Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

77. spurningaþraut: Eitt mesta hraungos sögunnar, hvar varð það?

77. spurningaþraut: Eitt mesta hraungos sögunnar, hvar varð það?

Aukaspurningar:

Hver er reffilegi ungi maðurinn á efri myndinni?

Og hver er stúlkan á neðri myndinni?

Hinar tíu af öllu tagi eru aftur á móti þessar:

1.   Í hvaða kjördæmi er Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins formaður?

2.   Hvernig er framhaldið á þessum orðum: „Baulaðu nú Búkolla mín ...“

3.   Hvað heitir þorpið í Patreksfirði?

4.   Hverjir urðu heimsmeistarar í fótbolta karla árið 1982?

5.   Árið 934 hófst eitt mesta hraungos sögunnar sem mannkynið hefur orðið vitni að, þótt að líkindum væru vitnin ekki mjög mörg. Svo mikið er næsta víst að í gosinu hafi runnið mesta hraun sem runnið hefur í einu gosi á jörðinni á sögulegum tíma. Gosið stóð að líkindum í nokkur ár. Hvar varð þetta gos?

6.   Í íslenskum ævintýrum eru oft notuð sömu kvenmannsnöfnin, ef nefna þarf til sögu þrjár dætur sem einhver á. Ása heitir þá sú fyrstnefnda, en hvað heita hinar tvær?

7.   Í hvaða landi er bærinn Tasilaq?

8.   Árið 1975 mætti nýr gítarleikari til starfa í hljómsveitinni The Rolling Stones sem þá hafði starfað saman í 13 ár. Flestum aðdáendum finnst enn að þessi gítarleikari sé eiginlega nýbyrjaður, þótt hann hafi nú verið í bandinu í 45 ár. Hvað heitir hann?

9.   Það segir sig nokkuð sjálft að fjórar fjölmennustu borgirnar á Spáni eru Madrid, Barcelona, Valencia og Sevilla. En hver er í fimmta sæti?

10.   Hvað heitir áningarstaðurinn á Kili?

Svörin eru hér:

1.   Suðurkjördæmi.

2.   „... ef þú ert nokkurs staðar á lífi.“

3.   Patreksfjörður.

4.   Ítalir.

5.   Eldgjá.

6.   Signý og Helga.

7.   Grænlandi.

8.   Ron Wood.

9.   Zaragoza.

10.   Hveravellir.

Eisenhowereftir að hafa verið yfirhershöfðingi Bandamanna í Evrópu í síðari heimsstyrjöld og síðan húsbóndi í Hvíta húsinu.

Hvað aukaspurningar snertir, þá er ungi dátinn á efri myndinni Dwight D. Eisenhower, sem síðar varð forseti Bandaríkjanna. Stúlkan á neðri myndinni er á hinn bóginn Beyonce.

Hér er svo þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu