Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

77. spurningaþraut: Eitt mesta hraungos sögunnar, hvar varð það?

77. spurningaþraut: Eitt mesta hraungos sögunnar, hvar varð það?

Aukaspurningar:

Hver er reffilegi ungi maðurinn á efri myndinni?

Og hver er stúlkan á neðri myndinni?

Hinar tíu af öllu tagi eru aftur á móti þessar:

1.   Í hvaða kjördæmi er Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins formaður?

2.   Hvernig er framhaldið á þessum orðum: „Baulaðu nú Búkolla mín ...“

3.   Hvað heitir þorpið í Patreksfirði?

4.   Hverjir urðu heimsmeistarar í fótbolta karla árið 1982?

5.   Árið 934 hófst eitt mesta hraungos sögunnar sem mannkynið hefur orðið vitni að, þótt að líkindum væru vitnin ekki mjög mörg. Svo mikið er næsta víst að í gosinu hafi runnið mesta hraun sem runnið hefur í einu gosi á jörðinni á sögulegum tíma. Gosið stóð að líkindum í nokkur ár. Hvar varð þetta gos?

6.   Í íslenskum ævintýrum eru oft notuð sömu kvenmannsnöfnin, ef nefna þarf til sögu þrjár dætur sem einhver á. Ása heitir þá sú fyrstnefnda, en hvað heita hinar tvær?

7.   Í hvaða landi er bærinn Tasilaq?

8.   Árið 1975 mætti nýr gítarleikari til starfa í hljómsveitinni The Rolling Stones sem þá hafði starfað saman í 13 ár. Flestum aðdáendum finnst enn að þessi gítarleikari sé eiginlega nýbyrjaður, þótt hann hafi nú verið í bandinu í 45 ár. Hvað heitir hann?

9.   Það segir sig nokkuð sjálft að fjórar fjölmennustu borgirnar á Spáni eru Madrid, Barcelona, Valencia og Sevilla. En hver er í fimmta sæti?

10.   Hvað heitir áningarstaðurinn á Kili?

Svörin eru hér:

1.   Suðurkjördæmi.

2.   „... ef þú ert nokkurs staðar á lífi.“

3.   Patreksfjörður.

4.   Ítalir.

5.   Eldgjá.

6.   Signý og Helga.

7.   Grænlandi.

8.   Ron Wood.

9.   Zaragoza.

10.   Hveravellir.

Eisenhowereftir að hafa verið yfirhershöfðingi Bandamanna í Evrópu í síðari heimsstyrjöld og síðan húsbóndi í Hvíta húsinu.

Hvað aukaspurningar snertir, þá er ungi dátinn á efri myndinni Dwight D. Eisenhower, sem síðar varð forseti Bandaríkjanna. Stúlkan á neðri myndinni er á hinn bóginn Beyonce.

Hér er svo þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár