 prósent skemur en 90 daga, en markmið stjórnvalda fyrir árið 2020 er að 65 prósent fái rými innan þeirra tímamarka.

Þetta er töluverð breyting frá árinu 2011 þegar 82 prósent þeirra sem fengu hjúkrunarrými biðu skemur en 90 daga. Þróunin hefur þó verið í rétta átt frá síðasta ári að mati embættisins. „Opnun nýrra hjúkrunarrýma á árinu 2019 og snemma árs 2020 á höfuðborgarsvæðinu virðist hafa haft jákvæð áhrif á bið, en eftir stöðuga fjölgun á biðlistum hafa þeir nú styst og biðtími einnig,“ segir í tilkynningu embættis landlæknis.

Alls er áætlað að opna 568 ný rými á landsvísu til ársins 2023. „Mikilvægt er að þessi rými verði opnuð til að stytta biðtíma enn frekar og koma í veg fyrir að einstaklingar þurfi að dvelja langdvölum á bráðasjúkrahúsi á meðan beðið er eftir rými,“ segir í greinargerðinni. „Eins og fjallað var um í ársuppgjöri embættisins 2018 varðandi bið eftir hjúkrunarrými hefur bið aldraðra á bráðasjúkrahúsi neikvæð áhrif á heilsu þeirra, færni og lífsgæði. Þá er meðhöndlun fólks á röngu þjónustustigi léleg nýting á fjármagni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár