77. spurningaþraut: Eitt mesta hraungos sögunnar, hvar varð það?

77. spurningaþraut: Eitt mesta hraungos sögunnar, hvar varð það?

Aukaspurningar:

Hver er reffilegi ungi maðurinn á efri myndinni?

Og hver er stúlkan á neðri myndinni?

Hinar tíu af öllu tagi eru aftur á móti þessar:

1.   Í hvaða kjördæmi er Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins formaður?

2.   Hvernig er framhaldið á þessum orðum: „Baulaðu nú Búkolla mín ...“

3.   Hvað heitir þorpið í Patreksfirði?

4.   Hverjir urðu heimsmeistarar í fótbolta karla árið 1982?

5.   Árið 934 hófst eitt mesta hraungos sögunnar sem mannkynið hefur orðið vitni að, þótt að líkindum væru vitnin ekki mjög mörg. Svo mikið er næsta víst að í gosinu hafi runnið mesta hraun sem runnið hefur í einu gosi á jörðinni á sögulegum tíma. Gosið stóð að líkindum í nokkur ár. Hvar varð þetta gos?

6.   Í íslenskum ævintýrum eru oft notuð sömu kvenmannsnöfnin, ef nefna þarf til sögu þrjár dætur sem einhver á. Ása heitir þá sú fyrstnefnda, en hvað heita hinar tvær?

7.   Í hvaða landi er bærinn Tasilaq?

8.   Árið 1975 mætti nýr gítarleikari til starfa í hljómsveitinni The Rolling Stones sem þá hafði starfað saman í 13 ár. Flestum aðdáendum finnst enn að þessi gítarleikari sé eiginlega nýbyrjaður, þótt hann hafi nú verið í bandinu í 45 ár. Hvað heitir hann?

9.   Það segir sig nokkuð sjálft að fjórar fjölmennustu borgirnar á Spáni eru Madrid, Barcelona, Valencia og Sevilla. En hver er í fimmta sæti?

10.   Hvað heitir áningarstaðurinn á Kili?

Svörin eru hér:

1.   Suðurkjördæmi.

2.   „... ef þú ert nokkurs staðar á lífi.“

3.   Patreksfjörður.

4.   Ítalir.

5.   Eldgjá.

6.   Signý og Helga.

7.   Grænlandi.

8.   Ron Wood.

9.   Zaragoza.

10.   Hveravellir.

Eisenhowereftir að hafa verið yfirhershöfðingi Bandamanna í Evrópu í síðari heimsstyrjöld og síðan húsbóndi í Hvíta húsinu.

Hvað aukaspurningar snertir, þá er ungi dátinn á efri myndinni Dwight D. Eisenhower, sem síðar varð forseti Bandaríkjanna. Stúlkan á neðri myndinni er á hinn bóginn Beyonce.

Hér er svo þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár