„Maturinn á Múlabergi er undir áhrifum af frönsku bistro,“ segir Ingibjörg Bergmann Bragadóttir, einn af eigendum veitingastaðarins. „Hins vegar er alltaf verið að leita nýjunga í frumlegum réttum þannig að matseðillinn er fjölbreyttur. Fiskur beint frá fisksalanum okkar er gríðarlega vinsæll, bæði lax og þorskur, og með ferskasta meðlætinu hverju sinni. Lambakjöt frá Norðurlandi og nautasteikur eru alltaf klassík hér á Akureyri. Svo bjóðum við líka upp á ýmsa smárétti sem er þægilegt að deila eða panta nokkra í staðinn fyrir aðalrétt.
Við höfum að undanförnu líka verið að leggja mikla áherslu á að gera gómsæta veganrétti og hafa gott úrval í þeim efnum sem hefur reynst ekki síður vinsælt hjá þeim sem titla sig ekki vegan en vilja prófa. Í matreiðslunni er einnig lögð áhersla á að gera matinn og allt sem honum fylgir frá grunni, svo sem allar sósur, …
Athugasemdir