Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

71. spurningaþraut: Af einhverjum ástæðum má finna hér þrjár spurningar um lögreglukonur

71. spurningaþraut: Af einhverjum ástæðum má finna hér þrjár spurningar um lögreglukonur

Aukaspurningarnar:

Efri mynd: Hver er maðurinn?

Neðri mynd: Þetta er hluti af umslagi frægrar hljómplötu frægrar hljómsveitar. Hljómsveitin og platan heita sama nafni, nema hvað platan ber að auki númerið III til merkis um að vera þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar. Hvað heitir hljómsveitin?

Og þá snúum vér oss að aðalspurningunum tíu:

1.   Í landi einu heitir stærsta borgin - sem þó er ekki höfuðborg - Dar es Salaam. Hvaða land er það?

2.   Hvaða íslenski leikritahöfundur skrifaði leikritið Dagur vonar?

3.   Árið 2010 gáfu Friðrik Dór, Blaz Roca og Henrik Biering út lag sem naut heilmikilla vinsælda. „Nóttin byrjar hér,“ segir meðal annars í laginu, og „Látum tímann líða og dettum í'ða.“ Hvað heitir þetta lag?

4.   Hvað heitir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu? Hér má sleppa föðurnafni, ef fólk vill.

5.   Hvað heitir lögreglukonan sem Ilmur Kristjánsdóttir leikur í sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð?

6.   Ein af fyrstu íslensku lögreglukonunum gerðist seinna útvarpsmaður og stýrir meira að segja útvarpsstöð. Hvað heitir hún?

7.   Eintak hét blað nokkurt, sem hóf útgáfu sem svokallað glanstímarit árið 1993, en breyttist svo í vikublað í upphafi næsta árs. Ritstjórar höfðu verið tveir en nú stóð annar eftir og ritstýrði blaðinu þar til það lauk sögu sinni um haustið. Hver var sá ritstjóri?

8.   Ozark heitir amerísk sjónvarpssería sem margir munu hafa barið augum. Aðalkvenhlutverkið Wendy Byrde er í höndum leikkonu einnar frá New York-borg. Hvað heitir hún?

9.   Eins og allir vita er saffran eða saffron dýrasta krydd í heimi. 95 prósent af allri framleiðslu þessa rándýra krydds er í einu og sama landinu. Hvaða land er það?

10.   Metternich hét austurrískur aðalsmaður á 19. öld sem var lengi potturinn og pannan í utanríkispólitík þess stórveldis sem Austurríki var þá. En hann er líka kunnur fyrir annað. Sagt er að árið 1832 hafi kunnur karl í Vínarborg fundið upp og hrært í ákveðinn hlut og fært Metternich, sem lét sér mjög vel líka. Hvort þessi saga er sönn er óvíst, en altént hefur þessi hlutur æ síðan verið einn hinn vinsælasti í heimi af sínu tagi, og sífellt boðið upp á hann í fínum selskap. Hvað var þetta?

Svörin eru hér:

1.   Tansaníu.

2.   Birgir Sigurðsson.

3.   „Keyrum þetta í gang.“

4.   Halla Bergþóra Björnsdóttir.

5.   Hinrika.

6.   Arnþrúður Karlsdóttir.

7.   Gunnar Smári Egilsson.

8.   Laura Linney.

9.   Íran.

10.   Sacher-terta.

Svör við aukaspurningum:

Efri myndina er af Buster Keaton.

Neðri myndin er af hluta plötuumslags Led Zeppelin III. Þar er meðal annars að finna slagarann Immigrant Song um vinnuferð hljómsveitarinnar norður til Íslands. Svarið er því Led Zeppelin. Svona leit umslagið í heild út:

Þrautin frá því í gær er hérna.

En að lokum má sjá hér - til bragðbætis - eina sneið af Sacher-tertu:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einvígi Guðmundar Inga og Jódísar
6
Fréttir

Ein­vígi Guð­mund­ar Inga og Jó­dís­ar

Jó­dís Skúla­dótt­ir seg­ist hugsi yf­ir hversu dýru verði mála­miðl­an­ir Vinstri grænna í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu hafi ver­ið keypt­ar. Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son seg­ir fylgi hreyf­ing­ar­inn­ar í skoð­ana­könn­un­um vera langt und­ir vænt­ing­um en seg­ist full­viss um að þau muni upp­skera meira í kosn­ing­um en kann­an­ir gefa til kynna. Guð­mund­ur Ingi er starf­andi formað­ur Vinstri grænna og Jó­dís vara­formað­ur þing­flokks­ins. Bæði gefa þau kost á sér í embætti vara­for­manns hreyf­ing­ar­inn­ar sem kos­ið verð­ur um á lands­fundi VG um helg­ina.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
7
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Samdráttur í samfélagslosun en samt erum við í mínus
8
FréttirLoftslagsvá

Sam­drátt­ur í sam­fé­lags­los­un en samt er­um við í mín­us

Hvernig okk­ur tekst til við að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda er ekki að­eins um­hverf­is­mál held­ur stór fjár­hags­leg spurn­ing, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. Við eig­um langt í land með að ná settu marki og spurn­ing­in er: Ætl­um við að eyða pen­ing­um í að draga úr los­un eða ætl­um við að borga fyr­ir um­fram los­un? Sá verð­miði gæti orð­ið svim­andi hár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
10
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár