Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

77. spurningaþraut: Eitt mesta hraungos sögunnar, hvar varð það?

77. spurningaþraut: Eitt mesta hraungos sögunnar, hvar varð það?

Aukaspurningar:

Hver er reffilegi ungi maðurinn á efri myndinni?

Og hver er stúlkan á neðri myndinni?

Hinar tíu af öllu tagi eru aftur á móti þessar:

1.   Í hvaða kjördæmi er Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins formaður?

2.   Hvernig er framhaldið á þessum orðum: „Baulaðu nú Búkolla mín ...“

3.   Hvað heitir þorpið í Patreksfirði?

4.   Hverjir urðu heimsmeistarar í fótbolta karla árið 1982?

5.   Árið 934 hófst eitt mesta hraungos sögunnar sem mannkynið hefur orðið vitni að, þótt að líkindum væru vitnin ekki mjög mörg. Svo mikið er næsta víst að í gosinu hafi runnið mesta hraun sem runnið hefur í einu gosi á jörðinni á sögulegum tíma. Gosið stóð að líkindum í nokkur ár. Hvar varð þetta gos?

6.   Í íslenskum ævintýrum eru oft notuð sömu kvenmannsnöfnin, ef nefna þarf til sögu þrjár dætur sem einhver á. Ása heitir þá sú fyrstnefnda, en hvað heita hinar tvær?

7.   Í hvaða landi er bærinn Tasilaq?

8.   Árið 1975 mætti nýr gítarleikari til starfa í hljómsveitinni The Rolling Stones sem þá hafði starfað saman í 13 ár. Flestum aðdáendum finnst enn að þessi gítarleikari sé eiginlega nýbyrjaður, þótt hann hafi nú verið í bandinu í 45 ár. Hvað heitir hann?

9.   Það segir sig nokkuð sjálft að fjórar fjölmennustu borgirnar á Spáni eru Madrid, Barcelona, Valencia og Sevilla. En hver er í fimmta sæti?

10.   Hvað heitir áningarstaðurinn á Kili?

Svörin eru hér:

1.   Suðurkjördæmi.

2.   „... ef þú ert nokkurs staðar á lífi.“

3.   Patreksfjörður.

4.   Ítalir.

5.   Eldgjá.

6.   Signý og Helga.

7.   Grænlandi.

8.   Ron Wood.

9.   Zaragoza.

10.   Hveravellir.

Eisenhowereftir að hafa verið yfirhershöfðingi Bandamanna í Evrópu í síðari heimsstyrjöld og síðan húsbóndi í Hvíta húsinu.

Hvað aukaspurningar snertir, þá er ungi dátinn á efri myndinni Dwight D. Eisenhower, sem síðar varð forseti Bandaríkjanna. Stúlkan á neðri myndinni er á hinn bóginn Beyonce.

Hér er svo þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár